Author Topic: Nýr þráður.......  (Read 2503 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Nýr þráður.......
« on: November 24, 2004, 12:31:51 »
Sæll Valur og þið hinir sem vitið hvað túrbóið er gott. Ég sagði aldrei að það væri línulegt samband á milli þrýstings og hestafla, ég sagði hins vegar að við svipaðar forsendur, fyllingargráðu og þrýsting gæti þetta átt sér stað. Ég veit að þú skilur ekki allt sem ég segi en það er nú svo háttað með okkur alla, bara mismikið misskilið eftir eistaklingum (þetta var t.d. frekar þvælt).

Varðandi vini mína þá finnst mér nú bara mjög gott að þeir hjálpi mér í að koma vitinu fyrir menn, það þarf að reyna að fá menn ofan af því að vera hræddir við túrbóið. Já það er staðreynd að menn eru það, hræddir við að prófa túrbóið því að einhver segir við þá:

"ég myndi fara varlega í þetta með 305 chevy með blöndung. Ef það er búið að skipta um innvolsið í henni þá er þetta kannski "

og þetta:

"en ég er engin sérfræðingur en mér finnst dáldið mikið að blása tæpu bari inn á orginal 305 kettling"

Eins og ég hef sagt við þig Valur þá ert þú ótrúlega réttsýnn maður þú þarft bara að átta þig á því. Það sést á skrifum þínum ef vel er að gáð.

Það að þú þurfir að þýða póstana þína með (lesist) og öðru slíku er merki um að þú þurfir kannski að fara á tjáningarnámskeið, ekki taka þessu illa því að það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.

Einu sinni enn að hinum fallega bíl formannsins bara af því að hann er svo gott og nærtækt dæmi, vélin í honum er víst eitthvað létttjúnuð (allavega þannig að maður heyrir það á hægaganginum) en hún er eitthvað á milli 450 og 500 hö. að mér skilst og menn eru alveg að pissa í buxurnar yfir honum (ég líka) en þetta eru jú ekki nema 78 til 87 hö á líter sem rétt rúmlega það sem er verið að taka út úr litlum vélum í fjölskyldubílum í dag.

Með það að það náist meira út úr minni vélum hlutfallslega, það hefur komið fram. En hefur þú einhverjar tölur handa mér í þessu sambandi?

Okkur ungu og nýju strákunum í KK þykir gaman að spjalla við ykkur (nú ætti að koma gömlu jálkana) reyndari mennina en þið megið ekki láta eins og við höfum ekkert fram að færa, nú er ég ekki að tala um þig og mig og okkar samtöl heldur almennt.



Baráttukveðja. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nýr þráður.......
« Reply #1 on: November 24, 2004, 12:40:56 »
AMEN :D
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Nýr þráður.......
« Reply #2 on: November 24, 2004, 13:46:11 »
þó að ég sé ekki umræddur Valur í þessari grein þá gæti ég ekki verið meira sammála þér! það er um að gera að gera hvað sem er til að auka hestöflin og ekki vera hræddur við það....
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Nýr þráður.......
« Reply #3 on: November 24, 2004, 16:33:53 »
Sko hestöfl per stærðareiningu fara eftir 2 þáttum.
Það er auðvitað fyllingargráðan og mekanísk töp (sem saman ákvarða togið per stærð) og hversu hátt vélin snýst þar sem að fyllingin er í hámarki.
Mekanísk töp aukast auðvitað þegar að vélin stækkar og þyngist, töpin aukast einnig þegar að snúningurinn stækkar, og slagstutt vél vinnur betur á háum snúningi bæði vegna þess að mekanísku töpin eru minni og að það er auðveldara að fylla cylender sem er breiður og slagstuttur á háum snúningi (loftið þarf ekki að ferðast inn á eins miklum hraða, og þarf ekki að ferðast eins langt niður til þess að fylla cylenderinn)
Nema ég hafi snúið þessu öllu við og sé farinn að tala bölvaða vitleysu...
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Nýr þráður.......
« Reply #4 on: November 24, 2004, 17:26:14 »
Það er ekkert að því að hvetja menn til varkárni.  Það er hinsvegar ekki smekklegt að taka orð úr samhengi.  Það sem ég sagði var m.a.:

"...ég myndi fara varlega í þetta með 305 chevy með blöndung. Ef það er búið að skipta um innvolsið í henni þá er þetta kannski einfaldara."

Með þessu var ég á engan hátt að níða niður túrbó, eða aðrar forþjöppur, heldur hvetja til varkárni.

