Author Topic: Tveir pikkar til sölu  (Read 2170 times)

Offline Þórir

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 154
    • View Profile
Tveir pikkar til sölu
« on: October 29, 2004, 13:49:31 »
Sælir.

Ég ætlaði bara að bjóða hérna til sölu tvo eðalvagna.

Um ræðir eitt stk. Dodge Dakota 1989, 3,9 V6. með skápapalli. Bíllinn er hvítur á lit og er bara hin þokkalegast dós. Lítur ágætlega út og ef vilji er fyrir hendi er hægt að henda skápapallinum af og smíða á grófan pall. Trukkurinn er ekinn aðeins 62 þús. míl. og fæst á lítinn pen.

Í öðru lagi er um að ræða Chevy 2500, 1990 model, pikka, sem einnig er með skápapalli, en hins vegar get ég látið fylgja með honum venjulegan pall með flestöllu sem til þarf. Bíllinn er útbúinn átta gata 305 og er hin prýðilegasta kerra, keyrir vel, gerir og græjar. Þessi eðalgræja er ekinn aðeins 47 þús. mílur.

Báðir bílar eru ágætiskerrur og tilvaldir sem vinnubílar, enda bara afturdrifnir. Bílarnir fást fyrir lítið og um er að gera að bjalla bara á mig með tilboð.

Með fylgir mynd af Dakotunni en ég á ekki mynd ad Chevy-num á netinu en get sent á menn, ef vilji er fyrir hendi.

Þórir I.
s:663 5525

Annars bara, kveðja.

Mopar or No car.