Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands

<< < (7/14) > >>

Brimborg:
Sæll Firebird400

Það var nú eiginlega ég sjálfur sem barðist dáldið fyrir rauðu sætunum. Mér þykja þau svaka flott en eins og þú segir þá hafa ekki allir sama smekk.

Ég var að fá á borðið hjá mér CAR AND DRIVER nýjasta heftið January 2005. Þar er samanburður sem þeir kalla:

Comparison test 21st-Century Muscle cars

og eru bornir saman tveir bílar. Ford Mustang GT og Pontiac GTO.  Niðurstaðan er skemmtileg fyrir Ford og Brimborg því Mustanginn vinnur.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Spoofy:
Mig langar nú að sjá þetta blað karlinn minn, það verður að færa einhver rök fyrir þessu  :?  :?  :?

Kiddi:
Gef aldrei mikið út á test þ.s. aðrir eru að prófa bílana (ekki þú sjálfur) en allavegna þá fær Ford stig hjá C&D yfir Gto'inn fyrir chassis performance, sem mér þykir undarlegt þ.s. gamli T ford er enn á hásingu, er á verri dekkum og er með verri bremsur en jæja það er þá kostur eða hvað???

Fordinn vinnur út á "gotta have it factor", Chassis performance, styling og value ó já og trunk space :)

En sem áhugamaður um hraðskreiða sportbíla þá vel ég 6 gíra, 400 hestöfl, betri bremsur, betri stóla, meiri dekk, sjálfstæða fjöðrun, meira tog en þó með álíka eyðslu og léttari Mustang með minni og máttlausari vél (fordinn eyðir minna innanbæjar en Gto-inn minnu utan).

Fyrir áhugasama þá má sjá þessa grein hérna: http://www.caranddriver.com/article.asp?section_id=15&article_id=8908&page_number=1

Minni menn svo á Konunginn..

Moli:
Til lukku Brimborg fyrir að hafa loksins hafið innflutning á Mustang! Löngu kominn tími á það! Þetta verður kannski til að hrista upp í IH og að þeir fari að flytja inn álíka bíla frá GM. Ég kíkti á gripinn rétt eftir hádegi í gær og leist gríðarvel á! Virkilega smekklegur, að utan sem innan. Gaman að sjá að bíllinn fær svona góð viðbrögð, ég spjallaði við einhvern sölumann þarna hjá ykkur og sagði hann mér að þónokkrir bílar af "Premium" bílnum væru seldir en eru þó ekki tilbúnir til afhendingar, ertu með tölu á því hvað margir bílar eru seldir? ..og að þessi tiltekni "Premium" bíll verði sýningarbíll fram í Mars, þá fari hann í reynsluakstur, það verður gaman að fá að taka í gripinn ef sá möuleiki verður fyrir hendi!

Enn og aftur til lukku!  :wink:

Lindemann:
ég hef nú aldrei verið fyrir rauðar innréttingar, en þessi er nú ´flottari finnst mér í real life en á myndum

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version