Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: trommarinn on November 08, 2008, 11:33:59

Title: camaro 1982
Post by: trommarinn on November 08, 2008, 11:33:59
Jæja ég verslaði mér camaro... 8-) þetta er 1982 árgerðin og er allveg ryðlaus bíll!!! hann var gerður upp árið 2000 minnir mig á Hellu og þá var allt tekið og sandblásið og allur bara tekin í gegn. Hann er með 350 ci vél með flattopp stimplum, heitum knastás, Edelbrock álheddum, rúllu rockerörmum, Performer RPM milliheddi, 600 cfm Holley pumpu, 350TH skiptingu, B&M skipti, Álfelgur 15x7 að framan og 15x8 að aftan, Ný afturdekk 275/60/15. Hann keyrir og gerir allt fínt, er á númerum svo tóku við feðgarnir rúnt á honum á landveginum :lol:
ég á nokkra hluti á sellfossi sem fylgir með bílnum á bara eftir að sækja þá :wink: en það er t.d. önnur afturhásing, rúðupissdallur, orginal felgur allan hringinn, háuljósarofinn og eitthvaðfleira, svo fylgdi bílnum önnur sía sem er eitthver meiri þrístingur á :???:, annar sviss, hraðamæla barki og annað mælaborð......
það sem þarf að gera er að skifta um afturhásingu því fyrri eigandinn braut hana og sauð þannig hún er að svíkja svo er að skifta um mælaborð því það vantar bensínmælirinn og hann keyfti bara mælaborð sem er flottara 8-), skifta um háuljósa rofann, hraðamælabarka og rúðupissdall þá held ég að hann eigi að renna í gegnum skoðun :D
Læt myndir fylgja með af gripnum 8-) afsakið hvað hann er skítugur að utan jafnt sem innan hann verður settur inn strax og við erum búnir að fara á honum niður á næstu bensínstöð og taka bensín :)
Title: Re: camaro 1982
Post by: @Hemi on November 08, 2008, 11:53:46
til hamingju með Cammann





(hefði frekar tekið Pontiac Trans Am/Firebird  :twisted:  8-)  \:D/ )


en engu að síður nánast sama stuffið, flottir bílar ;)
Title: Re: camaro 1982
Post by: Camaro-Girl on November 08, 2008, 19:05:15
Til hamingju :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hansen Daðason on November 08, 2008, 19:40:34
Flottur þessi. Hvaða grams á að fara í hásinguna og hvernig hásing ?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on November 08, 2008, 20:30:24
þetta er bara splittuð hásing sem er undan allveg eins camaro, fyrri eigandi sauð mismunadrifið fast þess vegna er ég að skifta :D en það er allveg magnað að keyra þetta tæki 8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: edsel on November 08, 2008, 21:26:02
til hamingju með þennan, stóri bróðir vinar míns átti einusinni svona bíl en seldi hann, getur verið að þetta sé hann, er möguleiki á að fá að sjá eigendaferilinn til að sjá hvort það sé þessi?
Title: Re: camaro 1982
Post by: Racer on November 08, 2008, 21:38:27
hvað heitir stóri bróðir vinar þíns?
Title: Re: camaro 1982
Post by: kobbijóns on November 08, 2008, 22:15:12
ég á svartar aftur ljósahlífar á svona bíl ef þú hefur áhuga
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on November 08, 2008, 23:10:15
já væri til í að sjá eigendaferil bílsinns ef eitthver getur fundið hann :eek:
Title: Re: camaro 1982
Post by: jeepcj7 on November 09, 2008, 01:44:13
Er þetta bíllinn sem Eddi K átti ca.2000,hann átti gulan skratta og portaði til edelbrock álhedd og eitthvað stöff í hann.
Var þá allavega mjög heill bíll og svínvirkaði skildist mér.
Title: Re: camaro 1982
Post by: Kristján F on November 09, 2008, 02:02:41
21.08.2008     22.08.2008     26.08.2008 Stefán Hjalti Helgason     Látraströnd 1     
12.07.2002    17.07.2002    17.07.2002        Sigurður Haukur Einarsson    Baugalda 17    
06.06.2002    13.06.2002    13.06.2002        Jónas Kristinn Gunnarsson    Kjarrhólmi 8    
28.01.2002    28.01.2002    30.01.2002        Guðrún Erla Björnsdóttir    Fannborg 9    
19.10.2000    19.10.2000    20.10.2000        Bílaverkstæði Edda K. ehf    Borgartúni 26    
04.11.1999    05.11.1999    09.11.1999        Sævar Pétursson    Tjarnargata 38    
01.04.1997    03.04.1997    16.04.1997        Pétur Jóhann Sævarsson    Sólvallagata 40a    
19.09.1994    21.09.1994    21.09.1994        Guðleifur Guðmundsson    Kirkjubraut 30    
02.08.1994    17.08.1994    17.08.1994        Arnbjörg Sæbjörnsdóttir    Tjarnargötu 31    
28.06.1994    01.07.1994    04.07.1994       Þórir Gísli Sigurðsson    Fjallalind 106    
14.06.1994    15.06.1994    16.06.1994        Helgi Hannibalsson    Fagribær 2    
26.05.1994    07.06.1994    07.06.1994        Nína Rattana Preesong    Jórusel 2    
26.10.1993    27.10.1993    27.10.1993        Lúðvík Alfreð Halldórsson    Birkimelur 9    
17.07.1992    29.07.1992    30.07.1992        Sveinn Guðmundsson    Steinahlíð 5i    
09.08.1991    22.08.1991    23.08.1991        Guðbergur Ingólfur Reynisson    Súlutjörn 17    
31.07.1991    02.08.1991    02.08.1991        Elías Jóhann Róbertsson    Vallholt 18    
15.07.1991    08.07.1991    15.07.1991        Guðmundur Þór Jónsson    Bretland    
26.06.1991    28.06.1991    01.07.1991        Aðalgeir M Jónasson    Snægil 19    
31.03.1988    31.03.1988    31.03.1988        Rúnar Birgisson    Lyngbrekka 10    
16.03.1988    16.03.1988    16.03.1988        Alda Baldursdóttir    Jaðarsel 6    
Title: Re: camaro 1982
Post by: Brynjar Nova on November 09, 2008, 02:14:35
Flottur cammi til lukku með hann :smt023
Title: Re: camaro 1982
Post by: Elmar Þór on November 09, 2008, 04:05:49
var þessi einu sinni hvítur?
Title: Re: camaro 1982
Post by: Anton Ólafsson on November 09, 2008, 04:08:49
Hvor er hvað?
Title: Re: camaro 1982
Post by: Moli on November 09, 2008, 06:53:04
Hvor er hvað?

