Kvartmílan > Almennt Spjall

Hemi Challanger

<< < (6/7) > >>

Harry þór:
Sælir félagar,ég vil minna á að Þröstur á Chevellunni sló þetta standard met í sumar 12,50 sem er allveg frábær tími.

harry

Camaro SS:
11,17 það er nú ekki fyrir allann peninginn
 útur dópað ef við munum rétt  hehehehe :oops:

429Cobra:
Sælir félagar.  :)

Já það væri vonandi að þetta væri svona auðvelt með Íslandsmetið í standard.
En þar sem við kepptum eftir NHRA reglum verðum við að fara eftir þeim og reikna tímana miðað við index.
Indexið er reiknað út frá hestaflatölu (hestöfl uppgefin af NHRA) og þyngd bíls.
Chevelle -an hans Þrastar með 454LS6 færi í A/SA flokk ( A Stock Automatic) með indexið 11,30sek.
GTX hans Óla fer hinns vegar í B/SA flokk (B Stock Automatic) með indexið 11,55.
Þetta þýðir það að ef við gefum okkur óbryttar forsendur þá er Þröstur 1,20sek frá sínu Indexi en Óli 0,99sek frá sínu, sem þýðir að Óli ætti metið ennþá þó að Þröstur hafi farið á betri tíma
Þröstur þyrfti að ná 12,28sek til að ná Íslandsmetinu í standard flokki.
Það er hinns vegar annað að eftir þrjú ár er farið að uppreikna metið ef það stendur ennþá um 0,05sek á ári og síðan þurkast það út eftir nokkur að mig minnir 10ár.
Annars er allt um þetta inn á http://www.nhra.com/tech_specs/classification/index.html
og http://www.nhra.com/stats/indexes_stk.html
og meiri lesning líka á http://www.nhra.com
Síðan verður maður líka að hafa reglubókina við hendina til að finna út undirflokkana.

Oft gaman að spá í þetta.

Kiddi:
Haffi... þú að tala um tíma miðað við peninga :D

Camaro SS:
Sem þýðir hvað ????? :evil:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version