Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Vinyltopp eða ekki ????

<< < (2/3) > >>

Gizmo:
Þessar felgur eru frá American Racing, heita Torq Thrust II, fæst á Summit.com og víðar.  Þessar eru ál, ekki járn/króm.  Ég bað þá úti um aðstoð við að velja rétt backspace og sé ekki eftir því, þeir vildu setja þær 1/4 tommu innar að aftan en ég hefði þorað og það held ég að hafi gert munin.  10" breið með 275 dekk hverfur í hjólskálarnar og dekkin nuddast hvergi við í fullum samslætti (5,75" backspace).  Framfelgurnar eru 8" með 4ra tommu backspace.  Semsagt breikkuð um 1/2 tommu bæði inn og út frá original.  Bíllinn er mjög góður í stýri á þessum felgum.

Ég er farinn að hallast að rauðum/dökkrauðum vinyltopp sem myndi gera mun meira "kontrast" heldur en hvítur, svartur er of litlaus eða þannig og hvítt er svo lítið áberandi, ég fæ vonandi í næstu viku sýnishorn af efnum að utan.

BB429:
En svona dökkrauður hálf-vinyltoppur ( Landau ), eins og var á sumum þessum bílum?

Kiddi:
Hafðu hann svartan með svörtum filmum og á þessum felgum... ekki orð um það meir 8)

siggik:
já ,takk fyrir það, ég checkaði á www.benni.is, og þeir eru með svona felgur, 15" stærð, 7" breidd Ford ál felgur kostuðu um 30 þús  :? , þá myndu svona felgur kosta um 40 þús líklega, 40x4 sem væru 160 þús af felgum, + dekk


hvað kostuðu þessi dekk, og hvar fékkstu þau ?


btw. góð akvörðun með toppinn, verður helv flottur hjá þér ....

firebird400:
Hvítur vínill ekki spurning

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version