En hvernig er með þá menn sem eiga Ford Chevy eða Mopar úti í skúr sem er óökuhæfur vegna uppgerðar en hafa brennandi áhuga og eru ekki meðlimir í kvartmíluklúbbnum, en mæta nokkuð oft á keppnir??????
Kveðjur
Maggi
Erfið þessi spurning. Til stendur að þetta sé eingöngu fyrir eigendur bílanna og meðlimi KK í þetta sinn. Ef vel tekst til í ár verður þetta líklega að árlegum viðburði og þá væntanlega opið öllum sem hafa áhuga að borga sig inn.
Markmiðið með þessu er í raun þríþætt.
1. Erum að víkka út starfssemi KK þannig að sem flestir áhugamenn um þessa bíla geti starfað saman undir merki klúbbsins þó að þeir hafi mismunandi áhugasvið innan bíladellunar.
2. Þjappa saman og kynnast þeim strákum sem eiga svona bíla og hafa mikið gaman af.
3. Gera generalprufu á því hvort sé grundvöllur hér á landi fyrir svona móti og ef vel tekst þá gert að árlegum viðburði.
PS. Þú getur gerst meðlimur KK líklega á hálfu gjaldi út árið 2.500 og þannig komið með því að framvísa skirteininu og í bónus fengið frítt inná þær keppnir sem eftir eru sumars.
Kveðja Tóti