Author Topic: Keppnissumarið 2005  (Read 9056 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Keppnissumarið 2005
« on: January 14, 2005, 21:07:57 »
Sælir félagar, við Gunni kíktum á fund í gær í Kaplahrauninu og það var auðvitað rosa gaman. Hittum Herlufsen bræður og fleiri, fengum okkur kaffi og súkkulaði og tókum hressilegt spjall, þarna ræddum við ýmis mál og þar á meðal öryggismál og keppnishald. Einnig hvernig auka megi keppendafjölda í keppnum komandi sumars, þetta mál er mér og fleirum mikið kappsmál og vil ég sjá mikinn viðsnúning í þessu á komandi kvartmílusumri. Það er hins vegar ekki auðvelt og væri gott ef fleira fólk að leggði þessu máli lið með einhverju móti, það eru skráðir 140 klúbbmeðlimir en aðeins 15 til 20 þeirra treystu sér að meðaltali til að keppa í kvartmílu síðasta sumar. Ég vil hér með setja af stað umræðu um hvernig á að auka fjölda keppenda í kvartmílu næsta sumar, ég vil hvetja menn og KONUR til þess að leggja nú eitthvað gáfulegt til málanna, ekki bara eitthvað heilaprump sem bara varð að komast út. Ekki samt neina hræðslu við að opna munninn.
Verið nú svo vænir netverjar og kvartmílungar að láta móðan mása um hvernig megi  bæta þetta í okkar góða klúbbi.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline ilsig

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Árið 2005
« Reply #1 on: January 14, 2005, 22:48:06 »
Tííííhí  :D
Hvernig væri að fá álit Völvunnar?
kv.gísli sveinnss
-= This text might contain traces of Methyl fluorosulfonate (F-SO2-OCH3), Cyclosarin (C7H14FO2P) or the Ebola virus... =-

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #2 on: January 15, 2005, 00:23:27 »
Það þarf nú að virkja fjölmiðlana meira kvartmilan fær skammarlega litla umfjöllun.
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #3 on: January 15, 2005, 00:25:24 »
ég er viss um að Slúðurdrottningin myndi tjá sig ef það færi ekki svona fyrir hjartað á mönnum sumt það sem hún segir.  :wink:
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #4 on: January 17, 2005, 21:34:42 »
mér sýnist að það vantar bæði fleiri keppendur og starfsfólk til að leggja hönd á plóg í keppnum.

gengur ekkert að það eru ekkert backup staff þegar starfsfólk vil keppa  :P og þetta rétt slapp í fyrra með að menn voru að hlaupa á milli bíla og turns og þurftu að éta helmingi meira út sjoppunni til að vinna upp kg sem sluppu :wink:
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #5 on: January 18, 2005, 01:42:20 »
ég ætla að keppa og hafa gaman af :wink:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
ég er geim!
« Reply #6 on: January 18, 2005, 01:55:19 »
Ég er geim og ætla að setja mér svakalegt markmið

tadddaraddaddaaaaaa

lágar 13 eða háar 12.

 :?  :?    

Ehhe.... Ég meina maður verður að reina ekki satt?
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #7 on: January 18, 2005, 16:00:44 »
Sælir félagar,
Sú nýstárlega hugmyndafræði leit dagsinns ljós á síðasta aðalfundi að ástæða þess hversu aðalfundurinn var ílla sóttur  sé vegna þess hversu almenn ánægja ríki.

Þar að leiðandi hlýtur léleg mæting á fégsfundi einnig vera vegna mikillar ánægju.

Og einnig léleg þáttaka keppenda í keppnum vera vegna gífurlegrar ánægju.

Einnig hlýtur samhvæmt þessari hugmyndafræði léleg mæting áhorfenda á keppnir vera vegna mikillar ánægju kvartmíluáhugamanna.

Er lausnin ekki bara sú að reyna að minka eitthvað þessa gífurlegu ánægju sem ríkir.


Ps.Veit ekki: bara að spökulera

Kv. Dr.aggi sífelt opinn fyrir nýrri hugmyndafræði
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline ilsig

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Sumarmót aðra hvora Helgi
« Reply #8 on: January 18, 2005, 17:30:08 »
Hvað kom best út í fyrrasumar,SUMARMÓT KK  :D  :D
Hví ekki að sleppa keppnishaldi eitt sumar, fá alla þessa bíla á brautina
og fullt af áhorfendum,ekkert Bikarasukk enda dýrt  :roll:  :cry:

Þarna gátu menn keyrt eins og þeim lysti,áhorfendur skoðað fullt af
bílum rætt um dagin og vegin pressulaust bara gaman.

