Kvartmílan > Almennt Spjall

KEPPNI

<< < (2/7) > >>

Harry þór:
Það er svolitið fræðandi hvernig Þröstur náði 3.sæti. Ég hefði haldið að ég og Þröstur hefðum þurft að keppa um það. þröstur vinnur tvær ferðir af því að Smári mætti ekki í run og svo þjófstartar Harry Herlufs á móti Þresti,Þröstur þjófstartaði líka.

Harry Þór

Ice555:
Við gátum því miður ekki keppt á laugardeginum þar sem 4. gírinn brotnaði í æfingaferð á föstudagskvöldið.  Íslenska sjávarloftið hefur augljóslega góð áhrif á vélina, hestöflin aukast og togið varð meira en 4. gírinn þoldi.  Trackið í brautinni var ekki gott á föstudagskvöldiið og mikið spól, bæði í 1. og 2. gír, enda 60 fetin ekki góð.   En þetta lofar góðu.   Engu að síður náði Gulli ágætum tíma og endahraðinn  gefur vísbendingu um að lægri tímar í mílunni séu í sjónmáli.  
Árangur Gulla og 555 Imprezunar á föstudagskvöldið var þess:
60 fet  1,757 sek.
1/8 míla 7,090 sek. á 102,51 mílu
1/4 míla 10,909 sek. á 130,44 mílum
Þessi endahraði er 11 mílum meiri en hann náði í keppninni í Englandi í byrjun ágúst.
Næsta verkefni er að setja öflugri gírkassa í bílinn og á því að ljúka fyrir næstu keppni, 4. september.  Þá verðum við vonandi tilbúnir í slaginn alla helgina og frekari báráttu.
Bestu kveðjur,
Team 555,
Halldór Jónsson

1965 Chevy II:
Úrslitin eru:
GT
Daníel Hlíberg 1sæti á Nissan 300 Twin Túrbo
Sebastian Rob 2sæti á Corvette

OF
Helgi Stefánsson 1sæti á Camaro
Agnar Arnarsson 2 sæti á Grind

Bracket
Benedikt Eyríksson 1 sæti á Vegu
Magnús Bergsson 2 sæti á Pontiac

MC
Ómar Norðdal 1 sæti á Camaro
Harry Herlufssen 2 sæti á Camaro

427W:
hvernig væri nú að koma með stöðuna eftir 4 keppnir,  engin stigastaða hefur verið birt í allt sumar,

Nóni:
Til hamingju með þennan glæsilega tíma og hraða, ég samgleðst ykkur vegna þessa en er jafnframt leiður yfir óförum ykkar með gírkassann. Nú má enginn misskilja mig og halda að ég sé að tala í kaldhæðni vegna þess að ég er ánægður með að Halldór og Gulli séu að sanna hvað túrbóið getur (þó að það sé löngu búið að sanna það í útlöndum), það getur þetta nefnilega með aðeins 2 lítra rúmtak á 4 sílendrum, við skulum hafa í huga að Gísli á sínum flotta Challanger fer á u.þ.b. 10,5 og 130 mílum með sína ofurpreppaða 6-7 lítra, RACE bensín og svaka slikka. Nú tala ég í "um það bilum" vegna þess að það er ekki búið að uppfæra íslandsmetin frá því í fyrrasumar, ekki einu sinni fyrrahaust.

Ég er mjög ánægður með árangur okkar strákanna með SAABinn og hef fengið mikið lof frá allflestum og þar með talið feðgunum, ég reyni ekki lengur að miða mig við Súbarúinn vegna þess að í fyrsta lagi erum við ekki að keppa á sömu forsendum efnahagslega (ég er óttalegt smáríki og tjúnpeningarnir teknir af fjárlögum eldhússins) og svo eru Halldór og Gulli með annað bensín en ég, ég er enn bara með 99 okt.

Með kveðju, Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version