Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Dodge on March 03, 2007, 18:31:31

Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on March 03, 2007, 18:31:31
vin: BS23H3B332806
1973
Barracuda
'Cuda
2-door Hard top
340 4bbl, 240HP
Dodge Main, Hamtramck, MI
32806

Þá er vagninn loks kominn í hús, í heldur verra standi en búist var við,
but thats ebay for you.
2 ljósir punktar, í ljós kom að þetta er ekta BS code 340 'cuda en ekki 318
Barracuda eins og eigandi hélt fram. Og vélin er 440 en ekki 361 eins og
margir óttuðust :)

Ég mokaði flórinn útúr henni í dag og tók nokkrar myndir til að deila með ykkur.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Óli Ingi on March 03, 2007, 19:17:14
flottur, til hamingju með tækið Stebbi
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: ElliOfur on March 03, 2007, 19:20:16
Flottur bíll og flott paintjob :) Á ekki að halda þeim gífurlega karakter sem bíllinn ber með þessu paintjobi?
Verður hann mílufær í sumar?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on March 03, 2007, 19:23:45
Takk. Ég ætlaði að steipa plast skottlok eftir þessu og hengja þetta svo uppá vegg.. restin fær að fjúka.

Mílufær verður hann sennilega ekki, möguleiki á sandi.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Brynjar Nova on March 03, 2007, 20:13:19
þetta verður klikkað tæki hjá þér stefán  :wink: PS. 440 :D
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Doctor-Mopar on March 03, 2007, 20:18:32
Ég á til plast skottlok sem verður ekki notað ef þú hefur áhuga.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: villijonss on March 04, 2007, 15:01:15
því miður verð ég að segja þér Stebbi að þetta er ekkert voðalegat ljótt ,heldur bara tilhamingju með tækið ,afar gott held ég , annas kem ég og kíki  á þig í skúrinn að næstunni að berja á þetta augum
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on April 05, 2007, 10:41:54
hér er ein góð á Ebay Stebbi :shock:  það er bara að versla þessa líka :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gummari on April 05, 2007, 18:18:32
flottur bíll hjá þér en húddið er rúsinan í pulsuendanum er þetta ekki AAR húdd væri geggjað að gera það look á bílinn 8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on April 05, 2007, 20:15:09
Já hoodið er ágætt eitt og sér.. en AAR röndin og pústið er bara svo hræðilega ljótt..

og stjáni.. Hætt við því að maður verði að finna pening fyrir þessari fyrst :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on April 05, 2007, 21:44:15
svo er hún 5falt dýrari en mín og vélarlaus! :)

asskotans mykil smíði samt.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on April 11, 2007, 00:42:39
Ákvað að skella mér í skúrinn í eftir kvöldmatinn, tók hraustlega til, hrókeraði bílum og svona.
Að því loknu var nú klukkan bara að verða 10, þá fannst mér nú ekki annað hægt en að fara að snerta á cudunni.
Skrúfaði af henni framendann og svona, og þá var nú varla annað hægt en að bara slíta uppúr.
Og við það kom allavega smá góðgæti í ljós, eins og þessi asskotans litli converter.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Halldór H. on April 11, 2007, 00:45:44
Alltaf að græða :D  :D
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 18, 2007, 03:21:02
Jæja. nú er að detta á sandspyrnu season,
búið að vera aðeins að skrúfa og smíða undanfarna vikuna.
Þetta er 8v71 blásari af detroit diesel sem ég er búinn að converta
cleara upp og modda til brúks á 440 sleggjuna.

Er að smíða milliheddið þessa stundina.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 18, 2007, 03:23:52
Búið að snikka, bora snitta og skera mykið.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on August 18, 2007, 03:25:59
Er ekki gott að skella mynd inn af sleggjunni líka?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 18, 2007, 03:28:26
Jæja, búið að eiða 4 tímum í að smíða spacer, but life goes on.. :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 18, 2007, 03:30:26
Verið að snikka til millihedds efnið.

gott að fara að leggja sig..
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: chewyllys on August 18, 2007, 08:30:18
Snilllld !!!
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Firehawk on August 18, 2007, 10:28:35
:shock:

Ég þarf greinilega að fara að kíkja í skúrinn hjá þér...

-j
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: edsel on August 18, 2007, 10:31:00
gangi þér vel með Cuduna :spol:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on August 18, 2007, 11:20:21
þú ert maðurinn sem þorir að framhvæma hlutina flott hjá þér =D>
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Krissi Haflida on August 18, 2007, 12:35:48
flottur :smt023  Í hvaða flokk á að fara í sandinum??
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gilson on August 18, 2007, 14:10:14
þetta er alvöru, gangi þér vel  :smt023
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: baldur on August 18, 2007, 14:12:21
Allt er vænt sem vel er boostað 8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: moparforever on August 18, 2007, 19:45:17
Góður Stefáninn sem ávalt :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on August 18, 2007, 20:27:45
Quote from: "Krissi Haflida"
flottur :smt023  Í hvaða flokk á að fara í sandinum??
götubilaflokk reina ná stóra bróður  :lol:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Elmar Þór on August 19, 2007, 00:28:25
Tær snild, geggjað!!!!
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: top fuel on August 19, 2007, 01:31:44
Verður Raggi með á capricinum?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Halldór H. on August 19, 2007, 13:24:25
Raggi verður sennilega ekki kominn í land um næstu helgi.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 19, 2007, 14:22:47
Gæti nú endað þannig að maður neiðist í útbúinn flokk á jeppadekkjunum.
Kemur í ljós hvað maður nær að gera mykið, og hvort maður nær að vera
með yfir höfuð.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Comet GT on August 20, 2007, 12:02:35
Þetta er reyndar géggjuð 'cuda
"bara það sverasta í þessum bílskúr..."   :smt038
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 21, 2007, 02:09:27
Búið að smíða helvítis mykið millihedd..
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1965 Chevy II on August 21, 2007, 08:19:44
úllalla,made in sveitin bara,duglegur =D>
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Jón Geir Eysteinsson on August 21, 2007, 08:42:57
Flott hjá kallinum...........góður að smíða.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on August 21, 2007, 09:58:32
Magnað, og allt svona blásið og sætt.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Brynjar Nova on August 21, 2007, 11:21:26
:smt041
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: edsel on August 21, 2007, 22:18:49
gangi þer vel með Cuduna :wink:  8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Jói ÖK on August 23, 2007, 21:29:24
men shiiiiii :twisted:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1966 Charger on August 23, 2007, 22:57:44
Stebbi þetta er BARA glæsilegt hjá þér.

