Kvartmílan > Almennt Spjall
Spurning um skiftingar í 4 gen f-body
Trans Am '85:
Var að spá hvort einhver væri í því að gera þessar skiptingar upp hérna á klakanum? Er nefnilega með eina svona 700R4 skiptingu sem ákvað að gefa upp öndina, og er ekki alveg að tíma að borga 200-300. þúsund kall fyrir svona skiptingu að utan.
old and good:
Ég hef verið að gera ransónknir á þessum skiftingum núna mér sýnist vera nokkuð ódýrt að kaupa annaðhvort uppgerða eða nýja skiftingu á ebay t.d. fann ég þessa http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=33727&item=7926427218&rd=1 sem virðist vera gerð extra sterk sem ætti að koma sér vel firir þá sem hafa gaman að að spóla og eru með 24/24 ábyrgð eða semsagt 24 mánuði eða 24þ mílur. og svo eru fleiri til. fann t.d. fína skiftingu sem hefði verið komin heim firir u.þ.b. 100þ og þá upptekin auðvitað
Gizmo:
Nákvæmlega, það er nóg til af þessu í USA, og allir eru að gera eitthvað betur en original og virðast hafa mikið stúderað hvað má betrumbæta og laga svo þetta endist eitthvað. Maður getur fengið super-heavy-duty-race-stöff fyrir 1900$ komplett, allt stillt og græjað að þínum óskum. Það verður að viðurkennast að þetta er skipting sem er mjög algeng í USA og þeir sem eru að gera við/smíða sjálfskiptingar þarna hljóta að hafa mikið vit á þessari skiptingu enda búnir að vera með hana í höndunum alla daga síðan 1982.
sJaguar:
Ég keypti mér nýja Hughes 700R4 með converter hjá Summit Racing og hún var að koma á 200 kall. Hún var Dyno testuð og á að þola mikið power.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version