Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 cuda á Djúpavogi
vette75:
já strákar það fer straumur um mann þegar maður sér þessa cudu aftur.
Ég átti þessa cudu á eftir Hauki ökukennara og þetta var meiriháttar bifreið.
Haukur hélt að vélin væri ónýt og prangaði cuduni inn á mig.
Það hafði farið heddpakkning og það blés á milli stimpla og smá rauf hafði myndast á milli stimpla, ég fékk Jón Bónda svokallaður til að rafsjóða í þetta og við urðum aldrei meira varir við þetta.
Ég seldi cuduna upp á Akranes en eftir nokkra mánuði var hann komin út í móa og stóð þar lengi. Í þá daga kunnu menn ekki að meta svona bíla.
Svo þegar ég verslaði Vettuna á eaby þá hafði ég það að leiðarljósi að ég ætlaði aldrei að selja hana ,strákurinn minn erfir hana eftir minn dag
Kveðja
Ólafur Haukdal
Zaper:
"þessi FORD er betri" nei mér finnst hann eiginlega mun verri
xbb:
þetta held ég að sé ekki eina cudan á landinu það er ein í uppgerð inn í skúr í fannafoldinu. það eru tveir bræður sem að eru að gera upp cudu og challanger og verða þeir keppnisbílar báðir. virkilega flottir bílar og það er vönduð vinnan á þessu hjá þeim. held að þeir séu bílasmiðir.
Moli:
--- Quote from: "Sum12fast4U" ---þetta held ég að sé ekki eina cudan á landinu það er ein í uppgerð inn í skúr í fannafoldinu. það eru tveir bræður sem að eru að gera upp cudu og challanger og verða þeir keppnisbílar báðir. virkilega flottir bílar og það er vönduð vinnan á þessu hjá þeim. held að þeir séu bílasmiðir.
--- End quote ---
myndir af Cudunni þeirra
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=9516
...og svo Challenger
http://www.hn.is/thokri/Mopar.htm
annars held ég að eftirfarandi bílar séu þeir einu af Barracuda 70-74 sem eftir eru á landinu,
endilega leiðréttið mig ef ég er að rugla eitthvað!
1. 1970 Barracuda Rauð Jón Geir Eysteinss. (í uppgerð)
2. 1970 Barracuda Rauð Hjörtur (illa farinn)
3. 1970 Cuda 383 Gulur veit ekki nafn á eiganda en nr. á honum er R-706
4. 1970 Barracuda Gulur Þórhallur og Eggert (í uppgerð)
5. 1971 Barracuda Brún Gulli Emils (illa farinn)
6. 1971 Cuda 340 Gul Kristján (mjög illa farinn)
7. 1972 Cuda 340 Ljósblár Kristján (mjög illa farinn)
R-706
440sixpack:
nr 2 og 3 á listanum er sami bíllinn klónaður úr mörgum
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version