Kvartmílan > Almennt Spjall

Spurning um skiftingar í 4 gen f-body

(1/2) > >>

old and good:
Vinur minn lenti í þeirri óheppilegu aðstöðu að skiptingin bilaði eithvað í  gen bílnum hans. þannig að spurning mín er hvort það sé mikið mál að skifta um skiftingar í þessum bílum og setja sterkari skiptingu s.s. 700 skiptungu? eða er þetta allt orðið tölvustýrt og leiðindi að skipta um?

Það er náttúrulega alger sorg hvað þetta eru viðkvæmar skiptingar í þessum 4 kynslóðar bílum. það virðist vera að annar hver bíll sé með ný uptekna skiptingu.

Gizmo:
Hvernig er það, er ekki 4L60E skipting í þessum bílum ?  Það er basicly rafstýrð 700R4 eða 4L60 sem er arftaki 700R4, ég er ekki viss um að þú fáir neitt betri hluti með því að setja eitthvað annað í.  Ég mundi gera allt til að halda í 4ra þrepa skiptinguna ef þú ert að nota þennan bíl í eitthvað annað en kvartmílurace.  

Ég myndi flytja inn uppgerða skiptingu að utan sem er örugglega rétt stillt/sett upp fyrir þennan bíl, það er dyno prófuð.  Mjög margar gerðir eru til af "700" skiptingunum, þær komu í öllu hugsanlegu frá GM og engin er eins, það gefur augaleið að ekki gengur að nota camaro skiptingu í Suburban, svo eitthvað sé nefnt.  Einnig eru gömlu 700 skiptingarnar sem komu fyrir 1987 háðar því að hafa tengt og virkt lock-up, því annars fuðra þær upp, en eftir 87 er hægt að nota þær án alls rafmagns, það er 4ra gíra en ekkert lock up.  Þær henta mun betur í mix, td í staðin fyrir 350 og 400 sem eru bara 3ja gíra (en sterkar), og eru með barka hraðamæli.  Mjög mikið atriði virðist vera að TV (pikk) barkinn sé rétt stilltur á öllum 700R4/4L60 til að lengja endingu þeirra.

Ekki má svo gleyma að helst skipta um kælana í leiðinniásamt því að skola rörin vel, þar situr ruslið úr skiptingunni sem hrundi, sem notar svo fyrsta tækifæri til að skreppa inn í þá nýju og stútar henni.

old and good:
já malið er bara að skiptingin er ekki hrunin. málið er bara að þegar það var verið að spóla á bílnum þá byrjaði skiptingin altíeinu að leka. minn grunur er að það sé farin pakkdós í skiptinguni því hún er nýlega tekin upp sú sem er í bílnum. svo er líka annað að þegar maður keyrir bílin eftir að þetta gerðist þá er það þannig að ef maður fer yfir ca2000rpm þá  kemur rosalegur rikkur í skiptinguni. ég hélt first að þetta væri hjörukrossliðurinn en við nánari athugun held ég að þetta sé skiptinin hefur einhver lausn á þessum vanda? eða jafnvel lent í einhverju sviðuðu?

Gizmo:
ég er enginn sérfræðingur um þetta en ég hef lesið mér aðeins til um þessar skiptingar.  Athugaðu fyrst hvort TV barkinn sé RÉTT stilltur.  Hér er ein athyglisverð klausa þar sem þú nefnir nýjar pakkdósir og skyndilegan leka;

If you have a problem with the front seal, installing a new seal is a waste of time and money, it will only leak or blow off again. You must install a new seal, torque converter and rebuild the pump all at the same time to correct this front seal leak. This should cost about $360.00 plus tax.


Þetta er tekið af þessari síðu sem virðist hafa nær allt sem maður þarf að vita um þessar skiptingar; http://www.transmissioncenter.net/700r4.htm

Ég tel að menn verði að hafa mikla kunnáttu og viðeigandi mælitæki til að gera þessar skiptingar upp.  Pantaðu þér eina almennilega professional-uppgerða að utan og hættu að standa í þessu veseni.

Heddportun:
það sem á að gera er að setja 1cm yfir topp áfillinguna á skiptingarvökvanum því í löngum beyjum fer oft efstu þrepin á smá hraða,ef þú ætlar að spóla á skk bíl skaltu hafa hana í 1gír og skipta sjálfur.Á 4gen f bíl er hægt að skera úr til að koma stönginni í 1gír.             D 3 2 1

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version