Kvartmílan > Almennt Spjall

True Street.

<< < (2/3) > >>

stingray:
Sæll Ingó,

Já auðvitað verður að reikna með að menn fari eftir reglum.  En auðvitað er alltaf smá misbrestur á því eins og menn vita.  Það sem ég var kannski að benda á er að auðveldara er að framfylgja einföldum reglum.

Ég á vonandi eftir að keppa á fullu í nálægri framtíð, er bara að bíða eftir brautinni okkar hérna á Akureyri :P

Dr.aggi:
Sælir félagar.
Ef ég man rétt frá aðalfundinum 2003 þegar þessir flokkar voru samþykktir
inn af félagsmönnum klúbbsins, þá voru þeir samþykktir með þeim formerkjum að þeir yrðu samþykktir til reynslu það er að segja háð þátttöku það árið og myndu stimpla sig út ef engin þátttaka yrði það árið það er að segja 2004.
ég viðraði þetta við þá félagsmenn sem voru á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag og myntust þeir þess sama, reyndar voru ekki margir félagsmenn á þessum félagsfundi fremur en endra nær sökum mikillar ánægju.
Þannig að ég spyr eru þessir flokkar nokkuð inni í myndinni í dag???

Agnar H Arnarson

Ingó:
Sæll Agnar.

Þetta er með ólíkindum ég hitti þig á fundi á fimmtudaginn var en þú minntist ekki á þetta við mig þar. Þá hefði ég getað leiðrétt þenna misskilinng hjá þér, en ég get það líka hér á netinu. Það var talað um að allir flokkar sem ekki yrðu keyrðir til Íslandsmeistara tvö ár í röð myndu detta út hvort heldur þessir níu flokkar eða þeir gömlu. Ég sé ekki að það skipti máli hvaða flokkar eru keyrðir. Ég hef meiri áhyggur af því að það verði mjög léleg mæting í keppnir í sumar. Það er brýnt að keppendur fari að koma sér saman um það í hvaða flokki þeir vilja keppa í.

Ingó

Einar K. Möller:
Ég tek undir þetta, mig minnir að þetta hafi til 2 ára en ekki í 1 ár.

Dr.aggi:
Sæll Ingó:
Eins og ég sagði þá aðeins mynti mig þetta í öðru lagi þurftum við Jói að fara skömmu eftir að þú komst enda var þetta svo sem ekki aðal umræðuefni kvöldsins.
En eins og ég sagði þá kom þetta til tals  og okkur mér, Jóa, Harry Herlufs, og Óla hemi mynti þetta Bjössi var ekki alveg með það á hreinu þannig að það er greinilegt að allir eru ekki með þetta á hreinu og þá ágætt að það sé rætt hér á netinu svona fyrir þá sem vilja ræða og lesa eithvað meira heldur en startara vandamál.

Kv.
Aggi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version