...og hvor er hver?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on November 09, 2008, 12:02:05
ég á svartar aftur ljósahlífar á svona bíl ef þú hefur áhuga

hvað viltu fá fyrir þær?

en já þessi bíll var á Hellu alveg frá 2000 eða eitthvað þangað til núna í sumar svo keypti ég hann þá er hann kominn samasem aftur á Hellu  :D svo er allveg eins bíll á Hellu hann er einmitt gulur en hann er sjúskaðari og er held ég v6 :???:
Title: Re: camaro 1982
Post by: Racer on November 09, 2008, 12:21:55
ég á svartar aftur ljósahlífar á svona bíl ef þú hefur áhuga

hvað viltu fá fyrir þær?

en já þessi bíll var á Hellu alveg frá 2000 eða eitthvað þangað til núna í sumar svo keypti ég hann þá er hann kominn samasem aftur á Hellu  :D svo er allveg eins bíll á Hellu hann er einmitt gulur en hann er sjúskaðari og er held ég v6 :???:

ef þessi sjúkaði var með t-top og gamallri torfæruvél í þá já.

svo var ti-818 á hvolfsvelli í geymslu þá sem gulur transam.

svo Eddi K hefur ekki keypt bílinn aftur.. var að tala um það og sagði söguna af bílnum fyrir okkur á klúbbsfundi og þetta hljómaði sem fínasti gripur
Title: Re: camaro 1982
Post by: Halldór H. on November 09, 2008, 18:46:49
Eddi K gerði þennan bíl upp frá A-Z  um 2000, skelin var blá og kom að norðan.
Title: Re: camaro 1982
Post by: edsel on November 09, 2008, 23:15:51
nei þetta er ekki hann, verð að reina að komast að fastanúmerinu á honnum
Title: Re: camaro 1982
Post by: Ztebbsterinn on November 09, 2008, 23:32:08
Jú þetta er hann..

Hér eru myndir af honum í eigu vina míns, hann keypti hann af Edda K
Sömu felgur og alles..
(http://myndir.5aur.net/gallery2/d/28805-2/abc.jpg)
(http://myndir.5aur.net/gallery2/d/28736-2/aaa.jpg)
(http://myndir.5aur.net/gallery2/d/28801-2/aba.jpg)

..myndirnar eru bara svo lélegar að það sést ekki á númerið, berið bara saman myndirnar ofan í húddinu, þá sést það glöggt..
Title: Re: camaro 1982
Post by: Racer on November 10, 2008, 12:38:08
nei þetta er ekki hann, verð að reina að komast að fastanúmerinu á honnum

19.10.2000    19.10.2000    20.10.2000        Bílaverkstæði Edda K. ehf    Borgartúni 26 

víst ;)

þessi bíl var víst sameinaður úr tveim.
Title: Re: camaro 1982
Post by: edsel on November 10, 2008, 12:55:53
held að hann heiti haldór eða eitthvað álíka, en ég hugsa að þetta sé ekki hann nema að hann hafi ekki skráð hann á sig eða skráð hann á einhvern annan
Title: Re: camaro 1982
Post by: ingvarp on November 10, 2008, 17:32:29
til hamingju með þennann fína fák  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: Teitur on November 10, 2008, 17:54:33
djöfull er þetta heitur bíll shiittt 8-) en vert nú heima hjá þér á mrg
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 08, 2009, 19:11:34
Jæja smá svona hvað er verið að gera í bílnum.....
Málningin var byrjuð að flagna af undir afturhleranum og ég hreinsaði það allt upp og sprautaði þar undir og setti svo nýjan gúmmíkant...
svo var málning byrjuð að flagna af neðst á hurðum og ég er búinn að hreinsa öðrumegin af og kem til með að sprauta þar líka.
Hásingin er komin í hús og ætlum við feðgar að skifta um hana, svo verður skift um mælaborð, ljósarofa og sviss.
svo ætla ég að kaupa nýja kveikju og kertaþræði, ef enhver á svoleiðis þá má hinn sami senda mér pm...
Innréttinguna langar mig að skifta út fyrir aðra, hún er grá en mig langar í svarta(plöst, teppi og stólar), passa innréttingarnar bara úr 1982-1992 eða passar þær úr yngri camaroum líka?
Ný ventlalok verða keyft, hvar er best að kaupa þau?  :-k
hvernig kerti eru hentug fyrir svona vélar, semsagt hvaða tegund er best að kaupa?
svo verða verslaðar felgur, eru einhverjar hugmyndir um hvernig felgur væru flottar?


Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hansen Daðason on February 08, 2009, 23:06:00
eru einhverjar hugmyndir um hvernig felgur væru flottar?

Líst vel á þetta... Cragar SS/American Racing Torq Thrust II , flottast finst mér að hafa 5 arma undir honum og plís ekki negrafelgur !
Title: Re: camaro 1982
Post by: Serious on February 08, 2009, 23:18:24
Cragar felgur eru alltaf mjög flottar og klassískar en annars er þetta þinn bíll og þú ert að gera hann eins og þú villt hafa hann þannig að þú velur bara þær felgur sem þú villt sjá hann á annara álit á ekki að skipta svo miklu máli  8-)
Kv Jonni
Title: Re: camaro 1982
Post by: MoparFan on February 09, 2009, 12:24:59
Ef þú ert að spá í felgum þá bara mátaru þær hérna:

http://www.newstalgiawheel.com/wheel_visualizer.asp

þarna veluru lit á bílnum og stærð á felgum og bara mátar hvað þú vilt. Helvíti flott.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 09, 2009, 20:39:11
Já neinei kemur ekki til greina að setja enhverjar negra felgur undir [-( það er ekki minn stíll....
en já líst mjög svo á að láta cragar felgur undir bílinn 8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 21, 2009, 21:48:38
skommmm.....nú er dollarinn að verða nokkuð hagstæður og þá ætla ég að fá einhvað dót í camaroinn, hvar er best að kaupa hlutina?hjá summit?
svo með felgur þá ætla ég að fá cragar felgur þessar old school... 15" eða, passar það ekki flott?
kveikjan verður pöntuð nema þið vitið um einhverja góða með þráðum ekki rafmagns...
ventlalok verða fengin ný, gömlu eru byrjuð að riðga smá...
púst breytingar verða því það er bara eitt 3" rör frá flækjum....mig langar lúmst mikið í sílsapúst, er það einhvað sniðugt? eða er best að fá bara tvö 2" rör?
innrétting er grá, vonandi skiftút fyrir svarta og þá var ég að pæla með hvort ég geti fengið teppi og stóla úr yngri bíl, þá árgerð 2000 eða einhvað :???: og hurðaspjöld verða bara síðan klædd og toppur líka...
Og plííízzz endilega segið ykkar skoðanir, þarf á þeim að halda :wink:
svo verður mögulega pantaður líka plast toppur á bronco'inn og orginal speglar, þetta verður keyft af jeff sem er með bronco graveyard :P

kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: Kowalski on February 21, 2009, 22:01:11
Summit er fínt. Þú getur líka eflaust fundið eitthvað skemmtilegt hérna -> http://www.hawksthirdgenparts.com/camaro.aspx

En sílsapúst á 3rd gen er alveg stórt NEI að mínu mati.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 21, 2009, 22:32:21
er þá ekki sniðugast að fá tvö 3" frá flækjum og allveg afturúr? :-k
Title: Re: camaro 1982
Post by: Nonni on February 23, 2009, 08:39:30
Það er frekar erfitt að koma tvöfölldu pústi undir þessa bíla og það er hætt við að þú rekir pústið niður á hraðahindrunum.  Flestir fara í einfallt stórt.  Þú ættir að skoða púst hlutann á www.thirdgen.org þar er fjallað um alla þessa hluti.

