Sælir félagar.
Sæll Kiddi.
Reglurnar í standardflokknum eru töluvert flóknar og þá sérstaklega hvað varðar vél og skiptingu.
Það er rétt vélarnar verða að vera með óportuðum heddum, standard eða NHRA samþykktum "stock replacement" stimplum, það má breyta frá pressuðum yfir í fljótandi bolta, það má skipta út original stöngum fyrir stangir sem eru jafn þungar (eða þyngri) og jafnlangar og original, kambásar verða að vera með original liftihæð en það má breyta gráðum samt ekki fara yfir original, ventlakerfi verður að vera standard, svo og ventla stærð.
Þú verður að vera með original millihedd og blöndung, það er ef þú ert með holley 750 þá verður þú að vera með Holley 750, þú mátt ekki skipta yfir í Eddelbrock eða Carter osf......
Varðandi skiptingu þá máttu vera með hvaða converter/kúplingu sem er, og þú mátt breyta sjálfskiptingum og beinskiptum kössum eins og þú vilt, nema að "trans brake" er bannað. Þú mátt breyta beinskiptu yfir í sjálfskipt og öfugt.
Það sama er að segja um vélarstærðir þú mátt nota allar þær vélar sem voru fáanlegar í viðkomandi gerð/árgerð, en mátt ekki flakka milli árgerða.
Þú mátt vera með opnar flækjur og 30"x9" slikka.
Hvaða drif sem er má nota en original hásing (framleiðandi) verður að vera til staðar, og takmörkun er á búkkum.
Svo er stranglega bannað að blanda tegundum og árgerðum saman.
Þetta er svona mjög lítið sýnishorn af standard reglum.