Kvartmílan > Mótorhjól
Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Busa:
Ætli maður prófi ekki, allavega æfingakvöld, þegar verður búið að tilkeyra aðeins
Hulda Polo:
ég stefni á það að vera með í sumar en sárvantar hjól :cry:
er eitthver með eitthvað hjól til að selja eða
eitthver sem á vin, sem á vin, sem á frænda
sem er að selja hjól ?????
Toffi:
Ég tek undir með þarsíðasta ræðumanni, þarf að vera í klúbb til að keppa
Nóni:
Já félagar það er rétt, allir sem ætla að keppa í kvartmílu eða æfa á æfingum verða að vera meðlimir í klúbbnum vegna tryggingamála. Það er hinsvegar ekki stór biti að kyngja að borga 5000 krónur og geta burrað allt sumarið á æfingum og fá frítt inn á keppnirnar ef menn ætla að horfa á.
Kv. Nóni
Busa:
Er hægt að skrá sig í klúbbinn á laugardaginn (á keppninni)?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version