Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: kiddi63 on January 18, 2011, 19:23:08

Title: Hreinsa álfelgur
Post by: kiddi63 on January 18, 2011, 19:23:08
Hverju mæla menn með til að fríska upp álfelgur.

Mér var bent á :Clean Wheel -  Felguhreinsir frá Wynn´s en það er víst ekki selt í lausu,
aðeins í stórum brúsum fyrir verkstæði. (Svo er mér sagt)
Hafa menn einhverja reynslu af þessu ?
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: baldur on January 18, 2011, 22:48:42
Ég keypti einhverja felgusýru í Poulsen, bara selt á 5 lítra og 20 lítra brúsum minnir mig og maður notar bara pínulítið magn í hvert skipti, ber það á felgurnar með bursta og skolar af með vatni.
5 lítra brúsinn kostaði eitthvað rétt innan við 10 þúsund kall, ekki alveg gefins en þetta þrælvirkar, felgurnar glansa á eftir, allt bremsusótið lekur bara af.
Efnið skemmir heldur ekki lakk, sem að er kostur.
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: bæzi on January 19, 2011, 08:19:18



www.mothers.is


þessi er ekta sterkur nær öllu af..... http://mothers.is/vorur/vara/id/58

kv bæzi
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: 383charger on January 19, 2011, 12:41:23
Wurth Álfelguhreinsir, fæst í næstu wurth búð... 
 
500ml úðabrúsi. ´Sýra sem þræl virkar
 Muna að sýna KK Skirteinið
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: AlexanderH on January 19, 2011, 13:07:16
Eftir að hafa prófað flest merki þá hef ég orðið ánægðastur með P21S Power Gel, veit ekki hvort það fáist á Íslandi en þetta fæst hérna í Noregi. Ekkert smá ánægður með það, líka ekki sterk og vond lykt af því sem gerir það leiðinlegt að vinna með, hreinsar frábærlega, gefur flottan gljáa og verndar einnig felguna eftir notkun.
Annars hef ég verið mjög ánægður með 1Z sem bæzi mældi með líka en tæki þó P21S framyfir það.

Porsche selur þetta t.d. sem þann felguhreinsi sem þeir mæla með útum allan heim ;)
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: kiddi63 on January 19, 2011, 13:16:42
Wurth Álfelguhreinsir, fæst í næstu wurth búð... 
 
500ml úðabrúsi. ´Sýra sem þræl virkar
 Muna að sýna KK Skirteinið

Er bara með skýrteini síðan 2010, er ekki búinn að fá 2011
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: 1965 Chevy II on January 19, 2011, 13:43:45
Wurth Álfelguhreinsir, fæst í næstu wurth búð... 
 
500ml úðabrúsi. ´Sýra sem þræl virkar
 Muna að sýna KK Skirteinið

Er bara með skýrteini síðan 2010, er ekki búinn að fá 2011

Það styttist í 2011 límmiðana, prentaðu bara kvittun úr heimabankanum. O:)
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: bæzi on January 19, 2011, 14:01:14



www.mothers.is


þessi er ekta sterkur nær öllu af..... http://mothers.is/vorur/vara/id/58

kv bæzi


KK er með 15% afslátt hjá okkur

kv Bæzi
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: ingvarp on January 20, 2011, 00:38:35
Wurth Álfelguhreinsir, fæst í næstu wurth búð... 
 
500ml úðabrúsi. ´Sýra sem þræl virkar
 Muna að sýna KK Skirteinið

Ekkert vit í því að nota sýru á felgurnar!

Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: Kimii on January 20, 2011, 09:46:04
1z frá bæsa eða concept sýruna... fæst í málningarvörum
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: Adalstef on January 20, 2011, 15:22:00
1Z (Einzett) felguhreinsirinn virkar betur en sýran sem bónstöðvarnar nota en þetta er á spreybrúsa svipað og vínilgljái.
500ml brúsi kostar bara 1500 í Aseta, Gylfaflöt.
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: 74transam on January 20, 2011, 22:11:45
þsýrutak hjá olís 5L brúsi um 5000kr, endist í mörg ár. Fínt efni en er auðvitað eitur eins og sótið af felgunum.
Kiddi það besta og lang virkasta, þarft ekkert að kaupa einhver merki þarna.
ég hef notað þetta í mörg á ro gerir ekkert slæmt.

bkv ÓLI
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: kiddi63 on January 20, 2011, 22:57:28
þsýrutak hjá olís 5L brúsi um 5000kr, endist í mörg ár. Fínt efni en er auðvitað eitur eins og sótið af felgunum.
Kiddi það besta og lang virkasta, þarft ekkert að kaupa einhver merki þarna.
ég hef notað þetta í mörg á ro gerir ekkert slæmt.

bkv ÓLI

Það veitir kannski ekki af 5 lítrum en hvernig fer þetta með króm?
Er að fara taka felgurnar á hjólinu í leiðinni en þetta litla króm sem er á því mætti alveg hressa upp, eins
og pedalar og svoleiðis.
Title: Re: Hreinsa álfelgur
Post by: Nonni on January 21, 2011, 08:53:41
Einn kunningi minn notar ódýran ofnahreinsi úr Bónus á áfelgur, skolar af eftir innan við mínútu.  Hann síndi mér þetta síðasta sumar og segist hafa gert þetta í mörg ár og það sá ekki á álfelgunum á hans bíl.  Eftir ofnahreinsinn þá þvær hann með grænsápu.