Author Topic: Brjálaði  (Read 3497 times)

Offline (Svennihar)

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Brjálaði
« on: August 30, 2004, 21:20:16 »
Lögregla dró uppi ökumann grunaðan um ölvunarakstur á 200 km hraða





Lögreglan á Húsavík stöðvaði seint í fyrrinótt för ökumanns á ofsahraða eftir eftirför lögreglu frá Akureyri til flugvallarins við Húsavík, eða samtals um 80 kílómetra veglengd. Þegar hraðinn var sem mestur mældist bifreið ökuþórsins á tæplega 200 km hraða á klst. Ökumaður, sem er hálfþrítugur karlmaður, er grunaður um ölvun við akstur og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Eftirförin hófst á mótum Strandgötu og Norðurgötu á Akureyri kl. 5:25 þegar bílstjórinn sinnti í engu stöðvunarmerkjum lögreglu. Mældist hraði bílsins innanbæjar allt að 140 km/klst. Hann ók sem leið lá út úr bænum í átt til Húsavíkur og missti lögreglan á Akureyri sjónar á honum í Fnjóskadal.


Reyndum að hanga í honum
Skarphéðinn Aðalsteinsson, lögreglumaður á Húsavík, og Bjarni Höskuldsson varðstjóri voru á leið heim af næturvakt þegar beiðni um aðstoð barst í bakvaktarsíma. Þeir héldu til móts við ökumann og mættu honum á ofsahraða í beygju við svonefndan Garðsnúp, skammt vestan við Tjörn í Aðaldal. Skarphéðinn segir að hraði ökutækisins hafi verið svo mikill að bíllinn hafi með naumindum haldist á veginum. "Þegar við sáum hann koma lögðumst við út í kant bara til þess að forðast árekstur við hann. Hann var bæði ljóslaus og á öfugum vegarhelmingi." Rigning var og vegurinn mjög blautur. Þeir sneru við og eltu ökumann í átt að Húsavík. "Við reyndum náttúrlega ekkert að fara upp að honum á þessum hraða, heldur héldum 2-400 metra millibili. Við reyndum að hanga í honum og gerðum ekkert meira en það."
Lögreglan setti upp vegtálma á Laxárbrú um 12 km fyrir sunnan Húsavík og ók bílstjórinn þá inn á afleggjarann að Húsavíkurflugvelli þar sem lögreglan náði að aka utan í bifreið hans og snúa henni svo hann neyddist til að stöðva. Lauk eftirförinni kl. 5.57.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Brjálaði
« Reply #1 on: August 30, 2004, 22:10:47 »
hvað segirðu (svennihar) varstu svoldið fullur

og bara búið að sleppa þér strax :lol:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline (Svennihar)

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Brjálaði
« Reply #2 on: August 30, 2004, 22:29:53 »
Nei kallinn minn þetta var ekki ég :) ég er ekki svona heimskur með fullrivirðingu fyrir kall greyið sem þarf að borga feita segt og próf missi!! en svona fyrir þá sem vilja vita hvernig bíll þetta var, þá var þetta víst Eagle Talon  :roll:

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Brjálaði
« Reply #3 on: August 30, 2004, 23:20:03 »
Mig langar meira að vita hversu mikið alcahol var í blóðinu.......feikna frammistaða 8)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Brjálaði
« Reply #4 on: August 31, 2004, 00:33:24 »
mér sýnist frekar að nitró var í blóðinu en áfengi ;) eða allanvega meira af nitró en áfengi hehe
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
hehehe.
« Reply #5 on: August 31, 2004, 12:06:23 »
Maðurinn er akureyringur, (helv akureyringar) :) og ég held að hann heiti baldur....... Mér var sagt það í gær , mig minnir að hann heiti það. Já það var helv frútt á honum lögreglan keirði aftan á eagle vagninn við flugvöllinn.  Hann á heiður skilinn þessi maður. :) eins langt og það nær að stofna lífi og limum sínum og annara í hættu.
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR