Kvartmílan > Almennt Spjall

Hemi Challanger

(1/7) > >>

Alpina:
Góðan dag,,

Langar að forvitnast um bíl sem ég rakst á í grein sem Jón G
skrifaði inn á fornbílaspjallinu,,,,,,,  Ofur-Mustangar á Íslandi

1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö.

Þar sem ég er áhugamaður um þessa  USA bíla  65-75 og er HEMI ofarlega á blaði,,þá hef ég aldrei heyrt um þennann bíl

Man eftir 2 Hemi mótorum  

1)~~~~~>>  Plymoth Belvedere II GTX

2)~~~~~>> Vél sem Óli í Brautarholti átti ((og undirritaður sá))
sem fór síðar austur á Flúðir

Þætti vænt um ef einhver MOPAR-guru eða aðrir vissu þetta til hlítar

429Cobra:
Sæll Alpina.

Ég sá að þú hefur lesið þessa grein eftir hann "Jón G" á Fornbílaspjallinu.
Ég sá þessa grein líka fyrir nokkrum vikum og gerði þegar í stað athugasemd við hana, þar sem Jón virðist ekki vera með allar staðreyndir á hreinu
Þetta sá ég strax hvað minn bíl varðar og jafnvel gaf hann upp vitlausa heimsíðu á mig (sem ég lét leiðrétta).
En hvað um það.
Eftir þeim heimildum sem ég hef þá var þessi Challenger sem hann er að tala um til (heyrði reyndar einnig að þetta væri Cuda  :shock: ).
Hann var á Keflavíkurflugvelli í eigu Bandaríkjamanns eins og reyndar Boss 429 Mustang-inn sem var hér líka.
Ég veit ekki um lit né annað á þessum bílum en það er að mér sýnist nokkuð öruggt að þeir gistu landið í einhvern tíma áður en þeir fóru út aftur.

Það er rétt hjá þér að það eru tvær aðrar 426cid Hemi vélar á landinu, önnur í 1967 GTX og hin hjá Gulla Emils á Flúðum.
Síðan hef ég heyrt að Jónas Karl bílamálari eigi eina en það er óstaðfest og sel ég það ekki dýrara en ég keypti. :twisted:

Vona að þetta varpi ljósi á eitthvað.

D440:
Vélin sem er hjá Gulla var í 71 Challenger sem var brúnn og kvítur og var um tíma í eigu undirritaðs.
Haukur.

Moli:
myndir af umræddum "HEMI" Challenger....





.....en úr hvernig/hvaða bíl kom þessi mótor upphaflega?

Alpina:
Þetta var flott,,,,,,,,Moli

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version