Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet El Camino

(1/10) > >>

narrus:
Ég var að vafra á netinu eins og ég geri næstum alltaf og sá þá þessa Chevrolet bíla.  Þeir eru af gerðinni El Camino.

Þá fór ég að spá og spekulera, ég hef nenfilega aldrei séð svona bíl hérna á klakanum. Kannski lumar einhver á upplýsingum um þessa bíla og hvort einhverjir eru á skerinu okkar.  :roll:  :?:

Beisó:
það var einn geggjaður á skaganum í gamla daga sem (baldur minnir mig að nafnið að eigandanum) var appelsínugulur og hann gerði hann upp og setti annan fram og afturenda á bílinn
það hlítur eitthver að eiga mynd af þeim bíl

Moli:
Þessir tveir eru nú ennþá til.






Svo man ég eftir hvítum el-camino sem var hérna í bænum fyrir þónokkrum árum síðan, kringum ´95-´98, held að sá bíll hafi farið norður til Stjána Skjól og hafi seinna verið sprautaður gulur. Þekki ekki frekar söguna af honum, en hann var eldri en þessir tveir hér að ofan.

Anton Ólafsson:
Þetta er bíllinn sem kom af skaganum hingað til Akureyrar.
Hann er með Camaro frammenda og var með Coravettu aftur stuðara.

Binni GTA:
'eg ætlaði að reyna ná þessum bíl fyrir svona 2 árum,en nei þá átti enhver kelling hann og hún ætlaði að láta hann bara rotna niður í drasl !!!

Veit einhver hvar hann er núna ?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version