Þættinum barst reyndar torskilin vísa (ambaga) sem ort er eftir svokölluðu brekkustartararími:


Setur Stebbi í Kúduna
..............rafgeyma?
Eða tekur bara rútuna
.............í Sólheima?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on August 24, 2007, 00:42:30
Setur Stebbi í Kúduna
blásara og rafgeyma
Eða tekur bara rútuna
beina leið í Sólheima.


Stefán stóð við Kúduna
Skrúfaði út í eitt
Fór svo beint á kúpuna
Og datt bara í það feitt.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 24, 2007, 09:29:21
Hagmæltir strákarnir :) :D
Title: CUDA
Post by: johann sæmundsson on August 25, 2007, 03:19:20
Á góðar teikningar af Stud Girdle plötu og málsetningar ef þig vanntar.
Þetta er af plötunni hanns Gísla Sveins, þú ættir ekki að vera í vandræðum að smíða hana, miðað við myndirnar.

Góða ferð

jói
Title: CUDA
Post by: johann sæmundsson on August 25, 2007, 03:23:37
GSM er 6958974

joi
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 25, 2007, 18:48:58
Jæja, það fór sem fór, lýsti yfir uppgjöf kl 8.30 í morgun þegar enn vantaði skifti, flæddi uppúr torum og kveikjukerfið brunnið yfir.

Ég SKAL mæta þann 8. sept.

Hendi inn myndum síðar af því hvað þetta er helllvíti æsandi búnaður  :twisted:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Junk-Yardinn on August 25, 2007, 23:31:20
Quote from: "Anton Ólafsson"
Setur Stebbi í Kúduna
blásara og rafgeyma
Eða tekur bara rútuna
beina leið í Sólheima.


Stefán stóð við Kúduna
Skrúfaði út í eitt
Fór svo beint á kúpuna
Og datt bara í það feitt.


Heimasætan skrifar: ;)

Stebbi Stuðari...

Hér er að hefjast bein lýsing frá kvartmílueinvígi á milli Stebba stuðara, sem hefur unnið flestar keppnir hingað til, og Badda bomsu, sem hefur verið hans aðal keppinautur. Þeir eru að hita bílana upp. Við útvarpstækið heima situr fögur mær og lætur hugan sveima til hans sem er henni kær.

Ó, Stebbi ekki keyra, Stebbi aldrei meira. Ég bið þig: Ekki fara þessa ferð. Ó, Stebbi hlustaðu á mig. Í hinsta sinn ég bið: ekki þessa ferð.

Bílarnir eru nú komnir í startholurnar og þenja sig. Þetta verður örugglega spennandi keppni. Bensínstybba og reykur fylla vitin hans. Hann er hvergi smeykur og sigra skal með glans.

Ó, Stebbi...

Þeir spóla nú af stað. Það sést ekki í bílana fyrir reyk. Malbik og gúmmí spænast upp. Á  æðisgengnum hraða með rauðglóandi dekk tryllitækin vaða. -ein lítil mær fær skrekk.

Ó Stebbi...

Þeir eru hnífjafnir ennþá. En núna sígur Stebbi framúr... en bíðið, það er einthvað að... nú situr hún og starir... tíminn stendur kyrr... og vonar að fyrr en varir verði allt eins og fyrr.
(lag og texti eftir Ladda)


 -ó Stebbi.. ertu orðinn alveg spól...? :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on August 26, 2007, 00:32:38
Stebbi hún er farin að breima :lol: við verðum að fara og heisækja Gulla E aftur svo að þú getir klárað þetta dæmi :lol:  :lol:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 28, 2007, 00:30:01
Hehe.. það er bara svoleiðis :)

