Mér finnst eins og ýmsir kenni hjólamönnum og þá aðallega mér um að engar skýrar
keppnisreglur eru varðandi hjólin þetta sumarið.
Ég vísa þessu alfarið á bug. Á aukaaðalfundi í desember tók ég að mér, að beiðni stjórnar KK að athuga með breytingar
á bifhjólakeppnisreglum. Ég óskaði eftir tillögum að breytingum á heimasíðu KK en fékk engar.
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=6323 Í janúar byrjun set ég tillögur okkar Viðars F. á netið.
Upp úr 20 jan næ ég sambandi við formann klúbbsins Ingólf A. og óska eftir að fá að koma á næsta
stjórnarfund til að klára þetta mál, til að hægt sé að setja keppnisreglur komandi sumars
á netið svo allir sem hafi hugsað sér að keppa geti nálgast þær.
Síðan hef ég ekki heyrt frá formanni, né verið boðið að sitja stjórnarfund til að klára þetta mál.
Þegar líða fór að sumri setti ég fyrirspurn undir Keppnishald / Úrslit og Reglur, en fékk engin svör.
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7180 Ég tel mig hafa gert það sem ég gat í þessu máli.
Þar sem ég hef ekki hugmynd um hvaða reglur gilda í bifhjólaflokkum í sumar
hef ég ekki séð ástæðu til að mæta til keppni.
Steini