Það er ekkert mál að setja stóla úr yngri bílum í, ég fékk mér leðursæti úr 2002 Transam með öllu rafmagni í öllu, pössuðu beint í gömlu festingarnar og tengivinnan mjög auðvelld.

Þú ættir að skoða spjallborðið og greinarnar á www.thirdgen.org mjög vel, þar eru margar mjög fróðlegar greinar og ef maður notar search hnappinn þá finnur maður yfirleitt það sem maður leitar að (það sem okkur dettur í hug að spyrja um hefur yfirleitt verið afgreitt áður).

kv. Jón Hörður
Title: Re: camaro 1982
Post by: Racer on February 23, 2009, 18:10:47
alltaf hægt að sameina það fyrir aftan hásingu.. mér finnst synd þessi beygja samt
Title: Re: camaro 1982
Post by: Nonni on February 23, 2009, 19:21:18
Vandamálið er ekki fyrir aftan hásingu!  Það er gert ráð fyrir einu röri farþegameginn og gert ráð fyrir því yfir hásinguna þeim megin.  Þó það sé allt hægt þá er erfitt að koma því yfir hásinguna bílstjóramegin og hæð undir lægsta punkt þeim megin minnkar fyrir framan hana.
Title: Re: camaro 1982
Post by: Teitur on March 20, 2009, 01:46:00
er þetta dautt hjá þér tóti við smíðum bara eitthvað djöfulsins púst helst tvöfalt 3'' :lol: og skellum okkur á bíladaga :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: Racer on March 20, 2009, 01:53:46
verð að segja að tvöfalt 3" er of mikið , frekar 2x 2" eða 2x 2.5" frekar
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on March 20, 2009, 11:03:24
Ég finn einhvað sniðugt :D, en það sem er búið er að gera, sprauta neðst á hurðum, panta ventlalok, pakkningu og skrúfur...ég er búinn að skifta um mælaborð og svo hitt og þetta smádót

kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: Teitur on March 23, 2009, 02:10:39
verð að segja að tvöfalt 3" er of mikið , frekar 2x 2" eða 2x 2.5" frekar

neinei 3'' og ekkert bull þetta verður að sounda mikið :twisted:
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on April 17, 2009, 22:08:48
Jæja ventlalok komin og er búinn að setja þau í  8-)

Hugmyndin um pústið var að hafa bara einfalt 3" og svo koma tvö úr kút fyrir aftan hásingu, magnaflow kútur eða svoleiðis....það er ein hugmynd.

Læt myndir fylgja, nokkrar af nýju og ein af gömlu  8-)

kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 07, 2009, 19:02:42
jæja smá að frétta af camaro :P
Ég er búinn að taka miðstöðvarhlífina eða kælirinn því hann tók svo mikið pláss og setti aðra hlíf sem fór ekkert fyrir.
Nýja kvarðarörið komið á sinn stað, hraðamælabarkinn líka, þá er bara háuljósarofinn eftir og gangstilla fyrir skoðun jeiiiii :D
tók hann út og smellti nokkrum myndum af honum þegar ég var búinn að skola af honum.
Svo á mánudaginn kaupi ég ný kerti og stilli bensínblönduna, hann fær alltof sterka blöndu :???: hvar geri ég það er það skrúfa framaná blöndungnum?
Ætla mér að versla tvöfalt pústkerfi undir hann eða svona cat-back dæmi, og crome flækjur fá smá ruddalegt hljóð.
Á von á orginal felgum sem ég mun hafa annan gang af dekkjum á í sumar, hægt að tæta og trylla.

sést á mynd fyrir neðan hlífin sem ég setti.

kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on June 07, 2009, 20:18:38
Dundur Camaro, er ad feela smekkinn tinn drengur!

Til hamingju og tessi er ekkert verri en Broncoinn tinn!
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 07, 2009, 20:45:21
takk fyrir það  :P
Title: Re: camaro 1982
Post by: bluetrash on June 07, 2009, 22:27:12
flottar mndir og snyrtilegur bíll.. En hvað er málið með afturhleran ef ég má forvitnast?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 07, 2009, 22:30:48
hann fellur ekki allveg rétt í útaf nýja þéttikantinum en þetta á bara eftir að stilla :)
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on June 13, 2009, 15:37:40
Glæsilegt hjá þér Þórhallur, það er gaman að sjá hvað þú hefur verið að gera fyrir bílinn. Þar er allt annað að sjá ofan í vélarsalinn eftir að þú settir í hann nýja miðstöðvarkassann og er það ekki munur að vera með rúðupissið virkt.

Varðandi blöndunginn þá vilja þessir Holley blöndungar oft verða leiðinlegir þegar þeir eldast ég var aldrei alveg sáttur við blöndunginn og fannst hann misjafn, einn daginn fínn en þann næsta ekki. Ég ráðlegg þér að athuga með Edelbrock blöndung 600 cfm sem hefur partnúmer 1406. Það er til hellingur af þeim blöndungum hér á landi, þetta eru skemmtilegir blöndungar og eru að koma vel út í bílum sem á að nota að einhverju ráði. Þá hafa þeir verið að koma vel út í eyðslu og eru góðir fyrir hestöflin. Það er vafalaust hægt að finna svona blöndung til að prófa eða að athuga hvað Bílabúð Benna er að selja þá á í dag. Varðandi Holley blöndunginn þá eru tvær loftskrúfur á fremri hluta blöndungsins til að stilla blönduna í hægagangi en ef hann er of sterkur í keyrslu þá þarf að minnka í honum jettana.

