Kvartmílan > Almennt Spjall

KEPPNI

<< < (3/7) > >>

1965 Chevy II:
KVART KVART KVART
Það vantar alltaf hendur til að vinna verkin strákar,það þíðir lítið að heimta og heimta það fæst ekki mannskapur í allt sem þarf að gera þetta virðist allt voða lítið mál en það þarf samt að einhver að gera þetta,Stígur sótti tölvuna upp á braut og fór með hana í klúbbinn og ég er búinn að hanga þar í kvöld að reyna að læra á Race forritið og fer með prentarann þangað á morgun kannski og reyni að prenta þetta út og pikka svo inn tímana úr keppninni og stigin ef ég finn það út.

baldur:
Er Gísli ekki á bensínstöðvabensíni?

1965 Chevy II:
Jebb hann er á dælugasi úr öskjuhlíðinni,flugvélagas og hefur stundum blandað það með V-power enda þjappan ekkert úr öllu valdi hjá honum.

Nóni:
Heyrðu þú Frikki, er þetta ekki KVARTmíluspjall? Ekki nema von að menn kvarti, hahahahaha......

Frikki þú ert duglegur, (þetta er ekki bögg, maður verður að skrifa þetta til að það skiljist).

Það eru 135 meðlimir í klúbbnum eftir mótið þarna um daginn, þetta er glæsileg fjölgun, vonandi kemur einhver að keppa og hinir til að hjálpa til. Mín skoðun er sú að reyni maður að keppa sé maður löglega afsakaður frá því að selja pulsur og leika netlöggu, þó að það sé hins vegar mjög mikilvægt til að halda starfinu gangandi.
Mín skoðun er líka sú að stjórn klúbbsins eigi að koma verkefnum á fólk sem ekki er að vinna á fullu í tækjunum sínum til að geta komið í næstu keppni, nema auðvitað að maður setji þau á verkstæði.

Mér finnst líka vanta opna umræðu um þetta, þetta virðist vera eitthvað feimnismál. Stígur hefur reyndar verið mjög virkur og á hrós skilið en fleiri verða að reyna að virkja mannskapinn.

Nóni:

--- Quote from: "Trans Am" ---Jebb hann er á dælugasi úr öskjuhlíðinni,flugvélagas og hefur stundum blandað það með V-power enda þjappan ekkert úr öllu valdi hjá honum.
--- End quote ---


Ókey, ég er ekki alveg með á þessu, en er hann ekki með N2O?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version