Það er yfirleitt ekki mælt með að taka svona mikið útúr tveggja bolta chevy small block.  Hann sagði "tvær 18punda turbinur?? samt bara bustaðar á 13psi".  Ég átti nú von á meiru en 500 hp sem hann vill nú taka útúr þessu.  Eingu að síður er yfirleitt mælt með 4ja bolta blokk þegar menn fara eitthvað yfir 400 hrossin á sbc.

Blandan í stimplum, stöngum og sveif í 305 er heldur ekki sérstaklega til stóræðanna.  Ef ég væri að gera þetta við 305 (myndi líklegast velja aðra blokk) þá myndi ég reyna að styrkja kjallarann eitthvað, þó ekki væri meira en setja studda við höfuðlegur og breyta dótinu í 4ja bolta með aftermarket bökkum.

Með því að styrkja kjallarann er mögulegt að minnka líkur á bilunum.

Persónulega myndi ég ekki prófa túrbóið án þess að hafa kynnt mér það mjög vel, og vita uppá hár hvað ég væri að gera.  Það eru alltof margir sem fá sér eitthvað dót og skella því saman, og rústa öllu því þeir höfðu ekki þekkingu á því sem þeir voru að gera (höfum líklegast flestir lent í einhverju svoleiðis).  

Í sumum tilfellum er þetta bara hluti af því að læra, en þetta er svolítið dýr lexía.

Það bíður svo uppá sögur að maður þekki mann sem að setti túrbó á bílinn sinn og smallaði draslinu, ergo, túrbó er ómögulegt (þó að sökin liggji hjá þeim sem vissi ekki hvað hann var að gera).

Svo heldur þetta áfram út drifrásinu.  Ég er ekki viss um að TH700R4 lifi góðu lífi á bakvið 500 hrossa mótor.  10 bolti GM er heldur ekki það sterkasta á markaðnum, en lifir kannski ágætlega ef dekkin eru ekki breið.  

Auðvitað er hægt að kaupa aðra skiptingu og hásingu, en það er gott að menn geri sér grein fyrir þessu fyrirfram í stað þess að sitja allt í einu upp með tjón sem kemur þeim í opna skjöldu (en hefðu mátt búast við).

En túrbóið er þvílík snilld þegar þetta er vel gert, ef þessu er klúðrað einhvernveginn á án þess að hugsa útí möguleg vandamál þá bíður það uppá að menn þurfi að eyða óþarfa pening, og verði ekki ánægðir með niðurstöðuna.

Kv. Jón H.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Fínn þráður mar...
« Reply #5 on: November 25, 2004, 01:32:35 »
Hæ.

   Sæll Nóni minn, elsku hjartans snúðurinn minn.  

  Sko þetta með Brunahraðann (flametravel); Nei ég hef ekki neina formúlu á takteinonum en ef ég man rétt var þetta kennt í vélskólanum allaveg á sínum (mínum) tíma.  Og þetta getur einhver gluggað upp (nú eða þú) á td howstuffworks,  eða einhverjum sambærilegum vef,.

  En svona sem hint.  Heldurðu að Chevy kallinn hafi verið að minnka borið í LS-1 vélinni af því hann átti aukamagn af litlum stimpilhringjum.??   Og heldurðu að allir hinir séu að fara yfir í fjölstymplavélar td. 10 cyl Dodge, Ford og VW etc.  af einhverjum gæðum eða vegna þess að þær "sándi" betur., (öðruvísi allavega.)
 
   En,  þetta eru ekki nein ný vísindi frekar en gæði túrbo eða annarra þrýsti gjafa. (tunnelram er dulinn þrýstigjafi., Já og "skóp" líka )
  Td. Honda mótorhjólakallinn notaði sér þetta í "denn" þegar keppt var á "mjög spennandi "  götuhjólum sem voru 250 cc, og honda kallinn kom fyrst með 6 cyl vél 250 cc og minnkaði hana síðan í 5 cyl og dómineraði samt.   Þess vegna eru cyl fjölda reglur í öllum þessum flokkum (enn verið að tala um mótorhjólin) og í sama flokki máttu vera með stærri (meira af cc.) ef cyl eru færri (ef ég man rétt mattu vera með tæp 1000 cc 2 cyl á móti 750 cc á 4 cyl.)
  Og þetta er ekki útaf Mekanisku viðnámi heldur brunahraða.  Það sem ég er að reyna að koma á framfæri með öllu þessum orðum, er að í brunavél er bara x hraði á brunanum (ég veit reyndar hægt að örfa brunann aðeins með flottu brunarými og sv frv.) Og því stærri sem brunarymið er því verri heildarbruni (nýtni ) (bruninn tekur það langann tíma að stimpillinn er kominn langt niður í cyl. þegar brunanum er "lokið". kannski ekki lokið en búið mesta kikkið) Aha nú stökkva nokkrir á lappir með hendur í klofi, og hrópa "lítið er gott",  Ef átt er við nýtingu pr. cc. já..
 (Fyrir þá sem eru mjög nýir erum við að tala um bullumótora ekki neitt í sambandi við konur eða þess háttar)

