Þessi bíll er víst búinn að lifa tímana tvenna. Allt frá því að vera margumtalaður gullmoli úr smiðju Kalla í það að vera gegnum ryðgaður haugur undir ábreiðu. Það virðist þó vera vel gengið frá ábreiðunni.
Þegar ég sá þennan bíl stóð hann undir skemmdum einhversstaðar í síðumúlanum en eftir að einhverjir misgóðir menn misstu það húsnæði var bíllinn skilinn eftir þangað til að Vaka kom og sótti. Á þessum tíma var ég að dunda mér í að laga til ´69 Charger og vantaði ýmislegt þannig að ég fór upp í Vöku og viti menn, þar var hann enn, og mér boðinn hann til kaups fyrir lítið. Þá var hann að vísu geymdur uppi á geymslusvæði og ég fór þangað til að skoða, þá var hann orðinn mjög sorglegur enda virtist hann allur skakkur og skældur. Svo kom uppúr krafsinu að ég átti ekki pening þannig að ekki varð hann minn. Síðan frétti ég að hann væri kominn í hendur eigandanna sem misstu hann til Vöku.
Það má svo fylgja sögunni að ég ræddi nú við eigandann áður en Vaka tók hann. Þá varð viðkomandi þvílíkt móðgaður yfir því að ég væri að falast eftir bílnum og spurði hvumsa hvort ég vildi ekki bara selja honum minn í varahluti frekar.
Síðan lét hann fylgja sögunni að bíllinn væri á leiðinni í uppgerð enda væri hann fagmaður í bílréttingum og sprautun.
Sú uppgerð gengur vel sé ég.
Kveðja.