Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hvað getur maður fengið fyrir svona

<< < (2/4) > >>

NovaFAN:
ef allir segja hvað þeir væru tilbúnir að punga út fyrir hann, og þú færð svona 10 svör ætti meðaltalið að geta gefið þér ágæta mynd af hvað "markaðsvirði" bílsins er, ég persónulega myndi ekki hika við að punga út rúmri milljón fyrir bílinn, segjum 1100, hef reyndar aldrei séð hann face to hood, hehe, en, man, hann lítur vel út á myndum....

firebird400:
Það virðist vera gangverðið á flestum þessum múskle cars hérna heima, þannig að það myndi bara ekki borga sig að vera einhvað að selja hann, enda held ég að ég myndi aldrei gera það svona þegar á hólminn yrði komið
Vonandi kemstu nær "the hood" svona :wink:

D440:
það er örugglega ekki hægt að flitja svona bíl í þessu ástandi inn fyrir minna en 2.000.000 og örugglega tölvert meira.

challenger70:
Svona bíl selur maður ekki fyrir minna en 2 millj.kr.  Eðlilegt verðmæti ca 2-2,5 millj.kr.  Vandamálið er hinsvegar að kaupendahópurinn er ekki stór.  Ef þú færð ekki ásættanlegt verð þá skaltu bara eiga hann áfram, enda mun verðmæti svona bíla bara hækka á næstu árum.  Þú gætir einnig setið á honum í einhver ár og þá selt hann úr landi ef enginn kaupandi finnst hér á fróni.

Moli:
Ég myndi ekki láta þennan bíl á undir 1.5 - 2 milljónir (kalt mat) það er merkilegt með suma að þeir halda að þeir geti fengið þessa bíla á slikk þó þeir séu í topp standi samanber þinn, það eru nefnilega ekki margir sem eru reiðubúnir að verlsa svona bíla fyrir þetta mikinn pening, einn góður félagi minn var með ´69 Coronet Super-bee bílinn til sölu í sumar fyrir 1.200.000 (sem er í raun alls ekki mikið) það voru þónokkrir sem hringdu skoðuðu og fannst 1.2 milljón vera of hátt!  :shock:  þessir bílar eru í dag að ganga á um 20-30.000$ í USA og reiknaðu nú! Minnstu munaði að bíllinn færi til Noregs en kaupandinn þar hætti við. Málið er bara það að þegar maður á svona grip borgar sig í rauninni ekki að selja hann nema þú sért reiðubúinn að láta hann á eitthvað minna en auðvitað geturðu orðið heppinn og fengið gott fyrir hann hérna heima en eins og þú líklega veist er kaupendahópurinn ekki stór. Ef þú villt losa þig við hann væri ekki vitlaust að setja hann á eBay því þar myndirðu mjög líklega fá mun hærra fyrir hann þar heldur en hér á landi.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version