Kvartmílan > Almennt Spjall
Camaro Barlinetta ?
Addi:
Ég veit það ekki!!, minn kom með 305 (LG3) uppgefin 130 hross
sJaguar:
nei hann kom líka með V8
Einar Camaro:
Sælir.
Varðandi 3ju kynslóðina, þá komu 3 týpur af camaro fyrsta árið, '82.
Sport coupe, Berlinetta og Z28.
Sport coupe kom standard með 4 cyl. 2.5 l vél, v6 og v8 optional.
Berlinetta kom með 2.8 v6 standard, v8 optional.
Z28 kom með 4 hólfa 5.0 l v8 standard, cross-fire 5.0 optional.
Engin 350 fyrr enn '87 í IROC-Z.
Berlinettan var talsvert betri pakki en sport coupe'inn. M.a. með meiri hljóðeinagrun, mýkri fjöðrun og öllum mælum. Hann var skreyttur með gulllituðu berlinetta merki á afturstuðara og á hliðunum, auk merkis á stýrinu. Skúffurnar undir framljósum voru málaðar í öðrum lit og einnig rönd neðan á bílnum. þá kom hann með sér bólstrun í innréttingu.
Álfelgur voru standard annað en á sport coupe sem kom standard á koppum og með 5 arma stálfelgur sem option.
'84 kom digital mælaborð í berlinettuna eingöngu.
Hætt var að framleiða berlinettuna '86 og voru allir fídusar í þeim bíl breytt í LT aukahlutapakka fyrir sport coupe'inn '87.
Þannig að það er langt í frá að berlinettan hafi verið verkamanna útgáfan af camaro, allavegana í 3ju kynslóðinni.
sport coupe'inn var það, berlinettan var luxury útgáfan og z28 performance útgáfan. Sést líka ágætlega á verðlistanum fyrir t.d. '83 árgerð af camaro:
Camaro SC Coupe --$8,036.00
Camaro Brl Coupe --$9,881.00
Camaro Z28 Coupe --$10,336.00
Læt þetta duga í bili.
Kv, Einar.
firebird400:
Flott innlegg, takk fyrir það :D
einarak:
þú gleymdir RS-inum (Rally Sport), sem að ég held kom þegar berlinettan hætti eða einhvað... allavega 89-90-90og 92....
Hann var með graðara kit og stærri spoiler heldur en Iroc-Z...
Bæði v6 og v8, meira veit ég ekki........
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version