Ef ég á að gefa þér ráð varðandi pústkerfið þá skaltu halda þig við einfalt 3" púst, það er að flestu leiti betra en tvöfalt 2.5" púst og ætti að vera vel við vöxt fyrir mótorinn. Aðalmálið er að vera með góðar flækjur og góðan hljóðkút, fyrir þá sem vilja "ruddalegt hljóð" og litla mótstöðu þá má fara í Flowmaster hljóðkút fyrir 1982 Camaro, en vilji maður dempa hljóðið en halda lítilli loftmótstöðu þá myndi ég horfa eftir góðum Dynomax hljóðkút eða einhverju svipuðu. Það getur verið svolítið leiðigjarnt að vera með of miklar drunur, sérstaklega ef maður þarf að keyra langar vegalegdir en fyrir þá sem vilja hámarks kraft og öflug hljóð þá fer það vel saman. En ég myndi passa mig á því að ef kerfið verði einfalt að fá hljóðkút sem ætlaður er í þennan bíl með 3" stút inn og með tvo grennri stúta út.

Varðandi kveikjuna þá myndi ég halda mig við Hei kveikjuna, það eru góðar og traustar kveikjur.

Varstu búinn að skipta um hásinguna og gormana.

Gangi þér vel.
 
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 13, 2009, 17:11:57
Heyrðu jú það er betra að horfa ofaní vélarsalinn :D
Hann var farinn að ganga soldið truntulega þannig ég setti glæný kerti í hann og stillti einmitt þessar skrúfur á blöndungnum og hann er bara allt annar, gegnur fínt í hægagangi og er bara góður.
Ætlum að kíkja við í Bílabúð Benna og sjá hvað þeir eiga handa okkur, þá pústkút eða kerfi og þá blöndung.
Er ekki að leita af mestu hljóðunum sem verða svo óþolandi við keyrslu svona dags daglega, heldur bara nettu kerfi þar sem kúturinn ræður við öll hestöflin 8-)
langar rosalega í cat-back dæmi þar sem eitt 3" rör í og tvö 2,5" út  :???: flownmaster er ég að leita að.
Kallinn sem átti hann í sumar skifti um kvekju sagði að hún hefði verið einhvað léleg eða einhvað, og setti þá einhvað sem hann átti :???: ágætis kveikja, í rauninni ekkert að henni.
Ég fer og skifti út mismunadrifinu fljótlega, bara í þessum mánuði, setja hann aftur á grifjuna og vinna í þessu.
En hvað var með gormana :???: á aðra gorma sem ég fékk að framan.
Hann fer svo í skoðun í sumar, veit ekki alveg en það verður vonandi í sumar 8-)
kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: E-cdi on June 13, 2009, 18:50:59
geðveikur camaro 8)
Title: Re: camaro 1982
Post by: Belair on June 13, 2009, 19:16:39
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 13, 2009, 19:48:16
Takk fyrir það :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: einarak on June 13, 2009, 22:09:19
Flottur! gott að þú ert að halda þessum í standi.
Ef þú ert að leita þér að pústi þá geturu notað púst undan 92-02 bíl, það getur verið auðveldara að nálgast þau á góðu verði. Þau passa beint undir nema það þarf aðeins að rétta úr öftustu beygjuni.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 14, 2009, 14:22:02
já! djöfull yrði það töff, en vil ekki einhvað sem er alltof hávært, mæli þið með einhverju pústkerfi svona cat-back??? væri gaman að sjá myndir :???:
Title: Re: camaro 1982
Post by: Chevy_Rat on June 14, 2009, 15:43:29
Mæli eindreigið með því að þú verslir þér kæliviftu hlíf utan um þennann viftuspaða! sem þú ert með í bílnum hann kælir sig mjög lítið og illa nyður án hennar!,Og endirinn verður bara sá að ef þú gerir það ekki þá þú stútar þú þessum álheddum vegna mjög lélegrar kælingar á vél!.

Eða færð þér almennilegann tvöfaldan álvatnskassa með 2-stk rafmagns viftum!.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 14, 2009, 15:52:41
já!flott maður reyni að versla mér þetta :wink:
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 14, 2009, 16:52:39
heyrðu nei ætlaði að láta frænda minn keyra á bíladaga, ég er nú bara að verða 16ára(get ekki beðið eftir bílprófi [-o< ) en fer trúlega ekki :???:
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on June 15, 2009, 11:34:48
Flott ef þú hefur náð góðum gang í bílinn, Holley-inn er skemmtilegur þegar hann er í lagi.

Varðandi gormana þá eru afturgormarnir allt of stífir í þennan bíl (eru ætlaðir í eithvað annað en Camaro) og fjöðrunin þvi ekki eins og hún á að vera. Að framan eru gormarnir allt of slappir (gæti trúað að það væru gormar fyrir V6 bíl). Ef þú ert með orginal gorma fyrir V8 bíl þá myndi ég setja þá í, eins er hægt að fá aftermarket gorma sem eru ögn stífari en orginal og lækka bílinn lítillega eða um 1 til 2" eða þá að panta orginal Z28 gorma. Ég átti einu sinni 1985 Z28 með orginal gormum og sverustu balansstöngum eins og þær komu frá GM og þannig var bíllinn alger draumur í akstri, aksturseiginleikarnir voru frábærir án þess að bíllin væri of stífur, samt svolítið stífur.

Varðandi pústkerfið þá er hægt að fá sér tilbúið cat-back kerfi en eins og dollarinn er núna þá eru þau trúlega mjög dýr hingað komin, það er líka góður kostur að verða sér úti um góðan hljóðkút og láta smíða kerfi undir bílinn á góðu pústverkstæði eins og BJB í Hafnafirði eða einhverjum góðum fyrir austan.

Ef þú ætlar að fá þér aðrar flækjur í bílinn þá skaltu hafa í huga hvernig þær passa í bílinn, shorty flækjur eru nettari en þær löngu og þar af leiðandi er betra að koma þeim í og komast að startara án þessa að það kosti of mörg hefstöfl en þetta er allt smekksatriði.

Síðan er ein góð regla sem gott er að hafa í huga "If it aint broken don't fix it" það er nefninlega auðvelt að missa sig í að kaupa og kaupa hluti sem vantar kanski ekki til að gera bílinn betri, það hafa margir sprengt sig og misst áhugan þegar litið er til baka.

kv.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 15, 2009, 15:49:46
hvernig voru flækjurnar í þessum, þegar þú áttir hann? veit ekki hvort ég skifti um flækjur.
En fæmér trúlega cat-back á íslandi ef ég finn það, kanski að einhver lumi á því eða þá í Bílabúð Benna.
Ég á þessa orginal gorma úr v8 bíl að framan, set þá bara í  :D

kv. þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on June 21, 2009, 00:26:43
Ég man ekki betur en að flækjurnar hafi verið í fínu lagi.

