Kvartmílan > Almennt Spjall

True Street.

(1/3) > >>

Ingó:
Hverjir ætla að keppa í True Sereet í sumar.

Kv Ingó.

DanniR:
Afsakið fáfræðina en hvað er True Street? :oops:

Ingó:
þetta er True Street.
· Standard (eins og standard) grind að framan skylda.
· Eftirmarkaðs hjólastell/fjöðrun að framan leyfð (verður að boltast í sömu festingar og upprunaleg)
· Tannstangarstýri leyfð.
· Allir bílar verða að vera með innri bretti. (minniháttar breytingar leyfðar)
· Standard (eins og standard) grind að aftan skylda (leyfilegt að slípa til)
· Eftirmarkaðs afturfjöðrun eins og standard leyfð (verður að vera boltuð á)
· Gormademparar bannaðir að aftan.
· Ekki er leyft að nota prjóngrindur “four link” eða ladder bars.
· Vindustangir (anti-sway bars) leyfðar.
· Blaðfjaðrir má færa inn á við (einnig má þar af leiðandi færa til demparadestingar)
· Aðalljós að framan og aftan verða að virka.
· Verður að hafa virkt rafhleðslukerfi
· Verður að hafa standard útlítandi innréttingu.
· Verður að hafa fulla innréttingu (má hvergi sjást í málm eða eins og original)
· Verður að vera með mælaborð.
· Fjarlægja má aftursæti.
· Ekkert letur má vera á bílnum.
· Límmiðar mega aðeins vera í rúðum.
· Ekki er leyft að nota. Lexan, Macron eða þess háttar í stað upprunalegs glers (nema í afturrúðum á PU)
· Allir gluggar verða að vera virkir
· Trefjaplasthlutir einskorðast við vélarhlíf, skottlok og stuðara.
· Aðeins leyfður einn fjögurra hólfa blöndungur.
· Original Innspýtingar leyfðar (allar venjulegar uppfærslur á þeim leyfðar).
· Eftirmarkaðs innspítingar aðeins leyfðar á V6 vélum
· Nítró er takmarkað við eins þrepa innspýtingu (það er inn NOS segulrofi og einn bensín rofi)
· Bannað er að nota stjórntölvur eða tímarofa fyrir nitro.
· Alkohól bannað (aðeins bensín leyft).
· Aðeins ein forþjappa leyfð (afgas eða reimdrifin) sem blæs niður um blöndunga eða original verksmiðjuframleiddar beinar innspýtingar aðeins á V8 vélum
· Allar forþjöppur sem notaðar eru við original framleiddar beinar innspítingar, mega vera með mest 4” svert (10,16cm) inntak og 3”sveran (7,62cm) útblástur.
· Engin takmörk eru á sverleika á forþjöppum sem blása í gengnum blöndung.
· Soggreinar úr plötumálmi bannaðar.
· Allir bílar verða að hafa hljóðkúta.
· Afturdekk eru takmörkuð við 10,5” (26,7cm) slikka mældir (10,75” 27,30cm) eða 12,5” (31,75cm) DOT merkt (11” 27,94cm bani) deck.
· Allir bílar verða að geta ekið í uppröðun (dráttartæki bönnuð)
· 2900 lbs (1315kg) án aflauka.
· 3150 lbs (1429kg) small block með nitro- V6 með forþjöppu.
· 3250 lbs (1474kg) small block með forþjöppu.
· 3300 lbs (1497kg) big block með nítró
· 3350 lbs (1520kg) big block með forþjöppu
· Bætið við 50 lbs (23kg) fyrir “dominator” gerð af blöndungum
· Bætið við 200 lbs (91kg) fyrir eftirmarkaðs innspítingu á V6 vélum eingöngu.
· Bætið við 100lbs (45kg) fyrir fogger nitro kerfi.
· Færa má höggdeyfa inn um 3” (7,62cm) að neðanverðu til að rýma fyrir dekkjum.
· Þegar bill hefur einusinni verið skráður í True Street má ekki skrá hann í Mild Street það sem eftir er tímabilsins
· Reglur eru endurskoðaðar þegar það þarf .

stingray:
Einfaldar reglur, auðvelt verður að skoða því það er þetta er svo einfalt og fjöldi starfsmanna sem fylgja reglum eftir.
Velkomin til ÍSLANDS :)

Ingó:
Sæll Birgir.

það er reiknað með því að menn séu heiðarlegir og  fari eftir reglum, en það eru dæmi þess að menn hafi sett met vitandi það að þeir séu ólöglegir.

Ingó.

p.s. ætlar þú að keppa í sumar.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version