Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 cuda á Djúpavogi
C-code:
Jú það er annars rétt,ég átti þessa bláu ´72 Cudu í nokkra mánuði. Tók hana í skiptum fyrir annan frægan bíl. Var með ónýta kúpplingu og lak olíu út um allar trissur. Nánast gaf hana eftir 3 eða 4 mánaða streð. En þetta var mjög flottur og vel búinn bíll. 340 Pistol Grip var ekki leiðinlegur í akstri. R-4116 var á honum / henni eins og fleiri bílum sem ég átti á þessum tíma, m.a. landsfrægum Loncoln Coupe H-76 árgerð 1947 sem búið er að ljúga til um svo það fyllir heila símaskrá í fullri stærð ....
.... og svo er ég með 300 ára áætlun eins og vinurinn á Djúpavogi ... ég er að reyna að fá Bush til að selja mér orrustuskipið USS New Jersey. Á því eru 12 stk fallbyssur með 16 tommu hlaupvídd. Það gæti orðið gaman í Reykjavík á gamlárskvöld árið 2304 þegar ég verð búinn að rústberja og smyrja og byrja að hleypa á 68du kynslóð framsóknarmanna sem þá verða við völd ...
Happy new year!!
GKJ
vette75:
Sæll Guðmundur, áttu nokkuð myndir af þessari bláu Cudu sem þú talar um og ef svo er þá væri gamann að sjá þær hér
Kveðja ´
Ólafur Haukdal
Gizmo:
--- Quote from: "Guðmundur Kjartansso" ---.... og svo er ég með 300 ára áætlun eins og vinurinn á Djúpavogi ... ég er að reyna að fá Bush til að selja mér orrustuskipið USS New Jersey. Á því eru 12 stk fallbyssur með 16 tommu hlaupvídd. Það gæti orðið gaman í Reykjavík á gamlárskvöld árið 2304 þegar ég verð búinn að rústberja og smyrja og byrja að hleypa á 68du kynslóð framsóknarmanna sem þá verða við völd ...
GKJ
--- End quote ---
Get ég einhvernveginn aðstoðað þig og lagt mitt af mörkum við eyðingu Framsóknarflokksins ? Raddirnar hafa lengi verið að segja mér að fara að pússa byssuna, þarna er hún kannski komin. :lol:
C-code:
Jæja það hefur lengi staðið til að slógdraga Islandske Fremskidspartiet en ekkert orðið úr.
Ég átti ekki myndavél á þessum árum enda eins gott þar sem sumt sem ungir menn aðhöfðust á þeim árum hefði ekki þolað "documentasion"
Þessi bráðfallega "grabber" bláa Cuda kom til Íslands vorið 1979 held ég. Eiginlega allt var fallegt við þennan grip. Innréttingin var svona effect blá og glerin blágræn að lit. Hann var ekki mikið keyrður en hafði eins og allir svona musklabilar paa Svensk ... þurft að þola mikið áreiti af hendi eigenda sinna.
Ég man líka vel hve okkur leist vel á þennan banana yellow 340 bíl þegar hann kom til landsins, sennilega vorið 1973 um svipað leyti og Shelbyinn ... SVo hvarf hann og er búinn að sitja þarna í lageringu eins og Kvernelands gnýblásari sem var síðast notaður í minni sveit í júli 1971 .....
Á alvarlegri nótum finnst mér það svo OK að láta það fylgja að menn sem telja sig bílaáhugamenn, bilefriker ... hafa eyðilagt 99% af sjaldgæfustu farartækjum sögunnar á meðan hinir sem fylla 1%sentið keyrðu þá bara og lögðu út í kant þegar seinasti varahluturinn var útrunninn ....
Ef Bush vill ekki selja mér New Jersey skal ég sætta mig við USS Missouri, en það hefur víst ekki verið gangsett eftir VJ day ..... Ég meins, heilar þjóðir hafa breytt utanríkisstefnu sinni við að frétta af einu þessara skipa lónandi við landhelgina. Hugsið ykkur Norðmenn .... allir í Smuguna !!
kiddi63:
Á enginn myndir af þessari bláu Cudu?? Ef ég man rétt þá átti sá sem var að flytja inn 75 Corvettuna um daginn, einmitt bláa Cudu fyrir langa langa löngu. Hann bjó þá í Árbænum. Spurning hvort það er sami bíll. :shock:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version