Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Vinyltopp eða ekki ????

(1/3) > >>

Gizmo:
Jæja... Nú er ég búinn að strippa gamla vinylinn af Oldsinum.  

Ég var búinn að ákveða að setja ekki aftur vinyl topp á Oldsinn en nú þegar ég er búinn að hreinsa allt niður í járn, rífa allar rúður úr og sandblása allt þá kom konan útí bílskúr og spurði mig hvort ég ætlaði ekki bara að setja aftur á hann vinyl, það væri soldið flott....  
Byrjaði þá aftur hausinn að snúast í hringi og veit ég nú ekki hvað ég á að gera í þessu.  Nóg var ég búinn að velta þessu fyrir mér áður en ég byrjaði á verkinu og þóttist ég vera búinn að ákveða að mála hann.

Því langar mig til að spyrja hvað ykkur finnst, annað hvort er að mála þakið hvítt eins og restina af bílnum, eða setja aftur á hann vinylinn.  Ef aftur vinyl, þá dökkrauðan (í stíl við innréttingu) eða svartan.  Hvítur vinyll kemur ekki aftur til greina.  Þessi bíll var með rauðan vinyl upphaflega, en þá var hann reyndar með hvíta innréttingu...

Kostur lakkaðs er að þar fer ekkert á milli mála ef eitthvað ljótt er að gerast, en vinyll getur falið raka og ryð lengi með afleiðingum sem margir þekkja.  Vinyll er þó mun meira "pimp" (sem er gott að mínu mati) og er óneitanlega svolítið "convertible" vannabe.

Hvað finnst ykkur strákar og stelpur ?

Hér eru myndir af bílnum mínum eins og hann var með hvítan vinyltopp, hvítum bíl án vinyl, og svo öðrum með svörtum vinyl.

geysir:
Rauðan vínil ekki spurning, mjög "Pimp" og ég fíla það.

Og já, illa svalur hjá þér bíllinn. 8)

AlliBird:
Mæli sterklega með hvítum vínil, væri klassi á þessum bíl.

Binni GTA:
Hvítur fyrir mitt leyti ! 8)

siggik:
ekki hvítann, þá er hann of hvítur, bara rauðan held ég


ps. hvar fékkstu sona Cragar wheels ?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version