Núna er ég búinn að koma mér í smá klandur, ég þekki eBay nokkuð vel, búinn að versla talsvert þaðan en nýlega seldi ég minn fyrsta hlut á eBay og í kjölfarið var lagt inn á reikning minn hjá PayPal. Áður hafði ég stofnað reikning hjá PayPal og hélt að ég gæti millifært af þeim reikning inn á bankareikning minn hér á Íslandi, en síðar kom í ljós að það var ekki hægt, nema vera með amerískan bankareikning. Ég er búinn að vera að leita talsvert í "Support Center" sem PayPal býður en ekki enn getað fundið neina lausn (búinn að senda e-mail og ekki enn fengið svar). Þetta er dágóð summa sem ég á þarna inni og þarf því að leysa hana út. Þið sem hafið verið að selja hluti á eBay og notað PayPal hvernig hafið þið getað leyst peningin út úr PayPal?