Jæja þá koma nokkrar myndir.
Hérna er gírinn tekinn upp á einni nóttu, skift um það versta,
hreinsað burt ógeðið og leiðrétt það sem var vitlaust gert, (já það er eitthvað svoleiðis í hverju stykki í þessum bíl)
Boruð nokkur vel valin göt og græjað transbrake.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 28, 2007, 00:33:09
Vélin hengd saman og sett í, græjað eitt og annað í bílnum.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: íbbiM on August 28, 2007, 02:07:59
mér finnst þessi milliheddssmíði alveg mögnu'
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: edsel on August 28, 2007, 07:25:41
gangi þér vel með Cuduna, flottur bíll \:D/
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Valli Djöfull on August 28, 2007, 09:44:14
Ég beið svoooo spenntur á laugardagsmorgun, kíkti á bílinn kvöldið áður, miiikið eftir, en menn sögðu að þetta tækist..  EN ætli ég þurfi ekki bara að koma eftir 2 aftur  :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: ljotikall on August 28, 2007, 19:45:19
öss hvad þetta er ad verða fagurt...
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Krissi Haflida on August 28, 2007, 23:45:48
Búinn að fá neista á græjuna???
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: baldur on August 28, 2007, 23:46:31
"POSITIVELY NOT FOR STREET USE" hahaha
hvað var í þeim kassa?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 29, 2007, 00:16:56
Það var trans brakeið :) mér fannst þetta kodak moment :D

Það kom neisti á kaggann á áðan og hann hikstaði nokkra hringi  :twisted: svo tók ég bara hring í bæjinn á raminum, skellti á fóninn hinu afleita lagi Barracuda með electric blue og fílaði mig fínt :D

Ætla að studera boost retard boxið og alla fítusana á morgun og reina að gera alvöru gang.

Vandinn með kveikjuna var bara magnetic pickupið í kveikjunni var eitthvað stirt, það kom til eftir nokkur vel valin högg :)

Svo eru "blessaðir" torarnir með eilífðar fokk, menn verða bara bensínblautir af því að standa í nágrenninu :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Björgvin Ólafsson on August 29, 2007, 08:30:00
Ekki með Heart?

kv
Björgvin
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 29, 2007, 13:34:59
Nei ég á bara extra slæma útfærslu með hinu virta bandi
Electric Blua :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Firehawk on August 29, 2007, 13:44:12
Ég á orginalinn, þarf greinilega að redda þér honum  :wink:

-j
Title: cuda
Post by: Doctor-Mopar on August 29, 2007, 15:09:21
Flott smíði á milliheddinu og búnaðinum fyrir blásarann hjá þér. Ég vona að stykkin sem þú fékkst hjá mér hafi verið nothæf.

Ég fór að spá í það þegar ég sé myndirnar hvort þú þurfir ekki að styrkja bílinn að framan. Þegar búið er að taka innri brettin í burtu fer mikill styrkur úr framendanum. Ef þú ætlar að  keyra á þessu svona án þess að setja  innribretti eða styrkja með rörum hugsa ég að frambitarnir brotni.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 29, 2007, 17:40:25
Stykkin sem ég fékk hjá þér voru mjög fín og passa öll.
ég er mjög ánægður með þau viðskifti.

ég er sammála því að þarna þurfi að styrkja slatta, það er búið að margsjóða í þessa grindarbita og eru þeir eiginlega ónýtir.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 30, 2007, 00:03:54
Jæja nú gerðist það!  :twisted:

Eftir algjöra upptekt á blöndungunum og smá "hóst" lagfæringu
á kveikjuröð "hóst" datt hún svona í gang, malar eins og eitthvað
sem er búið að lúra yfir í viku og smyr 80 - 100 psi  :)  :)

lookar ekkert smá trúlegt, sem er mjög gefandi eftir alla vinnuna.

á morgun skal klæma skifti í og taka swing áður en ég þarf að skila stjána
reiminni  :oops:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1965 Chevy II on August 30, 2007, 00:06:04
video af því takk 8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gilson on August 30, 2007, 00:08:16
Quote from: "Trans Am"
video af því takk 8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Halldór H. on August 30, 2007, 10:39:55
já ég held að það sé engin spurning.
þetta er eitthvað sem þarf að eiga á bandi :D
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: bjoggi87 on August 30, 2007, 21:50:25
til hamingju stebbi með þetta það er bara vonandi að maður fái að sjá  hann bráðlega:P:P
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Comet GT on August 30, 2007, 23:27:45
maður sér fyrst hvað þessi mótor er orðinn stór þegar stórbóndinn sjálfur getur næstum falið sig bak við hann... :oops:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on August 31, 2007, 00:00:56
Það var tekinn swingur í kvöld  :twisted:

Vildi ekki snúast, enda kveikjan einhvernveginn, og svo fór hann að
æla framúr gírnum, en það reddast allt.

það var tekið video sem ætti að koma hér inn fljótlega, það er reindar bara þegar ég var að aka inní skúrinn, hin voru bara myrkur :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 01, 2007, 03:36:23
sexy beast :)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Jói ÖK on September 01, 2007, 16:51:15
:twisted:  8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kiddi on September 01, 2007, 17:07:33
Leftovers :lol:  :lol:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Robbi on September 08, 2007, 18:20:58
Jæja er ekki tími til að uppfæra okkur og kanski nyjar myndir :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on September 08, 2007, 19:43:53
hann kom og fékk reimina lánaða svo nú fer allt að gerast :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 08, 2007, 20:48:40
tjahh.. við skulum ekki segja meira í bili en "þetta eru ekki regndekk" :D
fór smá swing og þetta var eins og svell.
Er að spá í að fara útá sand á morgun og testa.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kiddi on September 08, 2007, 21:46:03
Eru þetta ekki "circle track" slikkar??
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 08, 2007, 22:15:41
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on September 10, 2007, 00:32:21
Jæja,,,,

Þá er loksins búið að taka á tækinu!!!

