Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
´Cuda A-9905
Valur_Charade:
eða hvað? Sagan segir að það hafi verið ein svört á Höfn með keðjustýri!
Chevyboy:
Var ekki ein rauð Cuda í mílunni fyrir örfáum árum, allur í límmiðum og aðeins farið að sjá á lakkinu. Ég er ekki klár á árgerðinni, er '70 eitthvað.
En ef að þið eruð að tala um Cudur, eigið þið þá einnig við um árgerðir fyrir '70, t.d. '69 bílinn sem Sigurjón Andersen átti, í Sox & Martin litunum og brúni '65 bíllinn.
Moli:
það er munur á ´Cuda og Barracuda, fólk vill oft rugla þessu saman, ´Cudan er performance útgáfa af Barracudu, sterkari fjöðrun, drifbúnaður oþh. Chevyboy, þessi Barracuda sem þú ert að tala um er bíllinn hans Jón Geirs, það er Barracuda Gran Coupe, en ekki ´Cuda, sá bíll er víst sem stendur í uppgerð.
Chevyboy:
Þakka ábendingu, ég hef bara aldrei pælt í muninum.
Valur_Charade:
ég ætla ekki að vera með neitt bögg eða leiðindi en ég fór að spyrjast fyrir um þessa Cudu sem ég sagði að hefði verið hér á Höfn og þetta var ekki Barracuda heldur Cuda eða eins og menn sögðu: Ekki Barracuda heldur bara Cuda! En hún var eitthvað lítið sem ekkert á götunni hér en Cuda var það heillin!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version