Kveðja.Gísli Sveinss. bara bjartsýnn   :idea:   :?:
-= This text might contain traces of Methyl fluorosulfonate (F-SO2-OCH3), Cyclosarin (C7H14FO2P) or the Ebola virus... =-

Offline jana

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 19
    • View Profile
hæhæ
« Reply #9 on: January 18, 2005, 18:27:08 »
jamm en ástæðan fyrir því að svona fáir eru að keppa í kvartmílu er kannski af því að það hafa svo fáir sem hafa efni á að halda þessum bílum uppi...... allaveganna ég  :cry:
hvernig væri að halda svona keppnir reglulega fyrir hina bílana... þessa venjulegu fólksbíla...  :lol:
þeir spyrnuglöðu (eins og ég  :wink: ) gætum þá úkljáð málin fyrir alvöru á kvartmílubrautinni í staðinn fyrir að borga þessa þessar eilífu sektir....
mazda LT626 ,323 F árg. 90
mitsubitshi galant árg. 91 (gámaþj. Borgarnesi)
mazda LT290, 323 F árg. 90 (seld)
jeep cherokee árg. 91
3 x  toyota corolla árg 90
Volswagen Jetta '87
Mitsubishi colt GTI (fyrsti bíllinn minn :o))

Vefstjóri KK

  • Guest
A SERIES OF UNFORTUNATE EVENTS
« Reply #10 on: January 18, 2005, 18:54:32 »
A SERIES OF UNFORTUNATE EVENTS.  Þetta er sú ástæða sem ég aðhyllist. Ég er alveg viss um að allir þeir sem áttu bíla í lagi komu og voru með síðasta sumar, ef þeir voru ekki veikir eða forfallaðir á annan hátt. Það verður kvartmílusumar á þessu ári og nú er að missa ekki af besta ári KK frá upphafi. Verið tilbúin með tækin í fyrstu keppni og verið með frá byrjun.
Stígur Herlufsen

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
dagatal
« Reply #11 on: January 18, 2005, 19:00:17 »
Er til keppnisdagatal fyrir 05? ef ekki er þá vitað hvenær fyrsta keppni á að vera?
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #12 on: January 24, 2005, 14:56:47 »
Sælir félagar,
Menn spyrja hvað eigi að gera til að efla kvartmíluna. Við skulum skoða málin aðeins. Allir geta verið sammála um að besta þáttaka og áhorf var á árunum 2001 til 2002 keppendafjöldinn fer að minka árið 2003 og síðasta ár er það lakasta frá 1990  (er búin að vera 9ár í stjórn)

Ef ég lít til baka þá stendur það upp úr að rótækar reglubreytingar hafa fælt keppendur í burtu. Þar má nefna til glöggvunar þegar sandspyrnuregglunum var kollvarpað og í framhaldi lagðist Sandspyrnan af í 2 ár eða þangað til regglunum var aftur snúið í sama horf og áður var.
Eftir það fór Sandspyrnan aftur í gang.

Málið er ekki flókið ef keppendur koma þá koma áhorfendur. Áhorfendur koma til að sjá keppnistæki sem eru kraftmikil, menn verða að skilja að fólk kemur ekki til að horfa á venjulega fólksbíla, þá meina ég þennan dæmigerða fjölsyldubíl, sem eru um allar götur, út um allt, vera að sprikkla eða spóla (ef þeir geta þá spólað) á Kvartmílubraut. Það er engin kvati fyrir áhorfendur. Þvert á móti, getur það verið pirrandi að sjá slíkt.

Mín skoðun er sú til að efla aftur Kvartmíluna að læra af mistökunum og halda áfram að gera það sem vel hefur tekist. Við eigum ágæta flokka sem við ættum að hlúa að.  OF-flokk, GF-flokk, SE-flokk, MC-flokk þetta eru þeir flokkar sem höfða mest til Kvartmílumanna og um leið áhorfenda. GT-flokkur og RS-flokkur hafa þurft aðhliðningar við.

Ef menn sameinast um að keppa í þessum flokkum þá fer Kvartmílan aftur á flug. Við verðum að vera menn til að laga okkar reglur eins og allir aðrir þurfa að gera. Það þarf ekkert að vera alltaf að breyta reglunum í OF,GF,SE,og MC þessir flokkar eru bara þokkalega útfærðir. Við meigum ekki gleyma því að mest af okkar keppnistækjum eru ávalt þau sömu ár frá ári með smábreytingum. Reglurnar sem hafa verið um árabil höfða til þeirra. Þannig við ættum að sameinast um að keppa í þessum flokkum.

Það sem hefur kanski verið verst er að MC-flokkur hefur lent illa í tulkunum um slikka eða ekki slikka.  Það er alveg ljóst að búið er að kjósa það 2svar EKKI SLIKKA Í MC, og er það í gildi nú, þessu þarf bara að fylgja eftir, því ef leyfðir eru slikkar í MC hefur það þau áhrif af SE-bíla fara að troða sér í þennan flokk og þá mæta MC bilar ekki. Þetta er staðreind sem dæmin sanna.

Mesta gróskan í fyrra var í OF-flokk í þennan flokk mættu mörg ný keppnistæki 5 til 7 síðasta sumar og er það met. Það er vegna þess að ekki hefur verið hróflað við þessum flokk og menn geta smíðað sig í flokkinn sem er opinn og flottur.

Ég vona að þetta innlegg verði til að menn skapi málefnalega umræðu um þessi mál hér á vefnum.

Bestu kveðjur
Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Keppnissumarið 2005
« Reply #13 on: January 24, 2005, 18:12:27 »
Reyndar eru MC, GT og RS flokkar samkeppnishæfir hvað tímana varðar. Eini munurinn er á mætingunni. MC flokkurinn er tvímælanlaust sá flokkur sem hefur bestu mætinguna. RS flokkurinn er svo eiginlega í tilvistarkreppu vegna lítillar mætingar. GT gæti í raun tekið við þeim bílum sem hafa mætt í RS ef ég man reglurnar rétt.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #14 on: January 24, 2005, 19:21:21 »
sælir,

eg er á honda crx og hun er framdrifin, turbinulaus og 1595cc vél
í hvaða flokk fer ég og má ég nota slikka?
Subaru Impreza GF8 '98

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Keppnissumarið 2005
« Reply #15 on: January 24, 2005, 21:18:01 »
Skv því flokkakerfi sem hefur verið keyrt hingað til væri það RS og já þú mættir nota slicka og túrbó eða nítrógas, þó ekki nema einn power adder.
Svo eru líka einhverjar pælingar í að hafa sekúnduflokka og þá allt leyft.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Hvatinn
« Reply #16 on: January 25, 2005, 13:34:33 »
Einn af mínum bestu bræðrum er alveg á móti öllum Brakketflokkum, segir að það sé engin hvati til að fara hratt. Það má vel vera rétt en hvar eru þá keppendurnir. Eftir öll þessi ár eru nokkrir keppendur sem eru að keyra til að hafa gaman af bílnum og þessum félagsskap sem klúbburinn hefur uppá að bjóða, það eru þeir sem komu saman og ræddu hvaða lending væri best í öllu þessu reglutali og komust að niðurstöðu um að sekúnduflokkar væru besta lendingin. Startað á jöfnu og vera á 12.05 sek eða ??? Ég ætla sjálfur að vera með í því. Ég keypti Vollan til að keppa í super pro, svo það fari ekki á milli mála. Mér finnast gömlu flokkarnir eins og þjóðsögurnar, skemmtilegar að heyra um en vil helst ekki vera með í söguþræðinum. Ég get farið eins hratt og druslan kemst, vonandi komist í níu sek og einnig keppt á tíu sek á þessu ári. Ég komst í 10,44 á síðasta ári, og kemst vonadi í 9,98 á þessu ári. Það má vera að sé léleg hvatning til að fara hratt en það er mikil hvatning til að gera vel, og kannski betur en fúll á móti. Ég hvet ykkur til að vera með og gefa þessu séns í tvö ár. Skráið ykkur í heads up racing.
stigurh

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #17 on: January 25, 2005, 22:27:13 »
Sælir félagar,
Það getur verið spurning hvort hægt sé að fá fleirri keppendur til að mæta ef teknir eru upp Bracket eða sekunduflokkar, þar sem ekki má fara undir fyrirfram ákveðinn tíma. Í öllum þessum flokkum má ekki fara undir þeim tíma sem ákveðinn er, þá tapar viðkomandi. Er þetta kappakstur eða er þetta ökuleikni? Viðkomandi er jú að reyna að hitta nákvæmlega á þann tíma sem er fyrirfram ákveðin. Þannig að ekki er um eiginlegan kappakstur að ræða heldur að hitta á tímann. (T.d að bremsa niður áður en endalínu er náð) Það gæti orðið snúið að reyna að telja áhorfendum trú að þetta sé Kvartmílukappakstur. Jú sko ef þú ferð undir tímann (of hratt) þá tapar viðkomandi!!

