Author Topic: Eru ekki einhverjir sem luma á varahlutum í ólíklegustu bíla  (Read 2049 times)

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Maður fréttir alltaf af og til að heilu bújörðunum með gömlum blikkbeljum á beit.  Svona bílabú eru víst hér og þar um landsins byggðir.

Eflaust eru sumir þessara bíla ekki uppgeranlegir og jafnvel möguleiki að eigendur þeirra vilji láta hluta af þeim til að stuðla að uppgerð annara bíla (gegn smá þóknun að sjálfsögðu).

Svo ég komi mér nú að erindinu, ég hef auglýst hér (og víðar) eftir afturljósi á ca. 1983 módel af Nissan 280c díselbíl (leigubíll á eftirlaunum) en ekkert gengið.  

Það er sárgrætilegt að sjá bíl sem búið er að vinna helling í, sem stekkur alltaf í gang (þrátt fyrir að vera keyrður á 6. hundrað þúsunda) og er góðu lagi vera stopp útaf svona smáræði.  

Nú er mín síðasta von að finna einhvern svona búgarð sem gæti legið á svona gulli, og geti þannig stuðlað að því að þessi gripur fari aftur í notkun.

Endilega látið mig vita ef ykkur dettur eitthverjir í hug (eitthvað raunhæft, vil ekki ónáða þá sem engann áhuga hafa á svona viðskiptum).

Kv. Jón H.

p.s. þetta er að sjálfsögðu kvartmílutengt en gamall sjálfskiptur dísel leigubíll er fullkominn í brakket ;)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Varahlutir
« Reply #1 on: July 23, 2004, 23:25:53 »
Þú getur prufað að hafa samband við gistiheimilið Glerá norður á Akureyri.
Þar lágu 2-3 svona í túninu fyrir nokkrum árum.Reyndar bjó eigandinn í gömlu húsi við hliðina á gistiheimilinu en prufaðu samt.
Annar staður gæti verið Garðsstaðir(að mig minnir)vestur í Ísafjarðardjúpi.Ívar M hér á spjallinu gæti frætt þig meira um þann stað.

                  Kveðja  Sigtryggur H
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963