Ég var bara að frétta það núna fyrir fimm mínútum að lokahófið sé á morgun. Það er nú helvíti glatað að menn geti ekki svarað fyrirspurnum á netinu þegar þær koma. Kannski bara mín mistök að upphafssíðan mín er beint á spjallborðið en ekki á forsíðuna, virðist eins og þessir menn sem hafa upplýsingarnar séu hættir að kíkja á netið og fræða sauðsvartan almúgann um hvað er á döfinni. Allavega eru að verða komnar tvær vikur síðan Helgi spurði um þetta mál.
En eru margir búnir að kaupa miða??? Einn forvitinn um gang mála
