Kvartmílan > Almennt Spjall
Fyrsti Ford Mustang 2005 kominn á klakann!!!
Olli:
Sæl öll sömul.
Núna rétt í þessu kom til mín strákur, David (minnir mig) að nafni sem býr á vellinum, og á 2003 v6 Mustang. (mjög fallegur bíll - en jú bara v6)
En hvað um það, hann sagði mér einnig að núna í fyrradag hefði komið til landsin, nánar tiltekið á Base-ið, glænýr 2005 Ford Mustang GT!! Hann var að vísu ekki klár á hvaða pakki var með honum, en hann hélt að það væri Deluxe (sel það ekki dýrara en ég stal því).
En jú þetta eru snilldar fréttir fyrir Ford-menn og vonandi fáum við tækifæri til að sjá hann, því persónulega get ég ekki beðið fram í Janúar til að sjá frumsýninguna hjá Brimborg.
Jæja.. er ekki einhver sem að á leið þarna uppeftir og með cameru, sem gæti smellti nokkrum myndum af gripnum og kastað þeim hér inn???
Moli:
sæll Olli, já ég get verið sammála þér með það að vera mjög spenntur, sjálfur bíð ég í ofvæni eftir því að fá að skoða og prufa gripinn, ég á mjög líklega leið upp á svæði á föstudag ef ekki þá, þá líklega mánudag, ég skal grípa vélina með og líta í kringum mig!
firebird400:
kannski ótengt þessu, en það er einn bíll sem þú munt sennilega ekki ná að taka myndir af og það er blæju PT Cruiserinn sem hefur verið upp á velli, ég sá hann nefnilega utan vegar á miðnesheiðinni, hann var búinn að fara nokkrar veltur, vonandi slasaðist enginn um of
kiddi63:
þetta var töff bíll.
Stal mynd af honum frá VF.is
frikkiT:
er það ferlíkið sem er með 5.0 L Cammer skrímsli í húddinu sem er um er talað?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version