Video tekið inn á sandi í dag.

http://www.youtube.com/watch?v=oJLdQmD6Lso
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gilson on September 10, 2007, 00:43:19
sándar vel  8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: edsel on September 10, 2007, 00:44:13
ekkert smá
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 16, 2007, 13:49:47
Endaði í 2. sæti. er ekki búinn að fá tíma ennþá.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Einar Birgisson on September 16, 2007, 14:24:22
Fínar myndir
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 17, 2007, 10:39:06
Já, hann er orðinn drulluflottur hjá þér bíllinn Stebbi!!
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gulag on September 17, 2007, 10:53:46
440 blown 'Cuda.. = 2 sæti ?
hvaða græja vann þetta eiginlega?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: baldur on September 17, 2007, 11:24:56
Það var Mustang sem var á skófludekkjum.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on September 17, 2007, 12:00:25
Hann var ekki á skófludekkjum.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on September 17, 2007, 12:02:28
hí hí hí :^o
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: baldur on September 17, 2007, 12:05:56
Hvað kallast svona dekk þá?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1965 Chevy II on September 17, 2007, 14:41:42
Mæli með að allir í flokknum fái sér svona dekk,þetta var í fyrsta skipti sem það var gaman að horfa á þennann flokk.
Title: Togleðurshringir.
Post by: eva racing on September 17, 2007, 14:55:50
Hæ.
  dekkin voru svona. sk..hóst sóst....dekk.
 Gaman væri að sjá þann rauðnefjaða skoðunarstrump sem ætlar að samþykkja þessi dekk (og sjá myndir af eymingartækjunum)
  (smælíkallar)  mjög loðnir "sjálfhreyfirennireyðartogleðurshringir"
  Til hamingju með sigurinn.....
Og einsog hinn sagði..... bara allir á svona og voða gaman....
   Taka bara á því strax hvort dekkin verði áfram lögleg.....

kv. Valur Vífils.. frv. Sjálfhreyfirennireyðarhjóltogleðurstæknir.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Gulag on September 17, 2007, 15:02:17
eru þetta þessi "ekki" skófludekk?

http://[img]http://www.foo.is/albums/sandur20070916/IMG_1592.sized.jpg[/img](http://)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kiddicamaro on September 17, 2007, 15:33:53
þetta leyfilegt og terrurnar bannaðar :shock:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Valli Djöfull on September 17, 2007, 17:14:38
(http://www.dog8me.com/kvartmila/skofluedagotudekk.JPG)

hehe, jahh, ekki myndi ég vilja nota þetta sem götudekk allavega  :lol:

En ekki væri verra að finna svona ef maður léti sér detta í hug að prófa sandinn einhverntíman  8)
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Skúri on September 17, 2007, 18:19:12
Eru þetta ekki frontrunnerar fyrir sand? Mig minnir allavega að ég hafi séð þessi dekk á erlendum sandspyrnu myndum og eins til sölu í Four Wheeler og álíka blöðum.

Með kveðju Kristján Kolbeinsson
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Einar Birgisson on September 17, 2007, 18:22:16
http://www.sandtiresunlimited.com/sandtire1.html#1200
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: baldur on September 17, 2007, 18:22:26
Nei þetta eru afturdekk með mjóum kubbum sem ná þvert yfir dekkið með frekar löngu millibili og svo ein rönd í miðjunni. Munurinn á þessu og skóflum er að skóflurnar grípa bara almennilega í eina átt á meðan þessi gefa stuðning í allar áttir.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Skúri on September 17, 2007, 19:12:09
Annars man ég eftir annsi skrýtnum dekkjum sem Hálfdán notaði undir Mustangin sinn á sandspyrnukeppni um verslunamannahelgin ´88 á Melgerðismelum í Eyjafirði. Sem var í minningunni alvega skelfilega léleg keppni (gæti haft eitthvað með ölvun að gera, en held samt ekki) Gaman væri ef einhver ætti mynd af þessum dekkjum.
ps. þetta er annars helv... flott Cuda hjá þér

Kveðja Kristján Kolbeinsson
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Racer on September 18, 2007, 19:48:45
eru þetta desert eitthvað dekkinn?
Title: sigur
Post by: GO 4 IT on September 21, 2007, 23:34:17
Mér langar að óska siguvegarunum í þessum flokki til hamingju með sigurinn. Ég vona að mönum líði vel að vinna á þenan hátt, getur verið að einhver teings séu milli keppanda og keppnisstjórnar. Kanski tóku men ekki eftir því að þessi keppandi átti ekki heima í þessum flokk svona dekkjaður.
Kveðja Magnús.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 22, 2007, 00:15:20
Hvert ert þú að fara?

kv
Björgin
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján F on September 22, 2007, 00:59:47
1. Mótorhjól(tvíhjólaflokkur, krosshjól, endurohjól, bifhjól)
2. Fjórhjól (einnig þríhjól)
3. Vélsleðar
4. Fólksbílar (ein drifhásing)
5. Útbúnir fólksbílar
6. Jeppar (einnig fjórhjóladrifs fólksbílar)
7. Útbúnir jeppar
8. Opinn flokkur

Skilgreiningar á flokkum, kröfur, reglur um útbúnað og takmarkanir:

1. Mótorhjólaflokkur:
   1. Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð hjól. Tvíhjól.
   2. Allar breytingar leyfðar.
   3. Engin hámarkstærð á vél.
   4. Engin hámarksþyngd.
   5. Skylt er að loka framgjörð. Mælt er með áli tryggilega festu með plastströppum.
   6. Dekkjabúnaður verður að vera úr gúmmíi, málmspyrnur bannaðar.
   7. Bremsubúnaður skal virka eðlilega ( fram og afturbremsur ).
   8. Lágmarksfjöðrun að framan 50 mm fyrir götuhjól.
   9. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu skylda.
   10. Leðurgalli (smekkbuxur og jakki, samrennt eða heilgalli), kross-stígvél með stáltá og kross-brynja, auk hefðbundins öryggisbúnaðar skylda (hjálmur o.þ.h.).

