Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands

<< < (9/14) > >>

JHP:
Svo verður nú að klappa fyrir Mustangnum því hann er orðin 300 hö sem vettan hefur verið síðan ´92 því þeim er einhverra hluta vegna líkt saman af algerum snillingum því þessir bílar eiga ekkert sameiginlegt

Chevyboy:
Dísís kræst!!!

Þetta spjall er að minna á annan klúbb!! Ekkert nema tuð yfir smáatriðum sem skifta ekki jak shitt!!
Hvernig væri nú bara að fagna því að nýji Mustanginn er kominn, þetta er geðveikt eintak sem stendur hjá þeim þarna.
Það skiftir ekki máli hver var fyrstur, það er flott verð á Tönginni hjá þeim og ég verð hissa ef að það verður ekki allt morandi af þeim í vor.

Gizmo:
Mér finnst nú Mustanginn vera umtalsvert fallegri bíll en þessi blöðru-Pontiac.  Ég held að mesti munurinn á þessum bílum er að þeir eru gerðir fyrir gjörólíka markhópa.  Það eru eflaust margir sem horfðu á Mustanginn 66-70 löngunaraugum þegar þeir voru ungir, með fullt af skuldum og börnum á sinni könnu, nú eru þessir sömu menn komnir með gráa fiðringinn og eiga fyrir honum.  Ég er líka alveg viss um að margir setja ekkert fyrir sig að hafa hann "bara" 6 strokka.  Margir eldri menn sem eru td að kaupa mótorhjól í dag taka frekar 650 í stað 1100, bara af því að það er þeim nóg og mismunurinn er talsverður í verði.

Mér finnst nýi Mustanginn vera einhver best heppnaði bíll USA í mörg ár útlitslega, hefur gríðarlega sterkan ættarsvip við fyrstu árgerðirnar að utan en ég varð pínu hissa á því að mælaborðið sé ekki látið vera jafn "orginal" eins og ytra lúkkið í stað þess að hafa svona staðlað FORD mælaborð.

Annars gríðarlega flottur bíll og ég er alveg að fíla rauðar innréttingar.... þær gera svona bíla bara meira sporty.  Td myndi eldraud innrétting ekki passa Landcruiser, en á alveg heima í Mustang.

Halldór Ragnarsson:
Og til að bíta hausinn af skömminni þá þurfti GM að leita til Holden (GM í Ástralíu) til að ná í ekta musclecar,því þeir drápu jú Firebirdinn og Camaroinn.Gott á þá að Ford skuli vera að taka þá í R$$$$g.. :D
HR

PGT:
Sad but true....

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version