Kíktu á afturgormana líka, ég gæti trúað að þeir hafi verið ætlaðir í eitthven jeppa og því allt of stífir fyrir camaro ég var amk ekki sáttur við þá og var að leita mér að hentugum gormum á Ebay rétt áður en þú keyptir af mér bílinn.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 21, 2009, 13:20:44
hvernig gormum mæliði með að aftan?
svo var ég að pæla í framtíðinni að ég og pabbi smíðum undir hann grindartengingar, er það allveg eins gott?, þá bæði bolta það á og sjóða.
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on June 22, 2009, 15:03:27
Hafðu þá bara í stíl við gormana að framan, ef það eru orginal V8 gormar þá myndi ég fá mér gorma að aftan ætlaða í Z28 bíl sömu árgerðar. Það myndi ekki passa að vera með lækkunargorma að aftan en ekki að framan. Eins og ég sagði áður þá hef ég mjög góða reynslu af orginal fjöðrun í 1985 Z28.

Grindartenging er örugglega góð hvort sem hún er boltuð eða soðin, sú soðna virkar samt trúlega betur.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 25, 2009, 14:54:11
Já ég mun þá trúlega fá þessa gorma líka að aftan frá strák á selfossi, hann er búinn að láta mig fá að framan, þetta er úr v8 bíl.
Ég var aðeins að kíka undir hann áðan og pústið situr rosalega! neðarlega semsagt Y pípan :???:  , það væri ekki verra ef eitthver gæti sínt mér hvernig þetta á að vera staðsett, eða hver væri besta leiðin með að staðsetja pústið frá flækjum.
Er nefnlega að fara útí pústbreytingar núna, er á fullu að leita mér að cat-back systemi með magnaflow kút.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 25, 2009, 20:58:36
en held samt að ég einbeiti mér að því að koma honum í gengum skoðun og fínstilla hann aðeins, fá t.d. hlíf fyrir viftuna og aðra viftu sem er með kúplingu, svo hún sé ekki alltaf að blása....er búinn að redda henni á bara eftir að sækja hana  :D
Fara svo með gormana í sandblástur og láta húða þá, setja þá undir.
Svo má leika sér allveg helling með þennan bíl, kemur allt í ljós  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on July 29, 2009, 20:48:01
þá er ég kominn með rafmagnsviftu sem ég keyfti notaða, hvernig tegnir ég þetta :???: það kemur bara einn stakur vír úr henni....
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on August 18, 2009, 13:30:06
Halda þessu gangandi!! :D
Ég og faðir minn tókum rúnt á camaro á malbikinu núna rétt áðan, virkaði mjög vel mökk spólar og gengur eins og klukka.
Ég er búinn að fá rafmangsviftu og hlíf, ég ætla að hafa hana handvirkt til að byrja með og svo kemur meira seinna.
Búinn að fá þennan fína flowmaster kút og læt fljótlega smíða á hann ný rör fyrir aftan hásingu....reif hinn kútinn undan og hljóðin sem eru í honum núna, váháhá :P
Búinn að fá líka svartar afturljósahlífar og....já þá er ekkert meira í bili 8-)

kv.þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on August 18, 2009, 14:42:38
Gott ad heyra, tad er ekki kreppa hja ter  :wink:
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on September 16, 2009, 15:45:44
Ekkert nýtt að frétta af þessum, er byrjaður í borgó og þurfti þess vegna að flytja í bæinn.
En ein spurning til KGB, hvað var hann nákvæmlega að mælast í hestöflum eða svona sirka? og var mikið búið að eiga við mótorinn sem ég veit ekki af?
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on September 18, 2009, 17:19:13
Varðandi mótorinn þá minnir mig að það eigi að vera þrykktir flattopp stimplar í honum, fékk það reyndar aldrei staðfest. en ef svo er þá erum við að tala um ca 10:1 í þjöppu. Það sem vantaði í mótorinn er réttur knastás. Sá sem að keyptur var í mótorinn á sínum tíma ásamt stimplum og álheddum þótti einhverjum af fyrri eigendum of heitur og lét skipta honum út fyrir kaldari knastás. Ég gæti trúað því að mótorinn með réttum knastás ætti að geta verið nálægt 400 hp, en eins og hann er núna trúlega nær 300 hp, en þú gætir kíkt á síðuna hjá Edelbrock.com og séð hvort þú fynnir upplýsingar um 350 performer RPM mótora hjá þeim, ég held að þessi mótor hafi verið settur þannig upp í upphafi eða nálægt því.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on September 18, 2009, 17:54:04
þá mæliru með að ég spyrji bara ás sem hentar þessum mótor, semsagt þá heitari ás?
Title: Re: camaro 1982
Post by: Stefán Hjalti on September 20, 2009, 15:56:14
Þetta er alltaf spurning hvernig þú vilt hafa bílinn, með því að setja ás sem hæfir restinni af mótornum færðu meira afl úr honum en það geta líka verið ókostri, þar sem þú býrð aðeins inn í landi þá má gera ráð fyrir að þú viljir mögulega ekki hafa hann ekki of heitann þar sem þú þarft að keyra lengri vegalengdir en t.d. þeir sem búa í bænum. Þannig að þú skalt skoða knastásmálin vel og ekkert liggur á að gera breytingar ef þú ert ánægður með aflið eins og það er. Það má alltaf skella í heitari knastás ef stemmingin er þannig.

Edelbrock er með knastás sem er fyrir þennan Performer RPM pakka og þú getur skoðað upplýsingar um hann á netinu. Ég myndi nú sennilega ekki fara í heitari ás en það, mögulega eitthvað mildari ef annaðborð er verið að skipta. En þá tækirðu sett með undirliftum.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 13, 2009, 23:51:14
NÝTT!! Svörtu afturljósahlífarnar komna á hann, ég er búinn að tengja nýju viftuna...ég setti rofa inní bílinn og svo er ég með segulrofa ofaní húddinu þannig leið og ég svissa á hann þá fer hún í gang og get líka haft slökkt á henni....Bensíntankurinn lak slatta þannig ég lét sjóða í hann og hann lekur ekki dropa.
Næst er að fara með camaro á verkstæði, stilla hann,  far yfir hann og í skoðun  8-)

kv.þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on December 14, 2009, 00:30:26
Flott tetta, tu verdur tilbuinn fyrir sumarid  :wink:
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 15, 2009, 10:55:55
Já ég reyni að koma honum á númer seinni partinn af vorinu  :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on December 15, 2009, 12:59:29
Hvernig eru annars tessar hlifar a ljosunum ad lukka? Myndir af teim?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 15, 2009, 14:47:28
hér er ein mynd  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on December 15, 2009, 16:20:23
Tad er ekkert annad, svart lukkar alltaf toff a gulu og tetta er engin undantekning. Mun sjast mikid betur tegar hann er tilbuinn alveg og massadur og bonadur  =D> Mæli svo med ad tu filmir eda latir filma afturruduna, kemur betur ut svoleidis held eg ;)
Title: Re: camaro 1982
Post by: Dragster 350 on December 17, 2009, 21:04:38
Sæll gott að vita af gul í góðum höndum .´Eg er sá sem gerði gripinn upp ég á nótur um flest sem
fór í bílinn kvaða stimplar eru í mótornum demparar og fleira
kv.Eddi k
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 17, 2009, 21:28:49
Það er flott  :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: Dragster 350 on January 30, 2010, 13:36:50
Sæll ég er með síma 6632572
Title: Re: camaro 1982
Post by: Páll St on January 31, 2010, 12:09:43
Sæll Þórhallur,

