Author Topic: Að setja smurolíukæli  (Read 2450 times)

Offline ElliDúdú

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Að setja smurolíukæli
« on: October 27, 2004, 15:35:12 »
Sælir.
Ég er að spá í til að reyna að auka endingu og kælingu vélarinnar að setja inn í kerfið hjá mér lítinn olíukæli, framarlega á bílinn, neðan við eða framan við vatnskassann. Er eitthvað sem þarf að hafa í huga við ísetninguna? Er málið bara að festa hann á skynsamlegum stað og svo tengja við?
Og svo datt mér í hug fyrst að ég er með sjálfskiptingu og vökvastýri sem eru á sama vökvanum, gæti ég ekki kælt skiptinguna aðeins niður með þvi að setja inn kæli á það kerfi líka, sams konar og ég nefndi fyrr?
Endilega reynslumeiri menn en ég segi sitt um þetta.
Og að endingu, vitiði hvað efnið myndi kosta i þetta, þ.e.a.s. slöngurnar og kælarnir?

P.s.
Þetta er gömul smallblock 302.
Elfar D. Kristjánsson
Bronco II ´84 -Til sölu.
Daihatsu Feroza - Til sölu.
M.Benz 250 ´80 ssk
Santa Fe V6
UAZ ´78

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Um plástur án sára.
« Reply #1 on: October 27, 2004, 17:19:52 »
Hæ.

    Oftar en ekki er gott að hafa góðar uppl. um hvað þú ert með og hvað þú ert að gera.  

   Ef þetta er þinn götu "jeppi" á minn en 33" þá Ætti skiftingakælirinn í vatnskassanum að vera nóg.
    Þetta með að kæla vélarolíuna, ????   Þú þarft að vera kominn með mikið álag (lesist, hestöfl) til að hafa áhyggjur af olíuhita á vél (þetta er ekki turbo hjá þér er það.?)

   Ford kallinn gekk nú nokkuð vel frá þessu og gerði ráð fyrir að billinn færi staðinn upp klettafjöllin fullhlaðinn og með kerru í eftirdragi.

  Settu synetiskan sjálfsk. vökva. á skiftinguna.
  Þokkalega vandaða olíu á vélina og skiftu út olíunni oftar ef álag er mikið þ.e. stór dekk og snjóakstur eða kerrudráttur.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.