2. Fjórhjólaflokkur:
   1. Fjórhjól og einnig þríhjól.
   2. Allar breytingar leyfðar.
   3. Engin hámarkstærð á vél.
   4. Engin hámarksþyngd.
   5. Dekkjabúnaður verður að vera úr gúmmíi, málmspyrnur bannaðar.
   6. Bremsubúnaður skal virka eðlilega ( fram og afturbremsur ).
   7. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu skylda.
   8. Leðurgalli (smekkbuxur og jakki, samrennt eða heilgalli), kross-stígvél með stáltá og kross-brynja, auk hefðbundins öryggisbúnaðar skylda (hjálmur o.þ.h.).

3. Vélsleðaflokkur:
   1. Skylt er að loka gati fremst á skíði, sé það til staðar
   2. Nítró leyft.

4. Fólksbílaflokkur:
   1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
   2. Aðeins ein drifhásing. Fjórhjóladrifin ökutæki fara í jeppaflokk.
   3. Hæðarmunur fremst og aftast á síls má ekki vera meiri en 10 cm.
   4. Hámarks hæð hjólbarða skal mælast 33".
   5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða með plast húsi skal vera veltibogi.
   6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 sek. skulu hafa veltibúr.
   7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   8. Fjarlægja má innréttingu úr ökutækjum sem eru með veltibúr.
   9. Óheimilt er að fjarlægja boddýhluti af eða úr ökutækjum, hvorki fyrir eða á meðan keppni stendur yfir, þar með talið vélarhlíf, hurðir og önnur lok.
   10. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð, óskornir og standi ekki út fyrir óbreytta brettabrún.

5. Útbúinn fólksbílaflokkur:
   1. Lágmarksþyngd ökutækis er 1.300 kg.
   2. Upphaflegur hvalbakur eða eins útlítandi á upphaflegum stað, úr sömu efnum af sömu efnisþykkt er skylda.
   3. Ótakmarkaðar breytingar leyfðar á vél.
   4. Óheimilt er að fjarlægja hluti af eða úr ökutækjum í keppni.
   5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða plast húsi skal vera veltibogi.
   6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 skulu hafa veltibúr.
   7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   8. Dekkjabúnaður er opinn.

6. Jeppaflokkur:
   1. Drif á fjórum hjólum sem eru öxultengd við vél.
   2. Hjólbarðar mega ekki ná út fyrir brettabrún.
   3. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða plast húsi skal vera veltibogi og minnst 4 punkta öryggisbelti.
   4. Óheimilt er að fjarlæga bretti, vélarhlíf eða framstykki.
   5. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 skulu hafa veltibúr.
   6. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   7. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð. Dýpka má slitraufar.

7. Útbúinn jeppaflokkur:
   1. Lágmarksþyngd ökutækis er 1.200 kg.
   2. Drif á fjórum hjólum sem eru öxultengd við vél.
   3. Vél skal vera bílvél, ótakmarkaðar breytingar leyfðar.
   4. Veltibúr og minnst 4 punkta öryggisbelti skylda, öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   5. Óheimilt er að fjarlægja hluti af eða úr ökutækjum í keppni.
   6. Dekkjabúnaður er opinn.

8. Opinn flokkur:
   1. Allt sem ekki kemst í aðra flokka.
   2. Ótakmarkaðar breytingar leyfðar á vél.
   3. Dekkjabúnaður er opinn.

Ennfremur gildir um útbúna flokka og opinn flokk:
   1. Ballest og nítró er leyft.
   2. Höfuðrofi, sæti með háu baki og sprengiheld kúplingshús skylda.
   3. Sprengimotta eða hlíf á sjálfskiptingu skylda sé tími undir 4,99 sek.
   4. Eldsneytis og rafgeymir skulu vera utan farþegarýmis í lokuðum bílum.
   5. Hjólbarðar skulu vera úr gúmmíi, keðjur eða áboltaðar/soðnar spyrnur eru bannaðar.
   6. Í útbúnum og sérsmíðuðum flokkum eru skófludekk eða skófluskorin dekk skylda.
   7. Ökutæki undir 4,99 sek. þarf veltiboga í lokaðan bíl en veltibúr í opinn bíl. Veltibúr er skylda í öllum bílum sem fara undir 4,50 sek.

Allt flokkar eru tveir:
   1. Allt flokkur hjóla og vélsleða
   2. Allt flokkur annara ökutækja

Allt flokkar eru flokkar sem heimilt er að keyra í lok hverrar keppni.  Skráning er á keppnisstað og verður viðkomandi keppnistæki að vera skráð í keppni til að mega taka þátt.  Undanþágur frá þessu er keppnisstjórn heimilt að veita á keppnisstað, en skal þá keppandi greiða sérstaklega fyrir þáttöku.