Ég átti þennan bíl 1992-1993, keypti hann af Sveini Guðmundssyni og seldi Lúðvíki, hann hefur greinilega aldrei farið á mitt nafn samkvæmt eigendaferlinum. þessi innrétting var ekki í honum þá, einhver var að tala um sameinigu á tveimur bílum, veistu eitthvað um það?

Ef þú ætlar að kaupa plast top á Broncoinn þá myndi ég leita fyrst hérna heima þar sem það kostar augun úr að flytja þetta inn frá Graveyard, en því miður eru flestir topparnir hér heima lokaðir að aftan.

Kveðja
Páll St.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on January 31, 2010, 13:10:08
nei ég veit voðalítið með sameininguna, veit bara að skelin kom að norðan.

kv.þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 12, 2010, 00:10:06
ekki svo góðar fréttir fyrir mig  :-(

Camaro verður mjög trúlega ekki tilbúinn þegar ég fæ bílpróf! það sem eftir er að gera er, nýjan bensíntank, smíða á pústkútinn, mælar virka ekki, skifta um ljósarofa og gang og vélastilla!

Sko, snúningshraða og hraðamælar virka ekki...þarf trúlega að skifta um hraðamæla barka, ég á hann til en snúningsmælirinn hef ég ekki hugmynd um, gæti verið að það sé sambandsleysi?
Ef þið eigið góðan bensíntank handa mér með öllu, bensínleiðslum og rafmagni ENDILEGA láta mig vita ef þið viljið selja mér, ég hef enganveginn efni á að kaupa nýjan! líka ef þið eigið ljósaskiftirinn þá láta mig vita ef þið viljið selja mér.

kv.þórhallur
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 01, 2011, 22:36:58
jæja ekki mikið búið að gerast í þessum, hann er ekki ENN kominn á götuna....EN ég hef það á tilfinninguni að hann fari á götuna í vor. það sem er búið að gera er.....komin önnur vifta með kúplingu, nýr hraðamæla barki, flot komið í tankinn og nýr bensínmælir kominn í mælaborðið(nú veit ég hvenar hann tæmist  :mrgreen: ), 4stk oginal felgur sem ég er búinn að mála, 4stk orginal gormar sem fara vonandi undir hann þegar ég skipti um mismunadrifið næstu helgi, ný HEI kveikja og þræðir á leiðinni til landsins...þessi sem er í honum er biluð!

nú eru færri vandamál eftir, ljósaskiptirinn fyrir háu láu er bilaður, vantar púst fyrir aftan hásingu, gangstilla betur, og snúnigshraðamælirinn er í rugli.

Snúnigsmælirinn er alveg dauður ég er búinn að skipta um mælaborð en hann virkar samt ekki, plöggið sem fer í mælirinn er heilt. veit einhver hvað gæti mögulega verið málið?

ég fer með hann á verkstæði þegar ég er búinn að gera allt sem ég get gert í skúrunm og eftir það, beinustuleið í skoðun og vonandi með fulla!
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on February 01, 2011, 22:51:22
áttu ekki eitthverjar nýjar myndir af honum á þessum felgum handa okkur :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 01, 2011, 22:55:16
smelli kanski myndum af honum þegar ég set þær undir næstu helgi :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on February 01, 2011, 23:18:11
man þegar ég sá þennan bíl fyrir tveimur árum þá 14 ára :shock: djöfull ætlaði ég að eignast svona bíl sama hvað það kostaði :mrgreen:
hvað er þessi mótór annars að skila veistu það?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 02, 2011, 15:52:49
hann er einhvað að skila ca. 350hp engin staðfest tala
Title: Re: camaro 1982
Post by: Dragster 350 on February 13, 2011, 11:22:15
Sæll ekki henda eðal Ranco gormunum það er ekki nó að skipta um gorma
framm demparnir eru ------.
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on February 14, 2011, 05:00:28
Var bara að spá, afhverju ætlaru í cat-back púst?
Varla ætlaru að hafa hvarfakút undir þessum Camaro?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on February 14, 2011, 08:17:13
nei það er nuna flækjur, 3" einfalt alveg að hasingu og svo nu er eg að setja flowmaster kut fyrir aftan hasingu!
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on February 14, 2011, 11:02:21
Já, þá ertu að fá þér headerback kerfi ;)
Catback kerfi er einfaldlega kerfi sem er frá hvarfakút og afturúr ;)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on March 08, 2011, 20:24:55
nýtt....
snúnigshraðamælir kominn í lag!
skipti um O hring í stýrismaskínu og hún er hætt að leka!
fann út að háu og láu ljósarofinn undir mælaborði er ónýtur og er búinn að kaupa nýjan!
búinn að þræða nýja hraðamælabarkann en þá kom í ljós að stykkið sem barkinn fer uppá undir bíl er forskrúfað..þannig einhverneginn verð ég að laga það....
glæný HEI kveika kominn í hann ásamt þráðum og búið að gangseta hann..á bara eftir að stilla!
búið að hreinsa og stilla blöndung!
búinn að ganga betur frá rafmagni undir húddi og mála smáhluti!
fékk endanlegu viftuna í camaroinn sem er með kúplingu og keypti líka viftuhlíf!
bjó til rafgeyma festingu!
mixaði nál og stafi fyrir skiptinguna þannig skoðunamennirnir viti hvar þeir eru staðsettir í skiptingunni :D

