Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 cuda á Djúpavogi
firebird400:
Þetta er gamli bíllinn hans pabba,Hann eignaðist hann 73-74 og flaug honum út af reykjanesbrautinni og braut hann, það var gert við hann nánast strax,Pabbi eignaðist eftir það 1970 383 Magnum Cudu sem virðist bara hafa gufað upp eftir að hann seldi hana.
Pabbi minnist þess enn hvað honum þótti það gaman að geta tekið 1970-71 Mustanginn sem vinur hans átti og þótti svaka öflugur í spyrnu hvað eftir annað :D
Synd að sjá þennann bíl í dag :evil:
Harry þór:
Sæll Agnar, áttu ekki mynd af 383 bílnum,getur verið að hann hafi verið orange með svörtu húddi.
það hefur nú aldrei verið erfitt að taka Mustang þótt maður sé á Mopar 8)
firebird400:
einhverstaðar á bólakafi í geymslunum hjá okkur leynist gömul mynd á gömlum glanspappír en enga á tölvutæku formi :(
383 bíllinn var að ég held rauður og svartur með svörtum viniltopp og svartri innréttingu, ég veit að sá bíll var sjálfskiptur (sá guli beinsk.)
báðir bílarnir báru númerið Ö728
440sixpack:
Ef grannt er skoðað á myndinni þá eru víst frambrettin enn á Djúpavogs cudunni, þau eru bora soldið mikið ryðguð :lol:
440sixpack:
Sæll Aggi
Varðandi 383 1970 Cuduna þá gufaði hún ekki upp ég átti hana síðastur manna og jarðaði hana með sæmd eftir að hafa notað úr henni líffærin.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version