Og þú ferð líka halloka út úr samanburði við minni vélar.  Td eru einhverjir strumpar sem ná rétt um 30 hp út úr 50cc skellinöðruvélum T'URB'OLAUSUM.  sem er um 1200 hp út úr sábunni án turbo..... myndi vefjast fyrir mönnum á bestu heimilum.    Og þetta með 1400 hp F1 vélarnar í gamla daga, þeir voru að boosta þær Amk. 80 psi. (5,5 bar) og voru með MJÖG torkennilegt eldsneyti..

    Svo annað þetta með taugaveiklunina með 2 bolta 305 blokkina, og allt það góss.  þú getur tekið svona 15-25% meira afl út úr vél með turbó heldur en ekki turbo. ????? Akkuru.??  Spurðu Nóna hann á að vita þetta.
Og þetta með skiftinguna og drifið.  Ef þið eruð svona taugaveiklaðir, blessaðir ekki vera setja þetta dót í gang.  Þetta er allt í hættu um leiðog startarinn stoppar.    
 Ha.... búinn að eyðileggja fyrir ykkur daginn. he hehe.

    Allavega þetta er nóg fyrir ykkur í bili..(maður er nú ekkert að ausa úr skálum visku sinnar yfir ykkur,    Þetta er bara það sem skvettist útfyrir.)

   Hérna í denn. (um það bil sem þið voruð að koma í heiminn)  Setti ég turbo á 2 L japönsk tryllitæki. Og eftir vísindalegar tilraunir, sem var að vikta bílana og nota MOROSO stokk var niðurstaðan 75 hp fyrir turbo og 155 hp eftir turbo þetta var með 7 psi og vatnsinnspýtingu sem kom inn við 4,5 psi. Þess má geta að vélin var skráð ca 110 hp.  Þetta var nóg til að geta látið gúmmíin loga út annan gír og taka svona std V-8 tæki (305 Camaroa og tangir)  'i spyrnu,,,, Það sem ekki má kannski fréttast að Camaróarnir bæði höndluðu betur og miklu betri bremsur( Lært "the hard way." þegar maður fór á 100 kmh yfir gatnamót á rauðu og var að reyna að slíta stýristúbuna úr tækinu,  og fór með Maríubænir.) Smá saga úr sarpnum.  
     Takk samt fyrir að starta þessum þráð, voða gott að það er meira spjallað hér en um gæði Charade og styrk í topplausum Lödum.

  Og ég veit að það vita ekki allir allt og allir hafa eitthvað fram að færa.  en sumir vita ´næstum ekkert um lítð, en það virðist ekki stoppa þá í því að tala um það.  Já, ja menn hafa rétt á að vera með (bara smá pirr)
 
Ps. þetta með textaskýringarnar(-----)  þá er þetta til að losna við pósta einsog.: "Hvar býr þessi Hr. BOOST,  sem kraftar svona rosalega."
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Lödur!
« Reply #6 on: November 27, 2004, 17:26:54 »
Talandi um Lödur, ég man eftir því hérna í kring um 1990 að þá var einmitt einn sem var svona "skítsama um hvað öðrum finnst" gaur eins og sumir sem var með Lödu 1600 sem var blá að lit og hann var búinn að skifta um knastása í henni og setja eitthvað annað eldsneytisblöndunarkerfi og sjóða drifið. Þessar vélar voru ábyggilega eitthvað skildar Fiat þannig að auðvelt var að gera eitthvað við þetta. Hann fór niður í lágar 15 (án ábyrgðar) á Lödunni sem manni þótti bara fjandi flott á þeim tíma og það sem meira var að Ladan var bara nokkuð snyrtileg hjá honum (ólíkt því sem gerist hjá mörgum "skítsama um hvað öðrum finnst" gaurum :) .
Ég er nú bara að segja með þessu að mér finnst að menn eigi að láta vaða ef þeir fá einhverja góða hugmynd og ekki að vera hræddir um hvað öðrum finnst, ekkert að hlusta á úrtölur eða ráðleggingar (jújú....allt í lagi, smá ráðleggingar en alls ekki allar).

Frumkvöðlakveðja, Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0