Flokkurinn er keyrður með útsláttar fyrirkomulagi og raðað í flokkinn eftir besta tíma ökutækis úr flokkakeppni.  Byrjað er á lakasta tíma, þá næstlakasti tími og svo framvegis.  Ef ökutæki hefur ekki keppt í flokkakeppni skal það teljast með lakasta tímann.  Séu fleiri en eitt tæki skráð, án þáttöku í flokkakeppni skal dregið um rásröð þeirra (frá lakasta tíma.)  Ræst skal á jöfnu með "pro tree".


Reglum þessum var síðast breytt 14. ágúst 2006 á mánudagsfundi.
Keppnisstjóri, stjórn Bílaklúbbs Akureyrar

Eru þessar reglur í gildi ?
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: valdi comet gasgas on September 22, 2007, 01:04:52
ég held að skula spara orðin sín.
 billinn fær skoðun á þessi dekk  :wink:
EN men einga að skoða hjola flokkin hvað er að  :twisted:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 509 Camaro 68 on September 22, 2007, 03:56:16
Þá er það ekki spurning að fá sér svona barða fyrir næsta tímabil, hver er verðmiðinn á þeim bræður ? :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 22, 2007, 12:54:39
Björgvin vann þessa keppni, það er búið að úrskurða það í kærunefnd.
Til hamingju BÓ.

Í þeim reglum sem voru útgefnar á þessum tíma virðist ekkert vera sem
bannar þessi dekk, en svo er deilumál hvort útgefnar reglur eigi að vera
öðruvísi en þær eru í sambandi við það hvað var ákveðið á aðalfundi.
varðandi DOT regluna.

En hvað keppnishald varðar er að sjálfsögðu ekki hægt að hanka menn
á reglum sem eru hvergi útgefnar.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: valdi comet gasgas on September 22, 2007, 13:45:34
:lol: Til hamingju BÓ  :P
Title: Reglur
Post by: GO 4 IT on September 22, 2007, 15:18:54
Það væri gaman að sjá þessar regunar sem giltu fyrir þessa keppni, svo að maður sé ekki að fara með einhverjar fleipur. Ég ættlaði að mætta í jeppa flokk, má sem sagt vera á 4 svona dekkjum í jeppa flokk. Gott væri að vita það fyrir næsta sand.
Kveðja Magnús.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on September 22, 2007, 15:26:58
Tókstu þetta ekki af BA.is?

ef svo er. þá eru þetta einu útgefnu reglurnar fyrir þessa keppni.

Ég mundi ekki vera að splæsa í dekk strax, á von á að þetta verði leiðrétt.
því ef þessi dekk eru leifð þá eru allar skóflur leifðar, því skilgreiningarmunur er enginn.

Hinsvegar geturu splæst í svona dekk og farið í útbúinn jeppaflokk,
salta þessar torfærugrindur.
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on October 15, 2007, 19:36:51
Tekinn var svíngur með boostmæli, hann sló í 13 psi mest,
sem er 1 psi meira estimated boost chart hjá weiand gerir ráð fyrir :)

Ég tek það sem svo að eitthvað hafi tekist í uppgerðinni á þessum blásara..
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on October 15, 2007, 19:42:15
fottur er þá ekki næst að sjæna kaggan :wink:
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on October 15, 2007, 19:45:13
ég er eiginlega búinn að ákveða að fara í aðalbílinn næst :)
Hann er búinn að vera fyrir í skúrnum nógu lengi..
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on October 15, 2007, 20:05:37
já skitur gerist
Title: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on October 15, 2007, 23:23:28
Það var að sjálfsögðu tekið video af þessu í dag. Myndavélinn mín er ekki alveg að höndla hljóðið í Cudunni á gjöfinni.

http://www.youtube.com/watch?v=KPIs4-L_Tyw
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on May 05, 2008, 14:30:17
Jæja, Sandur um næstu helgi

Allt að ske.................

(http://farm4.static.flickr.com/3240/2468060886_40991c8e35.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3102/2467232593_509a7d5831.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3279/2468056436_4ae3742171.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3201/2468053892_31f6c60d17.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on May 17, 2008, 01:30:57
Stebbi nokkuð stokkið getur,
sveigar fyrir menn.
Kanski næst hann keyri betur
kastið sé í denn?

(http://farm3.static.flickr.com/2284/2497631715_f4339594d8.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on May 17, 2008, 01:39:06
'Cudunni loks klambrað saman
og sett á jeppadekkin,
Á sandi sigra mann og annan
en gekk það þó víst ekki.

Þá skrúfuð undir skófludekkin
skild'ég geta haft'ann,
Þaninn allur mótorinn
en prjónar bara að aftan.

(http://farm3.static.flickr.com/2073/2497660809_2cb82c5828.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on June 16, 2008, 12:19:37
http://youtube.com/watch?v=5s6IZx7QHfQ
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Óli Ingi on June 16, 2008, 12:33:28
Góður Stebbi, svona á að gera þetta
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Krissi Haflida on June 16, 2008, 12:45:37
Góður stebbi  =D> 8-)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on June 16, 2008, 12:48:49
Já sæll

(http://i294.photobucket.com/albums/mm110/teddif/drift/IMG_2741.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1966 Charger on June 16, 2008, 16:59:55
Þetta er sko MOPAR ACTION hjá Stebba!

Þetta verður bílaíþróttamynd ársins.

