Kvartmílan > Almennt Spjall
Hverjir hafa umboðið fyrir Pontiac (vantar nýjan)
Racer:
sælir/sælar.
Mamma kom mér á óvart á ljósum og sagði mér að henni langaði í Pontiac Firebird nýjan! og svo spyrnti hún við rauðan ´97 ;) en við skulum ekkert tala um hver vann enda er það ansi augljóst að Montiac fékk að monta sig hehe.
Jæja hver er með umboðið? , annars héld ég að sniðugra sé að versla nýjan úti.
Firehawk:
Ingvar Helga á að heita að vera með umboðið. Ef þú ferð og biður um Pontiac, þá vilja þeir ekki selja hann heldur "sambærilegan" Opel. :evil:
Annars er hætt að framleiða Pontiac Firebird.
Það er einna helst að kaupa ameríska bíla í gegnum aðila sem flytja inn nýtt og notað frá Bandaríkjunum.
-j
Racer:
hvað með trans am-inn.. hann er enn framleiddur þaggi? , hvernær var hætt að framleiða firebird?
pff opel.. gæti alveg eins keypt Daewoo :lol: :roll:
Firehawk:
Trans Am ER Firebird
Ódýrasta týpan er Pontiac Firebird með 6 cyl vél osf.
Næst er Pontiac Firebird Formula, sem er "verkamannatýpa" með 8 cyl vélinni
Og besta týpan er Pontiac Firebird Trans Am, með öllu gumsinu (8 cyl, betri innréttingu, spoilerum osf)
-j
Mustang Fan #1:
racer,
það var hætt að framleiða alla f-body bílana(camaro og firebird) árið 2002 eða 3 svo þú finnur ekki nýrri bíl en það
best væri að sgja gömlu að það sé meira vit í mustang og hann er líka hægt að fá nýjan :lol: :lol: :lol:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version