Author Topic: loft á vatnskerfi,  (Read 3683 times)

Offline Ibbi-M

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
loft á vatnskerfi,
« on: July 26, 2004, 16:44:28 »
sælir, ég var að setja vatnsdæluna í bílin hjá mér ásamt vatnslás og flr og eftir að ég setti þetta í virðist eins og það sé enginn þrýstingur á kerfinu,  dælan virkaði samt fínt daginn áður, getur ekki verið að það sé loft inná kerfinu hjá méR? ef svo er hvernig  tappa ég því af á þessum bíl veit það einhver?

íbbi
C4 Corvette.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
loft á vatnskerfi,
« Reply #1 on: July 26, 2004, 18:10:27 »
Bara að opna á sem hæðstum stað í kerfinu, til dæmis með því að losa aðeins upp á hosuklemmu við vatnslás,

samt skrítið að það skuli ekki skila sér út í kassa :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
loft á vatnskerfi,
« Reply #2 on: July 26, 2004, 20:17:46 »
Loft á kerfinu veldur nú frekar meiri þrýstingi  :?  þe. þegar bíllinn hitnar

Eg skipti nú einhventíman um dælu í svona vettu og man ekki betur en ég hafi bara sturtað vatninu á kassan og sett í gang án nokkurra loftvandræða :?:

Hitnar bíllinn eðlilega? þú átt að geta með naumindum haldið við hosuna sem kemur frá vatnslásnum að kassanum ef hann er eðlilega heitur.
Þrýstingur kemur ekki á kerfið fyrr en hann er orðinn heitur.

Dælan byggir ekki upp neinn þrýsting, hún heldur bara upp hringrásinni á vatninu
Kveðja: Ingvar

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
loft á vatnskerfi,
« Reply #3 on: July 26, 2004, 20:34:32 »
setturðu vatnslásinn í með gorminn upp ?

er dælan rétt póluð ?

er dælan á thermostati ?

er nóg vatn á kerfinu ?
Agnar Áskelsson
6969468

Offline -Siggi-

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 202
    • View Profile
loft á vatnskerfi,
« Reply #4 on: July 27, 2004, 00:05:05 »
Er ekki reverse dæla í vettunni.

Þær líta eins út hvort sem hún er reverse eða ekki.
Eini munurinn er dæluhjólið.
Sigurður S. Guðjónsson
Allar almennar bílaviðgerðir    694-3035 Bílavaktin www.bv.is
 - Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT -

Offline Ibbi-M

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
loft á vatnskerfi,
« Reply #5 on: July 27, 2004, 00:52:08 »
dælan fór rétt í, og lásin er réttur, já ég hef nú tæmt kerfið á honum oftar en einu sinni og aldrie verið neitt vesen,
bíllin sjóðhitnar strax, og það virðist engin hringrás vera á vatninu virðist allt bara vera á kassanum áfram.  kíki betur á þetta á morgun fæ nýja dælu
C4 Corvette.