Varðandi fyrirspurnina frá Dart68 um litinn og samanburðinn við bílinn sem hann vísaði í þá eru nokkrir þættir sem geta skýrt mismuninn á myndunum. Birtuskilyrðin á myndunum geta haft áhrif á hve dökkur liturinn virkar, aldurinn á lakkinu sömuleiðis og hve mikil áhrif sólarljósið hefur haft á upplitun hans. Þess fyrir utan getur að sjálfsögðu verið einhver mismunur á lakki milli lakkframleiðenda þó að litirnir séu gefnir upp þeir sömu. Annars voru bláu Challenger litirnir fyrir 70 módelið 3, þe. B3 (ljósblár), B5 (milliblár) og B7 (dökkblár).