Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet Nova á Íslandi
narrus:
Ákvað að pósta þessum inn hérna þar sem þessi umræða er í gangi. Þetta eru alt saman Novur Krossanesbræðra.
GunniCamaro:
Ég kíkti í heimsókn til Krossanesbræðrana 17. júní þegar ég og Svavar vorum með bílinn hans á bílasýningu BA, og eru þetta miklir Novukallar.
Þeir eru að gera upp sitthvorn 2 dyra bílinn og voru með einn fyrir utan sem var ökuhæfur.
Ég var að velta því fyrir mér, ef menn eru svo óskaplega spenntir fyrir 4 dyra Novu, af hverju þeir reyna ekki að fá keyptar Novurnar hjá Krossanessbræðrunum, þeir eiga 2 stk. 4 dyra.
það vill nú svo skemmtilega til að það er bílablað, sérstaklega um Nova, til sölu í Pennanum núna, ég legg til að menn kíki á það og kaupi.
Stór hluti af þessum Nova bílum er kominn undir græna torfu, þannig að finna mynd af einhverjum sem var til fyrir einhverjum 15-20 árum og spyrja hvar þessi og hinn sé í dag er oft erfitt því oft er búið að mála bílanna eða rífa í varahluti, t.d. þessi hvíti, mig minnir að Sigurjón Haraldsson átti hann þarna á myndinni, bíllinn var orðin eitthvað lasinn en var fjarska fallegur og endaði ævi sína nokkrum árum eftir þetta.
narrus:
ég er búinn að fá mér blaðið í Pennanum og ég ætla sko að fá mér 4 dyra Novu einhvertímann. Ég er ekki alveg með mikinn pening núna. :cry:
olithor:
Ég er ekki alveg inní þessu... er Chevrolet Nova það sama og Chevrolet concorse? er concorse bara undirmerki?
Ef svo er þá veit ég um eina Chevrolet Concorse, sem lítur mjög svipað út og þessi hvíta á bls 3.
Sú er rauð árgerð 78 held ég, með rauðri pluss innréttingu og sjálfkiptingu í gólfinu. búin að standa síðan 1991 inní hlöðu og er þar enn
Svo man ég eftir að haugunum í sveitinni þegar ég var gutti um svona 1993-1995 þá voru 2 Novur á haugunum, örugglega um 70 árgerin. Önnur rauð 6cyl 4.dyra, hin blá 8cyl 2dyra. Mjög virðulegir vagnar sem eru núna undir grænni torfu :?
narrus:
á einhver myndir af Novum þeirra bræðra á Krossanesi. Og já, kannski er Chevrolet Concourse bara undirmerki Novu en ég bara veit það ekki. En ég bendi þér bara á greinina um Novu á http://www.bilavefur.com. Þar er mjög fróðleg grein um þessa snilldar bíla. :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version