#   Ekki verður um met í þessum flokkum það er bara fastur tími.

#  Ekki er þörf á að keyra á Nitro, Í raun til þess valdandi að viðkomandi verður ekki jafn á tíma sínum. Verri kostur.

#  Ekki er þörf á að vera með keppnismótor sem mikið er tekið út úr   hverri kupic-tommu. Þannig háþjöppumótor er tabú.

#  Vænlegast er að vera með ekki of tjunnaða vél sem lullar nokkuð örugt

Við getum jú allir verið sammála um að Þetta er allt satt og rétt.

Stígur spyr "en hvar eru þá keppendurnir?" Við þekkjum það allir að það var met þáttaka árin 2001-2002 ásamt áhorfendum. Þá var eingöngu um það að ræða að keppa í okkar flokkum: OF-GF-SE-MC-RS-GT plus mótorhjólaflokkar. Margir settu sitt persónulega best sem er veigamikill þáttur í sportinu. (staðfesting á árangri) Þetta gekk allt saman vel upp og er þetta blómaskeið. Hvað skeður svo......

Jú gamla sagan endurtekur sig, hræra í keppnisreglum, sem ekki var þörf á. Lítilsháttar lagfæringar hefði kannski mátt skoða.

Ok skoðum árangur af þessum reglubreytingum: Erlendu reglurnar sem sumir bundu vonir við að yrðu vinsælar brugðust algörlega. Þessir erlendu flokkar voru aldrey keyrðir enda miklu opnari en þeir Íslensku. Menn sáu sér ekki hag í að velja þessa flokka. Margir héldu að sér höndum og biðu til að sjá hvað verða vildi.

Hugleiðið þetta ágætu félagar, allir viljum við jú að Kvartmílan verði í blóma.

kveðja
Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #18 on: February 01, 2005, 19:51:42 »
Ertu þar méð að bjóða þig fram í flokkaskoðun í sumar?
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Keppnissumarið 2005
« Reply #19 on: February 02, 2005, 02:18:17 »
Eftir að hafa hlerað nokkur samtöl og tekið púlsinn á mönnum varðandi allt þetta sá ég of greinilega hvernig þetta liggur. Þeir sem nýjir eru koma ALDREI til með að rúlla í bracket, sérstaklega vegna þess að þeir eru ekki að koma þarna til að keyra á 12.90 eða 2.90 eða hvað sem þið viljið kalla þetta. Menn eru að mæta þarna til að fara hratt og svo til að fara ennþá hraðar, slá met, fá bikar... o.sv.frv....ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ BREYTA UM FLOKKA þegar þeir fara "óvart" sekúndubroti neðar en lágmarkið er...bla bla bla bla.

 Ég er sammála öllu því sem Grétar Franksson segir hér að ofan, ég ætti sjálfur að þekkja tímabilið 2001 þar sem ég var keppnisstjóri, í síðustu keppni sumarsins voru 63 skráðir til keppni og 61 mætti, þar af 19 í MC eingöngu (að sögn fróðra manna í EINA skiptið sem hægt hefur verið að keyra 16 bíla Qualify). 2002 tímabilið var ekki eins öflugt en MJÖG gott. Þarna voru þeir flokkar sem menn höfðu keyrt eftir og smíðað bílana sína fyrir í mörg ár. GT-MC-SE-GF-OF eru flokkarnir sem eiga að vera, jújú, það má prófa Pro Street, True Street, Mild Street (enda ekkert mjög ósvipað því sem var fyrir í sjálfu sér) en að láta sér detta önnur eins dauðans djöfulsins vitleysa í hug að keyra allt out Bracket og þessa sekúndu vitleysu finnst mér alveg hreint kostulegt. Sér í lagi vegna þess að það eru kannski 4 gamlir skápar sem kannski skilja eitthvað í þessu dauðans brasi (numbers may vary). Þetta er HEIMSKT.

Svona fyrirfram biðst ég bara afsökunar á orðalagi o.sv.frv. en einhvern tímann var sagt að hver maður ætti rétt á sinni skoðun.

Þetta er mín.

Mbk.

Einar K. Möller
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!