Sælir.
Ég er að spá í til að reyna að auka endingu og kælingu vélarinnar að setja inn í kerfið hjá mér lítinn olíukæli, framarlega á bílinn, neðan við eða framan við vatnskassann. Er eitthvað sem þarf að hafa í huga við ísetninguna? Er málið bara að festa hann á skynsamlegum stað og svo tengja við?
Og svo datt mér í hug fyrst að ég er með sjálfskiptingu og vökvastýri sem eru á sama vökvanum, gæti ég ekki kælt skiptinguna aðeins niður með þvi að setja inn kæli á það kerfi líka, sams konar og ég nefndi fyrr?
Endilega reynslumeiri menn en ég segi sitt um þetta.
Og að endingu, vitiði hvað efnið myndi kosta i þetta, þ.e.a.s. slöngurnar og kælarnir?
P.s.
Þetta er gömul smallblock 302.