Vegna spurninga á rally.is þá kemur stutt útskýring á Auto-X
Auto-X
Er aksturskeppni sem oftast er haldin á stóru bílaplani, braut útbúin með keilum, götubílar ræstir úr kyrrstöðu, einn í braut í einu, keppt á tíma og tíminn ekki stöðvaður fyrr en bílinn er búinn að aka tiltekinn hring (hringi) og hann hefur stöðvast inni í tilteknum reit sem er endamark. Allir skoðaðir götu fólksbílar geta verið með, aðeins skylda um að vera með belti og hjálm. Refsing með viðbættum tíma ef menn aka á keilu.
Jafnvel möguleiki á 15-17 ára flokk í þessu. Reglugerð gerir ráð fyrir því.
Þessi umræða er einnig kynnt á rally.is og live2cruize.com