Ragnar
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on June 16, 2008, 17:09:24
Þessi mynd var líka á bmwkraftur spjallinu,
(http://farm4.static.flickr.com/3026/2580812643_d1bf28c0d1_o.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: cv 327 on June 16, 2008, 18:50:07
Bara TÖFF =D>
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on June 30, 2008, 14:16:20
Helvíti gaman á kvartmílu, náði 2 þokkalegum ferðum í tímatöku, 10,697 @ 109mph og 10,727 @ 114 mph
gírinn dugði ekki alveg alla leið svo ég var kominn í útslátt og vesen löngu fyrir endamark, sem ústskýrir þennan endahraða :)

sló þessum tíma inn í horsepower calculator og fékk út 632 hö, en ef ég sló inn endahraðanum kom út 370 hö  :lol:
ef einhver á fleiri myndir og/eða video af bílnum í keppninni má viðkomandi endilega senda mér það á coronet@simnet.is

mynd frá frikka
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Geir-H on July 01, 2008, 14:53:31
Flott hjá þér! Gaman að sjá ykkur koma í bæinn og prófa! En hvað kom fyrir hjá þér þarna í síðasta runinu
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on July 02, 2008, 09:53:03
Ég lenti í einhverjum olíuleifum í startinu og missti hann í spól, svo hookar hann á full power á þá gaf sig aftari krossinn í drifskaftinu
og skaftið lék lausum hala undir gólfinu, grís að maður ákvað að henda drifskaftsbaulu í fyrir keppni :)
Hefði verið vit að endurnýja krossana líka fyrir reis, en satt að segja átti ég aldrei von á þessu trakki og vinnslu..
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Óli Ingi on July 02, 2008, 12:13:23
Það var bara snilld að þú skildir mæta með tækið Stebbi og gaman að horfa á, Og vinnur líka svona sultufínt!! Á að mæta aftur í sumar eitthvað? Hvaða hlutfall ertu með? Rúlluás og hærra drif er þetta þá ekki klárt!!  :mrgreen:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on July 02, 2008, 12:28:23
ég reikna ekki með að koma aftur í sumar.. er heldur blankur og þarf að smíða og græja til að uppfylla ýmsar öryggisreglur fyrst ég fór þennan tíma..
og allt sem ég geri í þeim atriðum núna yrði bara töpuð vinna sem yrði svo skorið úr í vetur... ég geri leifarnar bara upp í vetur og mæti galvaskur
í GF á næsta ári og steyki þig!!  :twisted:  :lol:
ætla bara að setja fullan kraft í aðalsportið núna sem er að sjálfsögðu sandspyrna.

ég er ekki sure á drifinu, hælt það væri 4.10 sem ég var að setja í en klikkaði á að telja það út.
Ekki fer ég að skifta út gæða street hemi purple skaftinu.... það er eina tjúnn stykkið í rellunni!!  :D
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on July 02, 2008, 19:00:51
já sniðugt vantar eitthvað upp á örygisatriði :-k þá er mjög gott að setja svona bila í OF flokk allir velkomnir þar  :???: miklu nær að keira 9,90 10,90 11,90 :roll:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on July 03, 2008, 09:45:35
Þetta var nú ekkert varasamt í keppninni, bremsur og stýri skothelt, er með boga, stóla,belti, baulu og allt þetta helsta..
það vantar aðallega einhver 3 rör framan á bogann minn og svo eitthvað til að festa þau í :)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 954 on July 03, 2008, 23:39:39
Hehehe er það ekki helst að vanti eitthvað til að festa í að framan...........................
Annars ertu ÖRUGGLEGA með bestu loftræstinguna............
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on July 26, 2008, 00:02:05
Í tilefni að þessi cuda fær ekki að keppa sökum dekkja í drifti og þurfti að hætta keppni í mílu eftir að detta í svaða spól eftir huntsið, þá hvað ég þetta,


Aksturinn er eintómt spól,
olían af versta tagi.
Enginbremsa ónýt hjól,
allt í þessu fína lagi.
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on August 03, 2008, 02:19:03
Stebbi fötum sneiðirs sig
Snöggur eins og alltaf,
Ekki getur enn girt sig,
Enda tapar alltaf.'

(http://farm4.static.flickr.com/3197/2726265953_9dcd586268.jpg)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Einar Birgisson on August 03, 2008, 10:46:02
Hann er víst mjög heitur dansari senjor Cuda Steve ........
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: 1966 Charger on August 03, 2008, 11:23:04
Í tilefni að þessi cuda fær ekki að keppa sökum dekkja í drifti og þurfti að hætta keppni í mílu eftir að detta í svaða spól eftir huntsið, þá hvað ég þetta,


Aksturinn er eintómt spól,
olían af versta tagi.
Enginbremsa ónýt hjól,
allt í þessu fína lagi.

Og að því tilefni að  Sir Anton Continental er farinn að eigna sér vísu* sem birtist m.a. í fréttablaði Bílaklúbbs Akureyrar í janúar 1976 þá kemur tvennt til:


Hann hefur byrjað að yrkja á sáðfrumustiginu og þá á þetta við:

Klambraði saman kvæði
og kyrjaði í legi.
Þegar hann var sæði
seint á laugardegi.


......eða fæðingarárið hefur fokkast verulega upp í þjóðskránni og kallinn er eldri en þar segir:


Ölið er honum kyngikraftur
á kappan rennur æði.
Rembist við að yrkja aftur
annarra manna kvæði.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Anton Ólafsson on August 04, 2008, 00:39:43
Í tilefni að þessi cuda fær ekki að keppa sökum dekkja í drifti og þurfti að hætta keppni í mílu eftir að detta í svaða spól eftir huntsið, þá hvað ég þetta,


Aksturinn er eintómt spól,
olían af versta tagi.
Enginbremsa ónýt hjól,
allt í þessu fína lagi.

