Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 cuda á Djúpavogi
440sixpack:
Ég veit félagi Gísli að þetta er illa sagt, en satt engu að síður. Hélt kanski að ef einhverjir myndu láta þetta umtal berast til viðkomandi, ja svona rétt til þess að ýta aðeins við þeim úr draumaheiminum. :D
Ég vildi nú kanski vekja athygli á því að með tilkomu internetsins hefur opnast til muna tækifæri þeirra sem vilja kaupa sér bíl erlendis frá og hætta að hugsa um þessar ruslakörfur hér heima, þegar upp er staðið er það langtum ódýrara að versla uppgerðan 25 þús dollara bíl og taka heim heldur en að puða við þetta í 5-10 ár og eyða í þetta 4 milljónum.
Trust me been there and done that.
Moli:
sæll Tóti, er þetta ekki eina ´71 Cudan með 340, 4 gíra + pistol grip sem kom hingað til lands, voru þær fleiri sem komu hingað þannig? og á sami eigandi sem á þessa Cudu, á hann ekki einnig bláa ´72 Barracudu með 340? er vitað í hvernig ástandi sá bíll er?
Gruber:
afsakið fáfræði mína en hver er munurinn á ´Cuda og Barracuda er þetta ekki sami bíll, bara með mismunandi pakka? (innrétting oþh.)?
Halldór Ragnarsson:
Þessi bláa Cuda kom með 340 og 4 gíra pistolgrip ,,,en 340 rokkurinn er löngu farinn,1981-1982 þá var blokkinn brunninn á milli slífa,ég veit ekki annað en hún hafi verið haugamatur(blokkin),mig minnir að númerið á Cudunni hafi verið R-4116,leiðréttið mig ef ég man þetta ekki rétt,en getur verið að Guðmundur Kjartans hafi flutt hann inn?
HR
440sixpack:
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hve margar Cudur voru framleiddar 340 4ra gíra beinskiptar, þá voru það 1141 stk. sem gerir þetta nokkuð sjaldgæfan bíl. Td. Challenger sem tvíburarnir eru að gera upp er 440 sixpack 4ra gíra beinskiptur voru 793 stk. framleidd. Sem betur fer er sá bíll í góðum höndum.
Ég get ekki séð að það sé neitt meira varið í þessa 71 cudu hérna heima heldur en þessar sem til eru í AMERÍKU Í MIKLU BETRA STANDI.
Hemi 472, það er alveg rétt hjá þér að Cuda og Barracuda er sama skelin, og innréttingin er alveg eins í Cudu og Barracudu fyrir utan cuda merkin á hurðarspjöldunum. Hins vegar snýst Cudan meira um performance package sem sagt svipað og venjulegur Challenger á móti R/T Challenger, einnig vil ég benda á að það er miklu meiri munur þegar komið er í alvöru vélar einsog 440 og hemi, hvað varðar drifbúnað, styrkingar og fjöðrun.
Og svona í restina til að svekkja alvöru Mopar menn, þá ætlaði eigandi Cudanna fyrir austan að nota 72 skelina og klóna 71 dótið í hana vegna hve 71 skelin er illa farin. What a shame.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version