Sælir félagar,
Menn spyrja hvað eigi að gera til að efla kvartmíluna. Við skulum skoða málin aðeins. Allir geta verið sammála um að besta þáttaka og áhorf var á árunum 2001 til 2002 keppendafjöldinn fer að minka árið 2003 og síðasta ár er það lakasta frá 1990 (er búin að vera 9ár í stjórn)
Ef ég lít til baka þá stendur það upp úr að rótækar reglubreytingar hafa fælt keppendur í burtu. Þar má nefna til glöggvunar þegar sandspyrnuregglunum var kollvarpað og í framhaldi lagðist Sandspyrnan af í 2 ár eða þangað til regglunum var aftur snúið í sama horf og áður var.
Eftir það fór Sandspyrnan aftur í gang.
Málið er ekki flókið ef keppendur koma þá koma áhorfendur. Áhorfendur koma til að sjá keppnistæki sem eru kraftmikil, menn verða að skilja að fólk kemur ekki til að horfa á venjulega fólksbíla, þá meina ég þennan dæmigerða fjölsyldubíl, sem eru um allar götur, út um allt, vera að sprikkla eða spóla (ef þeir geta þá spólað) á Kvartmílubraut. Það er engin kvati fyrir áhorfendur. Þvert á móti, getur það verið pirrandi að sjá slíkt.
Mín skoðun er sú til að efla aftur Kvartmíluna að læra af mistökunum og halda áfram að gera það sem vel hefur tekist. Við eigum ágæta flokka sem við ættum að hlúa að. OF-flokk, GF-flokk, SE-flokk, MC-flokk þetta eru þeir flokkar sem höfða mest til Kvartmílumanna og um leið áhorfenda. GT-flokkur og RS-flokkur hafa þurft aðhliðningar við.
Ef menn sameinast um að keppa í þessum flokkum þá fer Kvartmílan aftur á flug. Við verðum að vera menn til að laga okkar reglur eins og allir aðrir þurfa að gera. Það þarf ekkert að vera alltaf að breyta reglunum í OF,GF,SE,og MC þessir flokkar eru bara þokkalega útfærðir. Við meigum ekki gleyma því að mest af okkar keppnistækjum eru ávalt þau sömu ár frá ári með smábreytingum. Reglurnar sem hafa verið um árabil höfða til þeirra. Þannig við ættum að sameinast um að keppa í þessum flokkum.
Það sem hefur kanski verið verst er að MC-flokkur hefur lent illa í tulkunum um slikka eða ekki slikka. Það er alveg ljóst að búið er að kjósa það 2svar EKKI SLIKKA Í MC, og er það í gildi nú, þessu þarf bara að fylgja eftir, því ef leyfðir eru slikkar í MC hefur það þau áhrif af SE-bíla fara að troða sér í þennan flokk og þá mæta MC bilar ekki. Þetta er staðreind sem dæmin sanna.
Mesta gróskan í fyrra var í OF-flokk í þennan flokk mættu mörg ný keppnistæki 5 til 7 síðasta sumar og er það met. Það er vegna þess að ekki hefur verið hróflað við þessum flokk og menn geta smíðað sig í flokkinn sem er opinn og flottur.
Ég vona að þetta innlegg verði til að menn skapi málefnalega umræðu um þessi mál hér á vefnum.
Bestu kveðjur
Gretar Franksson