Author Topic: Græningja vantar aðstoð!!  (Read 2749 times)

Offline nonni1

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Græningja vantar aðstoð!!
« on: September 16, 2004, 19:20:21 »
Mig vantar að fræðast um blöndunga!
Ég er með 350sbc og með fjagra holfa 600 Holley blöndung. Hann hefur vacum á seinni holfunum en það sem mig langar að vita er það hvenær eiga seinni hólfin að koma inn? Og er eitthvað hægt að breytta því þ.e.a.s. flýta því eitthvað?

Með fyrirfram þökkum Jón H

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Græningja vantar aðstoð!!
« Reply #1 on: September 16, 2004, 19:50:52 »
Sæll: þú átt að geta fengið mismunandi gorma til að stilla þetta.

Meira um það og fleira varðandi Holleyá þessari síðu:
http://www.mortec.com/carbtip1.htm

Vona að þetta hjálpi :wink:
Kveðja: Ingvar

Offline nonni1

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Varðandi opnun á seinni hólfum!
« Reply #2 on: October 05, 2004, 20:06:47 »
Ég þakka fyrir svarið!

En ég er enn í vanda, mér finnst eins og seinni hólfin opnist bara alls ekki. Ég er búinn að skifta um gorma fyrir opnunnina á seinni hólfunum og er komin niðrí mýksta gorminn en það er enginn breyting. Þetta er nýr blöndungur. Hvað er hægt að gera í svona málum?

Með fyrirfram þökkum Jón H

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Blðndungalestur.
« Reply #3 on: October 06, 2004, 19:07:20 »
Hjálpin berst.

   Ágæt byrjun er að ath. hvort bensíngjöfin fer í botn. (sjá liði hér að aftan.)

    Ef blöndungurinn fullopnast við það að stíga á eldsneytisfetilinn er næsta þrep eftirfarandi.:  

    Það' sem þarf af tólum og tækjum er amk. 12 bjórar,  gott reipi ca.5-7 metrar, 1. kunningi, vinur nú eða Hallfreður móðurbróðir.

    Bittu bandið í ljósastaur og síðan í bílinn aftanverðann (þetta er í bíl??) Opnaðu húddið, taktu lofthreinsarann af,  Bleyttu þig í framan með vatni (hárið líka ef það er til staðar) settu hallfreð undir stýri og láttu hann standa tækið í ca oðrum gír (getur þurft að setja smá WD-40 á afturdekkin því þetta er sjevróolett) Rétt áður en bíllinn er staðinn hefur þú staðsett trýnið yfir blöndungnum og er með aðra hendina þannig að Hallfreður sjái hana og veifar einsog óður maður þegar aftari hólfin byrja að opnast.  Þá getur Hallfreður séð á hvaða snúning gjörningurinn átti sér stað.  

Ef blandan er of þunn eða þú ert búinn að setja of mjúkann gorm í þá kemstu að því hversvegna þú áttir að bleyta þig í framan.

     Bjórinn er svo notaður til að róa nágranana þegar þeir koma alveg truflaðir..  (ef þú býrð í blokk þarftu meiri bjór)

    Vona að þetta hjálpi.  (þetta er alllavega góð skemmtun)
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline nonni1

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
blöndungsmál
« Reply #4 on: October 06, 2004, 19:27:00 »
hehe  :D  ég þakka gott svar!
En það sem þetta er í jeppa þá finnst mér þetta heldur gróft en hvað með það, en ef ég kemst að því að aftari hólfin opnast ekki, hvað er til ráða þá?? Gerir það eitthvað til að gormurinn sé of léttur ? er það ekki bara betra af því leiti að aftari hólfin opnast fyrr ?

Takk Jón H

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Ooooo Jeppi
« Reply #5 on: October 06, 2004, 19:57:58 »
Sko.

   Það er ekki gott að fá aftari hólfin til að opnast nema standa vélina á snúning 4500-  og blöndunginn fullopinn.   Þessvegna þetta með bandið osv.frv.   Það er loftflæðið í gegnum fremrihólfin sem pikkar upp vacum rétt fyrir neðan "Ýrana" (boosters)

   Ef aftari hólfin opnast alls ekki þá er eitthvað að t.d. litli þéttihringurinn sem er á milli vacum hólfsins og blöndungsins sjálfs eða membran er skemmd eða ekki rétt í vacum hólfinu.

  Ef þú ert með of mjúkann gorm í blöndungnum þá færðu "flat spot" þ.e. það kemur hik í "poverbandið" (er svoleiðis á sjéví)   Margir telja þetta vera spark þegar aftari hólfin "kom inn" en það sanna er smá hnökur og svo aftur full vinnsla .  

  Vona að þetta hjálpi enn minna.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.