Sælir félagar.
Sæll Maggi.
Með "Fuel sellurnar", þá getur þú notað "original" bensíndælu.
Sellan er lögleg í skottinu á götubíl samkvæmt okkar reglum og er æskileg ef að bíll fer niður fyrir 11,99sek.
þú skalt líta á reglusíðuna okkar og skoða þar aðalreglur(general regulation) þar sem sýnt er hverng löleg festing er á sellurnar.
Það gildir einu hvort það er rafgeymir í skottinu eða ekki, hann ætti hinns vegar að vera í þar til gerðu boxi.
Hinns vegar þarf að setja eldvegg (firewall) milli farangursrýmis og ökumannsklefa ef þessi búnaður er notaður.
það er hægt að fá sellur sem eru með leiðslu fyrir bensín áfyllingu utan frá þannig að ekki þarf að opna skottið til að taka bensín.
http://www.jazproducts.com/index2.htmÞá hef ég líka séð þá útfærsli á sellu, að það er útbúin eins konar "skúffa" þar sem "original" tankurinn var og sellan sett ofan í þessa skúffu og síðan skrúfað lok yfir
.
Hvað varðar bensíntaka í bíla þá hefur sá sem á Vatnskassalagerinn verið að flytja inn tanka, ég veit um einn sem keypti tank í 1972 Chevelle þar.
Hvað varðar "muscle cars" þá er ég að mestu sammála Harry utan það að mér finnst sem sumir "smallblock" bílar eigi heima í þessum flokki líka.
Þá er ég að tala um sérstakar útfærslur af "smallablock" bílum, og að sama skapi finnst mér ekki að allir "bigblock"bílar sem framleiddir hafa verið passa í þennan "klassa".
En annars USA bílar frá og með 1960 til og með 1974, með stórar (big inch) vélar og/eða sumar útfærslur af smallblock.
Þetta er reyndar efni í langa grein ekki satt
.