Svenni turbo er greinilega að sjá þetta í svipuðu ljósi og ég. Ég skaut þessu 800-1200 nú bara inn algerlega útí loftið vegna þess að manni hefur oft heyrst að menn reikni þetta einhvernveginn þannig að það sé alveg útí hött, 350 letti (hvaða árgerð sem er) +a+b+c+d+e+f hljóti að gera 600 hö og svo bætist 400 hö nítróið við ásamt keppnis kertunum sem gefa 4 neista í einu og viðbótar 10 hö (hvernig sem menn fá það nú út..) blablablayakyak.
Það sem mér þótti merkilegast eftir að hafa farið á torfærukeppni (svona úr því að ég þurfti endinlega að opna þessa bölvuðu ormadós...) í sumar að þróunin frá heimasætu Árna sem var smíðuð undir lok síðustu aldar virðist ekki vera mikil, allavega hefur ekkert massa-stökk verið tekið frá 1989 fannst mér. Fret og blár/svartur/hvítur reykur, sprengingar, stjórnlaust, fer ekki í gang, brotnandi og svo framvegis viriðst mér leikmanninum vera eins og það var, vissulega miklir yfirburðir nokkra sem virðast kunna að fá gang í dótið og hafa uppgötvað hvernig á að hafa stjórn á þessu. Það sem ég skil ekki við þetta torfærudæmi hvernig hægt er að halda því sporti gangandi með ekki fleiri áhorfendum.
Menn meiga nú ekkert vera sárir sem eru að vinna í þessu torfærusporti þótt ég skilji þetta ekki og geri grín að "1200 hö", ég skil heldur ekki þá sem stunda "krullu" (þar sem menn hlaupa með eldhúskústa á undan kúlu sem líkist tekatli og rennur á svelli) þannig að þetta er sennilega bara ég sem er "stropaður" eins og einn góður orðaði það um mig...
Eina afsökun manna sem stunda e-h sport er að það vita jú allir að menn verða að hafa einhverja dellu... sama hversu fáránleg hún kann að virðast fuglum eins og mér..