Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands

(1/14) > >>

Brimborg:
Sælt veri kvartmílufólkið.

Undirrituðum var bent á að komment væri um nýja Ford Mustang bílinn á Til sölu þræðinum. Þar sem ég gat ekki svarað á þeim þræði tek ég mér það bessaleyfi að stofna nýjan þráð hér og svara. Vona að því verði vel tekið. Kommentið á "til sölu" þræðinum var svona:

"2005 Mustang GT Coupe boðinn til sölu hjá Sparibíl. Það er vonandi að þetta verði eitthvað ódýrara hjá Brimborg þegar þeir bjóðast til kaups þar ...."

Mitt svar, fyrir hönd Brimborgar:

Brimborg hefur nú þegar pantað fyrstu bílana af Ford Mustang 2005 og má búast við fyrsta bílnum upp úr áramótum. Verðið er frábært og mun lægra en t.d. kemur fram á vefnum sparibill sem vitnað er í hér að ofan. Grunnverðið er frá kr. 2.990.000 fyrir V6 bílinn og GT V8 bíllinn mun kosta frá kr. 3.720.000. GT V8 bíllinn með premium pakkanum verður á kr. 3.990.000.

Upplýsingarnar um bílinn á sparibil voru ekki mjög ítarlegar en með því að rýna í þær og bera saman við gögnin sem við höfum þá tel ég mig hafa fundið nokkurn veginn út sambærilegan bíl sem Brimborg getur boðið. Bíllinn sem um ræðir er Mustang V8 Deluxe og er hann beinskiptur með leðri og 6 diska spilara og 9 hátölurum. Verðið á sambærilegum bíl verður hjá Brimborg kr. 4.430.000 en skv. sparibill er verðið hjá þeim 5.520.000.  Sparibill er því um 30% dýrari en Brimborg. Að sjálfsögðu fylgir full verksmiðjuábyrgð frá Brimborg enda bíllinn fluttur inn beint frá verksmiðju.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá ráðgjöfum Brimborgar í síma 515 7000. Brimborg reiknar með að frumsýna Ford Mustang í janúar 2005.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Brimborg:
Sælir Kvartmílu menn og konur

Nú var fyrsti Mustanginn að leggja að bryggju á Íslandi og er óhætt að segja að spennan er farin að magnast hjá starfsfólki Brimborgar og Ford áhugamönnum. Mun verða tilkynnt nánar síðar hvenær frumsýning verður haldin í Brimborg.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson

ZeroSlayer:
viltu posta inn mynd af þessu tæki?

Brimborg:
Sæll

Ég mun reyna að setja mynd inn á morgun. En fleiri myndir, litir, búnaður, vélar og fleira er hægt að sjá á www.ford.com. Slóðin beint inn á Mustang 2005 er.

http://www.fordvehicles.com/cars/mustang/

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Lindemann:
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version