Author Topic: Ótrúlegt!  (Read 3329 times)

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Ótrúlegt!
« on: May 11, 2004, 21:45:38 »
Ég var að horfa á þátt af top gear núna um dagin  þar sem maðurinn tekur venjulega jurtaolíu og bætir einhverju efni sem er dottið úr mér hvað heitir og svo eftir eina viku er þetta sambærilegt fínustu díesel olíu. þeir sannreyndu þetta á gömlum volvo 740 og þetta virkaði! Og að sögn þeirra í þáttinum þá virkar þetta jafn vel eða betur en venjuleg díesel olía, og þar að auki kostar hver lítri af þessu þegar þú gerir þetta þarna úti um 29pence eða í kr um 22. ég hef verið að pæla hvort þið hafið prófað þetta hérna heima?
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ótrúlegt!
« Reply #1 on: May 11, 2004, 21:50:12 »
Jújú, menn hafa nú keyrt díselbílana á alls kyns drullu hér á landi, til dæmis lýsisgrút.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Ótrúlegt!
« Reply #2 on: May 11, 2004, 22:00:21 »
Það er svolítið um að menn keyrir díselvélar á notaðri (en síaðri) steikarolíu.  Menn fá þetta víst fyrir lítið og oft ekki neitt á skyndibitastöðum.  Eina sem menn þurfa að passa er að gangsetja á díselnum og skipta yfir á díselinn áður en drepið er á mótornum.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Gizmo

  • Guest
Pommes frites
« Reply #3 on: May 11, 2004, 22:32:11 »
Ég bjó í svíþjóð um tíma og var einn strætó í þeim bæ sem ég bjó í keyrður á svona steikingarfeiti.  Ég er ekki að grínast með það en það var alveg eins og risavaxinn og djúsí frönsk kartafla hefði ekið hjá þegar maður fann lyktina af "reyknum".  Þar í landi er öll djúpsteikingarolía endurunnin...svo nota þeir líka "rapsolíu" sem er unnin úr sólblómum.  Ending olíuverka er þó eitthvað verri en með venjulegri dísel, þetta smyr víst eitthvað verr.

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
d
« Reply #4 on: May 12, 2004, 17:08:19 »
fer þetta eithvað illa með startaran eða eithvað? kallin í top gear setti volvoin bara í gang eftir að það var búið að tappa diesel-num af og setja olíuna í staðin og hann rauk í gang. hehe þetta er þónokkuð sniðugt með steikingarolíuna mér mundi finast betra að finna liktina af frönskum heldur en þessari ógeðlegu diesel brælu sem kemur úr sumum bílum
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Ótrúlegt!
« Reply #5 on: May 12, 2004, 17:17:07 »
Steikingarolían harðnar þegar hún kólnar.  Það þarf að hita hana upp áður en hún er notuð.  Ef það er ekki skipt yfir þá harðar hún í síum.  Með því að keyra vélina í smá stund á díselolíu þá skolar hún kerfið.

Í fyrra eða hitteðfyrra kom fram í fréttum frá Bretlandi að yfirvöld þar væru að eltast við trukkabílstjóra sem keyrðu á steikarolíu.  Með því komust þeir hjá að borga opinber gjöld af dropanum.  Þeir gátu víst þefað þá uppi  :lol:
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Ótrúlegt!
« Reply #6 on: May 13, 2004, 12:13:19 »
Það er náttúrulega anskoti gott að losna við þetta sem þú borgar til ríkisins. en ætli maður sé ekki búin að borga hvort eða er virðisaukaskatt á þetta drasl :lol:
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline sindrib

  • In the pit
  • **
  • Posts: 87
    • View Profile
Re: d
« Reply #7 on: May 19, 2004, 11:08:52 »
Quote from: "old and good"
fer þetta eithvað illa með startaran eða eithvað? kallin í top gear setti volvoin bara í gang eftir að það var búið að tappa diesel-num af og setja olíuna í staðin og hann rauk í gang. hehe þetta er þónokkuð sniðugt með steikingarolíuna mér mundi finast betra að finna liktina af frönskum heldur en þessari ógeðlegu diesel brælu sem kemur úr sumum bílum


við hverju bístu þetta er 740 volvo, hann fer alltaf í gang, alveg sama hvað þú setur á hann ;)
Range Rover 4,0 1998 (til sölu)
Dodge Stratus R/T 2002 (seldur)
Audi A6 4,2 quattro 1999( seldur

Offline Caprice78

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 664
    • View Profile
Ótrúlegt!
« Reply #8 on: May 19, 2004, 16:51:41 »
hmmm maður ætti kannski að prufa þetta á volvoin hjá sér ... hann er á leiðina á haugana greyið , ef einhver vill Volvo 740GL 88 árgerð , spoiler kit , ágætis rið , kraftpúst sem er að detta undan , brotin framrúða , biluð vél keyrð 280 þús km ... anybody ? 10.000 gegn því að vera sóttur .