Og að því tilefni að  Sir Anton Continental er farinn að eigna sér vísu* sem birtist m.a. í fréttablaði Bílaklúbbs Akureyrar í janúar 1976 þá kemur tvennt til:


Hann hefur byrjað að yrkja á sáðfrumustiginu og þá á þetta við:

Klambraði saman kvæði
og kyrjaði í legi.
Þegar hann var sæði
seint á laugardegi.


......eða fæðingarárið hefur fokkast verulega upp í þjóðskránni og kallinn er eldri en þar segir:


Ölið er honum kyngikraftur
á kappan rennur æði.
Rembist við að yrkja aftur
annarra manna kvæði.

Góðar stundir

Ragnar



Kæri Sáli,,,


Áður en að ég læt drekkja mér í kærum fyrir ritstuld, þá verð  ég nú að krafsa í bakkann,
Ekki ætlaði ég mér að eigna mér þessa fínu stöku, var með hana í hausnum og skellti henni á Stefán kvöldið góða sem ég skrifaði hana á netið.
Hefði átt að skrifa eitthvað annað en "hvað ég þetta" t.d á þessi staka vel við núna.



Sáli illa skrifar um
sárþreyttan drengstaula.
Sem illa sér fyrir Fordum,
skammirnar sem á hann baula.
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 27, 2008, 02:34:43
Rútan fer frá Akureyri klukkan 13:00 á morgun LAUGARDAG og er kominn á áfangastað klukkan 15:00 samdægurs


Setti hér leiðatöfluna í heild sinni til þín Anton.
http://www.nat.is/travelguideeng/bus_stop_akureyri_egilsstadir.htm
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Geir-H on December 27, 2008, 03:55:11
427 BBC það er klárt  :lol: 8-)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Moli on December 27, 2008, 17:27:11
:lol:

hehehe... rútan í Sólheima...? Hvaða Sólheima og hvað er Stebbi að vilja þangað? hehehe  :mrgreen:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Tiundin on May 07, 2009, 23:52:19
Er ekki eitthvað að gerast hér núna?
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on May 08, 2009, 08:15:27
skilst að eigandi sé á fullu með slípirokk að skera og smíða hana upp =D>
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Tiundin on May 09, 2009, 20:42:43
Já, ég sá það í gær, að það er mikill niðurskurður í cudunni núna  :P
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Moli on May 15, 2009, 22:52:39
Eigum við ekki að sjá hvernig hann var þegar hann kom til landsins, var víst búinn að lofa Stebba kallinum þessum myndum fyrir lööööngu.  8-)

(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/bakki/cuda_steve_1.JPG)
(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/bakki/cuda_steve_2.JPG)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Björgvin Ólafsson on May 17, 2009, 23:46:07
Svona er hann svo í dag.......

(http://farm3.static.flickr.com/2073/3540818592_8a5c972221_o.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3349/3540007905_52902c4050_o.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2443/3540007767_6f36180051_o.jpg)

kv
Björgvin
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Serious on May 18, 2009, 00:46:28
Flott hjá Stebba en verður hann tilbúinn fyrir fyrsta sand?
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on May 19, 2009, 09:24:25
Takk fyrir myndirnar...

það kemur bara í ljós hvort ég nái sandi...
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Serious on May 19, 2009, 11:16:33
Hálf tómlegur að aftan greyið  8-[
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Robbi on October 30, 2010, 19:14:45
Hvernig er staðan á þessari í dag ? er hún en eins og síðustu myndir hér í þessum þræði sýna eða er hún aftur kominn á ról!!!

Kv einn að drepast úr draummórum og mopar áhuga
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on November 01, 2010, 12:27:59
Það er nú lítið búið að ske undanfarið árið en síðan þessar myndir voru teknar er búið að smíða prófílgrind í hann að aftan og grindartengja en ekkert gólf eða hásing.
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: vesley on January 26, 2014, 23:40:28
Hvað er að frétta af þessum í dag ? Enn til ?
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2014, 09:47:21
já hann er hér inn í skúr að hvíla sig :D
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on January 29, 2014, 12:59:07
Hann er inní skúr hjá mér.. lítið búið að gerast, nema það er komin grind í hann að aftan og búið að versla ýmiskonar sorp fyrir milljón..
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on January 29, 2014, 22:07:22
heyrði ég ekki rétt að hann gæti verið falur nú :wink:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Hr.Cummins on January 30, 2014, 09:03:41
engar svona getgátur.... verðmiða á kvikindið.. :mrgreen:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Dodge on January 30, 2014, 09:58:51
Hann fæst á 1,8 mills með öllu skraninu... veit ekki hvort einhver sé til í að kaupa leifar af bíl fyrir svoleiðis fé :D
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on March 08, 2014, 13:21:26
svo er hann bara seldur nú ussss
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: dart75 on March 09, 2014, 23:48:29
bíiddu er hann seldur ?
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on March 10, 2014, 09:43:12
já sá sem tók cuduna hans Bjössa tók þennan líka :wink:
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Moli on March 10, 2014, 17:06:12
já sá sem tók cuduna hans Bjössa tók þennan líka :wink:

Challengerinn....  8-)
Title: Re: '73 'Cuda - Myndir.
Post by: Kristján Skjóldal on March 10, 2014, 18:24:02
he he já það var vist svoleiðis :D