Author Topic: spurningar um fuelcell´s  (Read 2571 times)

Offline Vettlingur

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
spurningar um fuelcell´s
« on: July 22, 2004, 17:58:01 »
sælir vitringar.
Mig langar til að spyrja nokkrar spurningar um Fuelcellur. :?:
Getur maður notað original bensíndæluna?
Er þetta löglegt í götubíl og hvað ef geymirinn er líka í skottinu?
Hafa menn góða reynslu af þessu eða væri best að kaupa nýjan bensíntank,sá gamli er ónýtur??.
Og að lokum á einhver svona til sölu? :wink:
Kveðja
Maggi
Smá spurning að lokum hvað er það sem gerir Musclecar að Musclecar?
Ég hef áhveðnar skoðanir á þessu en vil heyra fleyri og gjarnan að menn rífist nú um þetta.
Chevrolet Corvette 1978

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Musclecar
« Reply #1 on: July 22, 2004, 18:03:32 »
Sæll Maggi,í mínum huga er musclecar bíll sem er framleiddur í USA á árunum 6? - 72 og er með big block :lol:

Harry Þór.

ps.hef ekkert vit á fuelsellum.
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
spurningar um fuelcell´s
« Reply #2 on: July 22, 2004, 18:34:40 »
Það má nota svona í götubíl og þetta er öruggara ef eitthvað kemur upp á,7-9-13 knock on wood og allt,þú getur notað sömu dælu og geymirinn má vera þarna líka,vel festur að sjálfsögðu,svo eru allar leiðbeinigar með tanknum,RFM fyrst og svo smíða.

Hér er það sem þig vantar:
http://store.summitracing.com/partdetail.asp?part=RCI-1160S&N=120
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Fuelcells ofl......
« Reply #3 on: July 22, 2004, 18:43:48 »
Sælir félagar. :)

Sæll Maggi.

Með "Fuel sellurnar", þá getur þú notað "original" bensíndælu.
Sellan er lögleg í skottinu á götubíl samkvæmt okkar reglum og er æskileg ef að bíll fer niður fyrir 11,99sek.
þú skalt líta á reglusíðuna okkar og skoða þar aðalreglur(general regulation) þar sem sýnt er hverng löleg festing er á sellurnar.
Það gildir einu hvort það er rafgeymir í skottinu eða ekki, hann ætti hinns vegar að vera í þar til gerðu boxi.
Hinns vegar þarf að setja eldvegg (firewall) milli farangursrýmis og ökumannsklefa ef þessi búnaður er notaður.
það er hægt að fá sellur sem eru með leiðslu fyrir bensín áfyllingu utan frá þannig að ekki þarf að opna skottið til að taka bensín. http://www.jazproducts.com/index2.htm
Þá hef ég líka séð þá útfærsli á sellu, að það er útbúin eins konar "skúffa" þar sem "original" tankurinn var og sellan sett ofan í þessa skúffu og síðan skrúfað lok yfir :!:  :idea: .
Hvað varðar bensíntaka í bíla þá hefur sá sem á Vatnskassalagerinn verið að flytja inn tanka, ég veit um einn sem keypti tank í 1972 Chevelle þar.

Hvað varðar "muscle cars" þá er ég að mestu sammála Harry utan það að mér finnst sem sumir "smallblock" bílar eigi heima í þessum flokki líka.
Þá er ég að tala um sérstakar útfærslur af "smallablock" bílum, og að sama skapi finnst mér ekki að allir "bigblock"bílar sem framleiddir hafa verið passa í þennan "klassa".

En annars USA bílar frá og með 1960 til og með 1974, með stórar (big inch) vélar og/eða sumar útfærslur af smallblock.
Þetta er reyndar efni í langa grein ekki satt :? .
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
spurningar um fuelcell´s
« Reply #4 on: July 22, 2004, 18:48:04 »
Ég er ekki alveg á því að þeir þurfi að vera big block en að þeir hafi verið framleiddir sem aflmiklir bílar á sínum tíma er auðvitað aðal málið
Ég vill meina að 1967-1973 séu hin sönnu músklu bíla ár
Eftir 1973 var bensín kreppan farin að láta finna fyrir sér og þótt að sumir bílar hafi verið nánast óbreyttir T.D. frá 73-78 þá voru þeir bara ekki eins öflugir.

Í dag skiptir þetta kannski ekki máli að mínu mati ef hann er yngri en 78 og slatta frískur máttu kalla hann kagga fyrir mér :D

En eru þessar sellur ekki bara svo litlar, þú hefur ekkert við 15-20 lítra bensín tank að gera.
Auk þess eru nýjir tankar ekkert svo dýrir.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline moni

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 116
    • View Profile
spurningar um fuelcell´s
« Reply #5 on: July 22, 2004, 18:48:16 »
Í mínum huga er MuscleCar bíll sem er frá Bandaríkjunum, frá ´60 og eitthvað og til c.a. ´75, með big block og já líka small block, bara aðal skilgreiningin hjá mér er sú, stórt í húddinu og mikið afl (hp og tog) og stór bíll...

En ég veit auðvitað ekki neitt :D
Kv. Gunnar Hans...