þá er aðeins pústkerfi og drif eftir á listanum..held ég..  :???:   þá get ég farið með hann í smur og olíuskipti og í skoðun! þetta aaaaalllt að smella
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on March 31, 2011, 22:32:59
Reif öxlana og drifið úr, alveg yndislega fallegt soðið mismunadrif  :mrgreen:  skipti um pakkdósir báðu megin útí hjól.
Fékk pakkningu á pönnuna á skiptinguni(mökk lekur) og líka síu.
smelli drifinu sennilega í á morgun eða hinn.
keypti nýja bensínsíu
Tengdi kastarana
háu ljósin komin í lag

ekkibúinn að vera duglegur að setja myndir....hér koma nokkrar, líka af felgunum sem ég málaði uppá flippið  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on April 01, 2011, 11:51:55
Þú ert duglegur, skalt eiga það!
En felgurnar eru ekki töff svona haha, væri kannski töff að hafa "miðjuna" svarta og pólera svo kantana á örmunum.. eða pólera alla felguna
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on April 01, 2011, 12:34:32
hehe ja þetta var bara ein af mörgum hugdettum sem ég framkvæmdi svo bara  :lol:  en sennilega læt ég blása þær og pólýhúða
Title: Re: camaro 1982
Post by: Ztebbsterinn on April 01, 2011, 17:21:18
Mér finnst þessi útfærsla á felgunum bara koma vel út.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on April 10, 2011, 16:27:36
Búinn að setja drifið í og olíu! og skipti einnig um bremsuborða öðrumegin.
Kláraði að ganga frá viftuni og hlífinni.

tek hann út sennilega næstu helgi og taka smá prufurúnt áður en ég sæki númerin...kem með myndir þá!
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on April 16, 2011, 16:13:47
myndir af bílaflotanum...
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on April 16, 2011, 16:15:42
og fleiri af camaro...

og einsog augað gefur leið þá er ég dálítið mikið úr sveitinni!  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 13, 2011, 22:57:55
þessi kominn á númer! og fer í skoðun í næstu viku...búinn að vera rúnta á honum heilann helling í dag og virkar hann vel

Nýtt pústkerfi komið undir
Hann fór aldrei í gang heitur en það var útaf því að startarinn var mjög slæmur þannig hann var gerður upp og nú virkar hann heitur sem kaldur ;)


krosslegg fingur og vona að hann fái fulla skoðun  :-({|=
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on May 14, 2011, 01:15:28
Flott þetta, til hamingju!

Hvernig pústkerfi fékkstu þér?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 14, 2011, 10:03:02
headerback pústkerfi, kem með myndir af því við tækifæri.

hvernig gengur með þinn? er hann hér heima eða?
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on May 14, 2011, 16:36:23
Hann situr bara spakur heima á Flúðum, er að safna pening í dótarí í hann og helli mér svo í hann í vetur því þá verðum við komnir í mjög góða aðstöðu :)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 16, 2011, 22:17:22
jæja er búinn að vera keyra camaroinn svolítið, ég er ekki viss en þegar ég er að keyra hann á 90km/h þá er hann sirka í 85 c° og þegar ég er að rúnta um þá fer hann upp undir 100 c° er þetta ekki alltof heitt? er með eina rafmagnsviftu sem er alveg uppvið vatnskassann (það er ómögulegt að finna tregt fyrir spaðann!) mæli þið með að ég skipti um vantslás? eða á ég að fá mér tvær viftur? og + það þá er ég með álhedd og ég tími ekki að stúta þeim!!
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on May 16, 2011, 22:26:40
er það ekki suðumark kælivökvans hærri en vatns, eitthvað varðandi efnin í honum og þrýstinginn á kerfinu ég man að á camaroinum mínum þá var 220F sem er 104Celsíus bara eðlilegt hitastig
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 16, 2011, 22:39:12
minn fer aldrei yfir 200f nema aðeins þegar hann er kyrrstæður. en annars er það 180f og rétt uppundir 200f þegar ég er að keyra, rúnta og taka á honum. þannig þetta er eðlilegt?
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on May 16, 2011, 22:51:19
já ég held að það sé allveg eðlilegt, ef 200 væri eithvað óeðlilegt þá myndiru heyra svona vatnshljóð og það myndi fara að flæða í yfirfallstankinn eftir að þú dræpir á honum
Title: Re: camaro 1982
Post by: Nonni on May 16, 2011, 23:30:06
Þessir bílar voru gerðir til að ganga heitir....of heitir.  Það er víst eitthvað mengunardæmi.  Mig minnir að fyrri viftan fari í gang um 220 F (104 C) og seinni í kringum 240 á tveggja viftu bílunum.  Það er hægt að fá allskonar stýringar til að láta þær koma inn mun fyrr.  Ég var með eina á mínum og hún réð bara ekkert við þetta eftir að hrossum í húddinu hafði fjölgað.  Fékk mér tvöfallda viftu af Dodge Stratus og eftir það gengur hann á þeim hita sem ég stilli þær á :)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 17, 2011, 22:12:15
snilld, ég ætla að fara í vöku og finna mér tvær viftur úr einhverjum bíl og möndla það í hann vonandi næstu helgi! held að það sé eina vitið.
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on May 18, 2011, 19:08:43
Ekki upplagt að tékka hvort þessar passi ekki?
http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=57140.0 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=57140.0)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 18, 2011, 20:21:28
hehe ja það hefði verið fínt :D en fór í vöku í dag og fann mér tvær viftur sem passa á kassann og núna er bara að smíða festingar og setja þær í ! sé til hvernig það gengur :S
annars fór hann í skoðun í dag en fékk endurskoðun útaf rúðuþurkum(mótorinn ónýtur, á annan, smelli honum í næstu helgi og fer með hann aftur) annars gat hann ekki einu sinni sett athugasemt útá neitt! nokkuð gott.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 21, 2011, 15:55:53
Vifturnar komnar í hann og einnig smíðaði ég hlíf yfir þetta úr gamalli viftuhlíf. Tók rúnt áðan og hann hreyfir mælirinn ekki yfir 90°c þegar hann er fullheitur, hvort sem ég er á dólinu eða á fullri ferð!  :twisted: 

nokkrar myndir!!!....
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on May 22, 2011, 06:19:30
Flott hjá þér :)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 06, 2011, 21:27:33
menn ekki að hata 2012 miðann án athugasemda! fór með hann inná verkstæði í dag og massaði yfir hann með 3 mismunandi mössum og sjænaði hann aðeins til. Fór á honum í bæinn þessa vikuna til hvíla benzann en ég finn nú að buddan mun léttast fljótt ef ég held því áfram  :???: henti honum einnig á hinar felgurnar og þær koma merkilega vel út undir honum, á reyndar ekki myndir.  svo er bara næsta mál að hugsa hvort ég ætli að eiga hann eða selja.....fær maður einhvað fyrir þessa bíla?
Title: Re: camaro 1982
Post by: AlexanderH on June 06, 2011, 23:05:11
Mér finnst 3gen alltaf hafa verið merkilega dýrir
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 07, 2011, 20:44:32
Ja sumir hverjir hafa verið í dýrari kantinum....
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 10, 2011, 19:14:08
nokkrar myndir af honum á felgunum.... en samt þetta lita combo á felgunum verður vel þreytt þannig ég ætla að mála þær í einhverjum dökkgráum lit og fá mér stærri túttur að aftan.

og já ég filmaði ljósin bara uppá fönnið!
Title: Re: camaro 1982
Post by: Toni Camaro on June 12, 2011, 21:16:25
nokkrar myndir af honum á felgunum.... en samt þetta lita combo á felgunum verður vel þreytt þannig ég ætla að mála þær í einhverjum dökkgráum lit og fá mér stærri túttur að aftan.

og já ég filmaði ljósin bara uppá fönnið!

