Eins og oft gerist þegar beðið er á ljósum, þá fór ég að hugsa aðeins og datt þá í hug næstu spyrnugreinina sem gæti vel verið aðalmálið í framtíðinni
Þannig virkar það að keppt er í liðum, fjöldinn allur af ökumönnum úr hverju liði raða sér í röð upp við ljós sem eru eins og hver önnur umferðaljós nema með sér tímarofa, svo þegar græna ljósið lýsir tekur sá fyrsti af stað og næsti maður reynir að fylgja á eftir eins nálægt og hratt og mögulega. Bílarnir mega ekki snertast undir neinum kringumstæðum. Og við segjum sem svo að ljósin séu í 15 sekúndur, svo er keppnin bara um hver kemur sem flestum bílum yfir ljósin áður en gula (eða rauða) ljósið kemur aftur, og ef einhverjir tveir bílar snertust á meðan akstrinum stóð, þá er umtalað lið dæmt úr keppni.
Hvað finnst ykkur ? er þetta keppnishæf hugmynd og framkvæmanleg ? Nú getur verið að þetta sé þegar til út í heimi, ef svo er þá vissi ég það ekki allavega.