Kvartmílan > Aðstoð
uppplýsingar um sprautun ....
Ásgeir Y.:
upp með sparslspaðann, vinnuvélalakkið og málningarrúlluna!! :twisted:
siggik:
það liggur við :)
Gizmo:
Það er ekki langt síðan ég var að fikta aðeins í svona bíl sem leit ágætlega út í fjarska, en þegar teppið var komið úr þá blasti hryllingurinn við allsstaðar. Þessir bílar eru mjög ryðsæknir svo ekki sé meira sagt og það felur sig vel ryðið í þessum bílum, alltaf kemur meira í ljós þegar maður fer að rífa. Miðað við myndirnar þá á þessi bíll ekki mikið eftir ryðlaust.
Ég myndi láta það vera að vera að eyða í þennan bíl hundruðum þúsunda, mun frekar að flytja inn td mikið ekinn bíl og gera í stand frekar en endausar ryðviðgerðir. Þú gætir td reynt að finna ódýran ryðlausan bíl sem þarfnaðist einhverra lagfæringa, og notað dót úr þínum í hann ss innréttingu og kram ef það er gott.
Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum. Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl. Sá er líka nýlega heilsprautaður.
Siggi H:
--- Quote from: "Gizmo" ---Það er ekki langt síðan ég var að fikta aðeins í svona bíl sem leit ágætlega út í fjarska, en þegar teppið var komið úr þá blasti hryllingurinn við allsstaðar. Þessir bílar eru mjög ryðsæknir svo ekki sé meira sagt og það felur sig vel ryðið í þessum bílum, alltaf kemur meira í ljós þegar maður fer að rífa. Miðað við myndirnar þá á þessi bíll ekki mikið eftir ryðlaust.
Ég myndi láta það vera að vera að eyða í þennan bíl hundruðum þúsunda, mun frekar að flytja inn td mikið ekinn bíl og gera í stand frekar en endausar ryðviðgerðir. Þú gætir td reynt að finna ódýran ryðlausan bíl sem þarfnaðist einhverra lagfæringa, og notað dót úr þínum í hann ss innréttingu og kram ef það er gott.
Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum. Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl. Sá er líka nýlega heilsprautaður.
--- End quote ---
það er nefnilega málið. gólfið í þessum bílum er alveg hrikalegt. það hefur gjörsamlega verið búið á 4 caprice classic sem ég hef verið að dunda í með félaga mínum. hann ætlaði að gera 1 bíl góðan úr 4 og þeir voru allir ónýtir. endaði með að hann henti þeim öllum þegar hann var búinn að rífa það sem hann gat notað úr þeim.
Valur_Charade:
--- Quote from: "Gizmo" ---Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum. Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl. Sá er líka nýlega heilsprautaður.
--- End quote ---
hvaða kaggi er það?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version