Þetta lookar vel, hvernig kemur þetta út þegar ljósin eru kveikt?
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on June 12, 2011, 21:30:20
mætti þér á selfossi í dag, virkilega svalur 8-) þú ert vonandi ekki að hugsa um að selja hann eftir allt sem þú ert búinn að gera fyrir hann :-s   
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on June 13, 2011, 13:26:05
ljósin lýsa nú ekki mikið en þegar það er kveikt þá er einsog þau séu með dekkta ljósabotna, mjög töff,

Ég veit ekki hvað skal gera við bílinn núna, en ef ég ætla að eiga hann þá fer hann aftur af númerum í vetur og unnið í honum meir  8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: SceneQueen on June 16, 2011, 11:05:38
selur mér hann bara á 100þús ;)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on October 09, 2011, 12:07:34
maður spyr sig hvað er í gangi hér.....

jú innréttingin á að verða svört! Gólfið var ekkert riðgað, samt ryðbætt einhverntíman, þannig ég skellti einu þunnu lagi af svartri málningu á það.
Title: Re: camaro 1982
Post by: 318 on October 10, 2011, 02:00:22
ætlaru að fá þér nýja hluti í innréttinguna eða skipta bara um lit á þessum gömlu?
rakst á mynd sem ég tók af honum í sumar, ég verð að fá að taka hann í almennilega myndatöku næsta sumar :mrgreen:
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P8132163.jpg)
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on October 10, 2011, 12:06:45
ég læt bólstra fyrir mig sætin, hurðaspjöld, mælaborð og topp. Ég mála plöstin svo sjálfur svört.
Takk fyrir myndina :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: Nonni on October 11, 2011, 11:02:02
Hefurðu athugað hvort það sé ekki ódýrara að fá þér sæti úr 4th gen í hann?  Ég keypti (þegar dollarinn var ca. 60 reyndar) sæti úr 2002 Transam, ebony/svört með rafmagni í öllu og loftpumpum.  Þau kostuðu þá um 100 þúsund komin heim.  Þau passa beint í sömu festingar og rafmagnið er mjög auðvelt að tengja (minnir að það hafi bara verið +).  Jafnvel einhver sæti til heima ef vel er leitað.

Færð örugglega betri sæti með að kaupa 4th gen sætin (svo er spurning hvort er ódýrara).
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on October 11, 2011, 11:13:10
Þetta eru nefninlega vinnuskipti, hann gerir þetta fyrir mig og ég vinn fyrir hann.

Pantaði af ebay í gær grant chevy stýri og millistykki.
Svo í vetur var ég að pæla að blæða í blöndung, er ekki viss með stærð og tegund...einhverjar hugmyndir? var samt að pæla í edelbrock 600cfm, partanúmer 1406...
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 22, 2011, 22:20:12
Mamma gamla skellti sér til ameríku og flutti inn eitt stykki 1406 holley blöndung sem ég var búinn að panta... ekki amalegt.
fæ sennilega innréttinguna úr bólstrun strax eftir áramót, og einnig þarf ég að panta svart teppi af netinu sem kostar helvítis helling.

annars óska ég öllum bara gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!  :mrgreen:
Title: Re: camaro 1982
Post by: Guðfinnur on December 23, 2011, 00:01:15
Ferlega flottur bíll!!!! 8-)
Title: Re: camaro 1982
Post by: jeepson on December 23, 2011, 13:17:22
Mamma gamla skellti sér til ameríku og flutti inn eitt stykki 1406 holley blöndung sem ég var búinn að panta... ekki amalegt.
fæ sennilega innréttinguna úr bólstrun strax eftir áramót, og einnig þarf ég að panta svart teppi af netinu sem kostar helvítis helling.

annars óska ég öllum bara gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!  :mrgreen:

þú hefur ekki fengið bensínstöð með þessum blöndung?? Er þetta ekki hellvíti stór blöndungur?
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 23, 2011, 15:30:33
neeh bara passlegur 600cfm.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on December 25, 2011, 12:35:49
maður er alveg skelfilega skrýtinn yfir hátíðina, auðvitað á þetta að vera 600cfm edelbrock og partanúmer 1406....  :lol:
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 05, 2012, 19:29:25
innréttingin komin að mestu í, framstólarnir eftir og einhverjir listar. nýji blöndungurinn kominn í og nýr vatnslás á leiðinni í líka. búinn að panta nýjann startara, kominn með annað og læst drif, nýja stýrið á sínum stað.

fyrir bíladaga: skipta um startara, drif, skipta um smursíu og olíu á vél, kælivökva, filma, mála felgur, nýjar númeraplötur(L12) og þrífa aðeins of vel!
Title: Re: camaro 1982
Post by: Garðar S on May 06, 2012, 15:29:10
Flottur hjá þér allt annað að hafa þetta svart !
Title: Re: camaro 1982
Post by: Teitur on May 06, 2012, 16:15:23
þetta er orðið skuggalegt hjá þér frændi verður gaman að vera í floti með svona fák :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 07, 2012, 20:13:00
Takk fyrir það, en kemur þú með okkur á mustang? Á bíladaga  :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: Teitur on May 08, 2012, 23:30:37
haha ég er að fara stínga þig af á akureyri á mustang :D
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 16, 2012, 12:26:31
nýr startari, olía + sía, frostlögur, vatnslás og restin af innréttinguni kominn í ! læst drif og mála felgur á morgun.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on May 19, 2012, 22:23:49
.
Title: Re: camaro 1982
Post by: trommarinn on September 10, 2012, 22:41:11
Nokkrar myndir frá bíladögum og ein af nyju númeraplötunum

http://i49.tinypic.com/2r55dlg.jpg (http://i49.tinypic.com/2r55dlg.jpg)[/IMG]

https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3318.jpg (https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3318.jpg)

https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3323.jpg (https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3323.jpg)

https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3328.jpg (https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3328.jpg)

https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3332.jpg (https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3332.jpg)

https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3355.jpg (https://www.dropbox.com/sh/um6bglx8lbxfiw5/RzwgN7izPu#f:IMG_3355.jpg)

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=3452479715293&set=a.3452479435286.2129469.1369775872&type=3 (http://www.facebook.com/photo.php?fbid=3452479715293&set=a.3452479435286.2129469.1369775872&type=3)